Facebook logar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 23. júlí 2018 10:00 Það hlýtur að vera ákjósanlegt að lifa fremur rólegu lífi í sátt við sem flesta. Þeir sem slíkt líf kjósa eru ekki líklegir til að rjúka upp við öll möguleg tækifæri og hella úr skálum reiði sinnar. Þeir sjá sér engan hag í því enda er vitað að slíkt er engan veginn gott fyrir sálarlífið og rænir fólk orku sem það gæti nýtt til mun þarfari verka. Það eru þó óþarflega margir einstaklingar sem kjósa einmitt að eyða ómældum tíma og orku í að skammast sem allra mest, helst sem oftast. Þannig virðist þeim líða best. Sumir þessara einstaklinga virðast vera geðvondir að upplagi meðan aðrir vilja bara láta taka eftir sér og telja að ákjósanlegasta leiðin til þess sé að hafa nógu hátt. Síðan er dágóður hópur, hvimleiður og einstaklega hávær, sem lifir í pólitískum rétttrúnaði sem hann vill þvinga upp á aðra og mislíkar allt sem ekki þjónar málstaðnum og bendir ásakandi á þá sem ekki vilja fylgja þeim. Á netinu eru kjöraðstæður fyrir alla þá sem hafa það nánast að tómstundagamni að þefa uppi það sem þeir telja vera ósóma. Þar er mögulegt að koma óánægju sinni á framfæri á örskotsstundu, fá sterk viðbrögð og vekja um leið rækilega athygli á sjálfum sér. Það er því engin furða að þar hafa margir hreiðrað um sig og eru beinlínis í leit að einhverju sem þeir geta gert að deiluefni. Þar sem þeir eru venjulega afar fundvísir hafa þeir stöðugt við eitthvað að iðja. Oft þarf ekki mikið til að gífurleg gremja grípi um sig hjá þessum hópi. Ótal dæmi má nefna, hér er eitt, sem er ekki hárnákvæmt en á sér því miður hliðstæður í íslenskum raunveruleika: Dólgafemínisti flettir endurútgáfu á sígildri og ljúfri barnabók þar sem stúlka situr við sauma meðan bróðir hennar er úti að leika. Femínistinn froðufellir vegna stórhættulegra kynjaviðhorfa sem endurspeglast í bókinni og fær skoðanasystur sínar á Facebook í lið með sér. Sameinaðar í fordæmingu koma þær sér í hlutverk geltandi varðhunda og krefjast þess að bókin verði tekin úr umferð hið snarasta. Hrekklausum útgefanda fer að líða eins og hann hafi framið glæp og hikstar nánast niðurbrotinn upp úr sér afsökunum, enda skilst honum að allt sé vitlaust á Facebook. Hann, eins og svo margir, þráir að fá þar like en ekki skammir. Þegar netverjar leggjast margir saman á árarnar í fordæmingu sinni þá heitir það í daglegu tali: „Facebook logar“. Hún logar náttúrlega alls ekki. Langflestir Facebook notendur hafa engan áhuga á málinu sem sagt er hafa kveikt í Facebook. Það sem gerðist var að hávaðahópur fékk mikla athygli og komst í fjölmiðla, en það jafngildir engan veginn því að skoðunin sé meirihlutaskoðun. Stór hópur tók alls ekki eftir málinu og þeir sem tóku eftir því hristu margir höfuðið og fannst hreinn vitleysisgangur hafa verið þar á ferð. Facebook „logar“ með reglulegu millibili, en það er engin sérstök ástæða til að kippa sér upp við það. Hópur hávaðafólks er stöðugt að finna sér mál til að hamast á en hefur samt ekki ýkja mikið úthald og missir áhugann eftir nokkra daga. Það er nefnilega komið upp nýtt mál, algjör skandall, sem þarf að einbeita sér að – í þrjá daga eða svo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hlýtur að vera ákjósanlegt að lifa fremur rólegu lífi í sátt við sem flesta. Þeir sem slíkt líf kjósa eru ekki líklegir til að rjúka upp við öll möguleg tækifæri og hella úr skálum reiði sinnar. Þeir sjá sér engan hag í því enda er vitað að slíkt er engan veginn gott fyrir sálarlífið og rænir fólk orku sem það gæti nýtt til mun þarfari verka. Það eru þó óþarflega margir einstaklingar sem kjósa einmitt að eyða ómældum tíma og orku í að skammast sem allra mest, helst sem oftast. Þannig virðist þeim líða best. Sumir þessara einstaklinga virðast vera geðvondir að upplagi meðan aðrir vilja bara láta taka eftir sér og telja að ákjósanlegasta leiðin til þess sé að hafa nógu hátt. Síðan er dágóður hópur, hvimleiður og einstaklega hávær, sem lifir í pólitískum rétttrúnaði sem hann vill þvinga upp á aðra og mislíkar allt sem ekki þjónar málstaðnum og bendir ásakandi á þá sem ekki vilja fylgja þeim. Á netinu eru kjöraðstæður fyrir alla þá sem hafa það nánast að tómstundagamni að þefa uppi það sem þeir telja vera ósóma. Þar er mögulegt að koma óánægju sinni á framfæri á örskotsstundu, fá sterk viðbrögð og vekja um leið rækilega athygli á sjálfum sér. Það er því engin furða að þar hafa margir hreiðrað um sig og eru beinlínis í leit að einhverju sem þeir geta gert að deiluefni. Þar sem þeir eru venjulega afar fundvísir hafa þeir stöðugt við eitthvað að iðja. Oft þarf ekki mikið til að gífurleg gremja grípi um sig hjá þessum hópi. Ótal dæmi má nefna, hér er eitt, sem er ekki hárnákvæmt en á sér því miður hliðstæður í íslenskum raunveruleika: Dólgafemínisti flettir endurútgáfu á sígildri og ljúfri barnabók þar sem stúlka situr við sauma meðan bróðir hennar er úti að leika. Femínistinn froðufellir vegna stórhættulegra kynjaviðhorfa sem endurspeglast í bókinni og fær skoðanasystur sínar á Facebook í lið með sér. Sameinaðar í fordæmingu koma þær sér í hlutverk geltandi varðhunda og krefjast þess að bókin verði tekin úr umferð hið snarasta. Hrekklausum útgefanda fer að líða eins og hann hafi framið glæp og hikstar nánast niðurbrotinn upp úr sér afsökunum, enda skilst honum að allt sé vitlaust á Facebook. Hann, eins og svo margir, þráir að fá þar like en ekki skammir. Þegar netverjar leggjast margir saman á árarnar í fordæmingu sinni þá heitir það í daglegu tali: „Facebook logar“. Hún logar náttúrlega alls ekki. Langflestir Facebook notendur hafa engan áhuga á málinu sem sagt er hafa kveikt í Facebook. Það sem gerðist var að hávaðahópur fékk mikla athygli og komst í fjölmiðla, en það jafngildir engan veginn því að skoðunin sé meirihlutaskoðun. Stór hópur tók alls ekki eftir málinu og þeir sem tóku eftir því hristu margir höfuðið og fannst hreinn vitleysisgangur hafa verið þar á ferð. Facebook „logar“ með reglulegu millibili, en það er engin sérstök ástæða til að kippa sér upp við það. Hópur hávaðafólks er stöðugt að finna sér mál til að hamast á en hefur samt ekki ýkja mikið úthald og missir áhugann eftir nokkra daga. Það er nefnilega komið upp nýtt mál, algjör skandall, sem þarf að einbeita sér að – í þrjá daga eða svo.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun