40 jarðir Guðmundur Brynjólfsson skrifar 23. júlí 2018 07:00 Maður er nefndur James Ratcliffe. Hann er ríkur enda fær hann aldrei nóg. Ekki einu sinni nógan frið til þess að veiða lax. Hann getur illa veitt í ám í Vopnafirði nema eiga allar jarðirnar í sveitinni. Ríkir menn vilja veiða lax í friði, eða svo segir maður nokkur sem er talsmaður ríkra útlendra manna á Íslandi. Ríkir menn vilja hafa svo mikinn frið að þeir tala helst ekki, þeir hafa aðra í svoleiðis stússi. Ratcliffe er breskur maður. Bretar hafa nokkuð sérstakan stíl þegar þeir sveifla flugustöng. Hann er þó ekki svo magnaður að það þurfi að eiga heila sveit til þess að koma önglinum í hylinn. Nei, hér býr annað og meira undir. Ratcliffe er náttúruverndarsinni, hann ætlar sér að koma hér upp paradís á jörð, segir hann. Það er að segja sá sem talar fyrir hann – Ratcliffe talar ekki. Það lá að, nú skýrist allt. Þetta var þá, eftir allt saman, trúarlegt atriði. 40 jarðir, 40 dagar í eyðimörkinni, 40 daga rigning (hér hefur samt eitthvað klikkað). Já, „hann lét þá sjá sig í 40 daga og talaði um Guðs ríki“, segir í einu af upphafsversum Postulasögunnar. Hér gengur allt eins og fingur í þumal. Ratcliffe er enda spámaður. Hann hefur með sér sína lærisveina, þeir heita ýmsum postullegum nöfnum eins og Holding, Hluthafar ekki skráðir, Limited, Company og Óþekktir eigendur. Þeir boða fagnaðarerindið frá Lúxemborg. Og eru tilbúnir að deyja fyrir íslenska náttúru, íslenskan lax og 40 jarðir. Það fallegasta við þetta allt er að á milli allra postulanna, Ratcliffes, laxanna, Lúxemborgar og Íslands, liggur trúarlegur þráður, svo magnaður. Svo sterkur að hann er réttnefndur, Strengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skipulag Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Maður er nefndur James Ratcliffe. Hann er ríkur enda fær hann aldrei nóg. Ekki einu sinni nógan frið til þess að veiða lax. Hann getur illa veitt í ám í Vopnafirði nema eiga allar jarðirnar í sveitinni. Ríkir menn vilja veiða lax í friði, eða svo segir maður nokkur sem er talsmaður ríkra útlendra manna á Íslandi. Ríkir menn vilja hafa svo mikinn frið að þeir tala helst ekki, þeir hafa aðra í svoleiðis stússi. Ratcliffe er breskur maður. Bretar hafa nokkuð sérstakan stíl þegar þeir sveifla flugustöng. Hann er þó ekki svo magnaður að það þurfi að eiga heila sveit til þess að koma önglinum í hylinn. Nei, hér býr annað og meira undir. Ratcliffe er náttúruverndarsinni, hann ætlar sér að koma hér upp paradís á jörð, segir hann. Það er að segja sá sem talar fyrir hann – Ratcliffe talar ekki. Það lá að, nú skýrist allt. Þetta var þá, eftir allt saman, trúarlegt atriði. 40 jarðir, 40 dagar í eyðimörkinni, 40 daga rigning (hér hefur samt eitthvað klikkað). Já, „hann lét þá sjá sig í 40 daga og talaði um Guðs ríki“, segir í einu af upphafsversum Postulasögunnar. Hér gengur allt eins og fingur í þumal. Ratcliffe er enda spámaður. Hann hefur með sér sína lærisveina, þeir heita ýmsum postullegum nöfnum eins og Holding, Hluthafar ekki skráðir, Limited, Company og Óþekktir eigendur. Þeir boða fagnaðarerindið frá Lúxemborg. Og eru tilbúnir að deyja fyrir íslenska náttúru, íslenskan lax og 40 jarðir. Það fallegasta við þetta allt er að á milli allra postulanna, Ratcliffes, laxanna, Lúxemborgar og Íslands, liggur trúarlegur þráður, svo magnaður. Svo sterkur að hann er réttnefndur, Strengur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar