Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2018 07:00 Ljósmæður og stuðningsmenn hafa látið í sér heyra að undanförnu. Nú er yfirvinnubanni lokið, að minnsta kosti í bili. Forstjóri Landspítalans vonast til að sem flestar ljósmæður dragi uppsagnir sínar til baka. Fréttablaðið/AntonBrink Engin uppsöfnuð þörf er á Landspítalanum eftir að yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn. Þetta segir Páll Matthíasson forstjóri. „Þjónustan sem um ræðir er mest, eiginlega allt, bráðaþjónusta og þess vegna hefur því verið sinnt sem þurfti að sinna. Með tilfæringum, með útköllum, með því að flytja fólk annað,“ segir Páll. „Það sem hægt var að fresta var það sem við ætluðum að gera í vikunni, sem er sem sagt að hætta að gera 12 vikna ómskoðun en nú verða þær ómskoðanir þannig að það er í rauninni ekki hægt að tala um uppsafnaða þörf. Við náum að veita þá þjónustu, hún mun ekki skerðast,“ segir Páll enn fremur. Yfirvinnubanninu var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Fól sú tillaga í sér sambærilegar hækkanir og samningur aðila frá 29. maí síðastliðnum kvað á um og er gildistíminn til 31. mars á næsta ári. Einn helsti ásteytingarsteinninn í deilunni var hvort launasetning stéttarinnar væri í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra og stóð sá ágreiningur í vegi fyrir undirritun kjarasamnings. Tillaga laugardagsins fól í sér að gerðardómi yrði falið að kveða upp úr um það hvort og að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa áhrif á launasetningu stéttarinnar.Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísirTil stendur að samningsaðilar greiði atkvæði um tillöguna fyrir hádegi á miðvikudag og verður hún ekki birt öðrum en hlutaðeigandi fyrr en atkvæðagreiðsla hefur farið fram. Í samtali við Fréttablaðið.is á laugardagskvöld sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að hún væri bjartsýn á framhaldið. Aðspurð hvort hún sé sátt við niðurstöðuna sagði hún: „Ég held að þetta sé niðurstaða sem er eins langt og við höfum komist.“ Katrín sagði þó að verði tillagan ekki samþykkt verði að boða aftur til verkfalls. Tugir ljósmæðra sögðu upp vegna deilunnar. Páll segir að sá hópur skiptist í tvennt. „Annars vegar þær sem eru búnar að segja upp en eru ekki hættar. Við vonum að þær dragi uppsagnir sínar til baka. Hins vegar eru þær sem sögðu upp og eru hættar. Við vonum að sá hópur muni sækja um aftur og koma til vinnu.“ Páll segir að það sé hins vegar þannig í ástandi sem þessu að rót komist á fólk og að einhver hluti skili sér ekki til baka. Það segist hann þekkja úr fyrri reynslu af vinnudeilum. „Það er alltaf áhyggjuefni ef við missum öflugt og vel menntað fagfólk sem hefur menntað sig til mikilvægra starfa.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir „Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa“ Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. 22. júlí 2018 20:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Engin uppsöfnuð þörf er á Landspítalanum eftir að yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn. Þetta segir Páll Matthíasson forstjóri. „Þjónustan sem um ræðir er mest, eiginlega allt, bráðaþjónusta og þess vegna hefur því verið sinnt sem þurfti að sinna. Með tilfæringum, með útköllum, með því að flytja fólk annað,“ segir Páll. „Það sem hægt var að fresta var það sem við ætluðum að gera í vikunni, sem er sem sagt að hætta að gera 12 vikna ómskoðun en nú verða þær ómskoðanir þannig að það er í rauninni ekki hægt að tala um uppsafnaða þörf. Við náum að veita þá þjónustu, hún mun ekki skerðast,“ segir Páll enn fremur. Yfirvinnubanninu var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Fól sú tillaga í sér sambærilegar hækkanir og samningur aðila frá 29. maí síðastliðnum kvað á um og er gildistíminn til 31. mars á næsta ári. Einn helsti ásteytingarsteinninn í deilunni var hvort launasetning stéttarinnar væri í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra og stóð sá ágreiningur í vegi fyrir undirritun kjarasamnings. Tillaga laugardagsins fól í sér að gerðardómi yrði falið að kveða upp úr um það hvort og að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa áhrif á launasetningu stéttarinnar.Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísirTil stendur að samningsaðilar greiði atkvæði um tillöguna fyrir hádegi á miðvikudag og verður hún ekki birt öðrum en hlutaðeigandi fyrr en atkvæðagreiðsla hefur farið fram. Í samtali við Fréttablaðið.is á laugardagskvöld sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að hún væri bjartsýn á framhaldið. Aðspurð hvort hún sé sátt við niðurstöðuna sagði hún: „Ég held að þetta sé niðurstaða sem er eins langt og við höfum komist.“ Katrín sagði þó að verði tillagan ekki samþykkt verði að boða aftur til verkfalls. Tugir ljósmæðra sögðu upp vegna deilunnar. Páll segir að sá hópur skiptist í tvennt. „Annars vegar þær sem eru búnar að segja upp en eru ekki hættar. Við vonum að þær dragi uppsagnir sínar til baka. Hins vegar eru þær sem sögðu upp og eru hættar. Við vonum að sá hópur muni sækja um aftur og koma til vinnu.“ Páll segir að það sé hins vegar þannig í ástandi sem þessu að rót komist á fólk og að einhver hluti skili sér ekki til baka. Það segist hann þekkja úr fyrri reynslu af vinnudeilum. „Það er alltaf áhyggjuefni ef við missum öflugt og vel menntað fagfólk sem hefur menntað sig til mikilvægra starfa.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir „Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa“ Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. 22. júlí 2018 20:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
„Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa“ Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. 22. júlí 2018 20:00
Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14
Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20