Svo virðist sem samdrátturinn hafi verið mestur á Reykjavíkurflugvelli, þar sem ferðum farþega fækkar um 5 prósent á milli ára. Samdrátturinn er hins vegar minni á Egilsstöðum og þá varð fjölgun á Akureyrarflugvelli.
Í tilfelli síðari flugvallarins verður þó að horfa til að þess að um 3.525 farþegar flugu milli Akureyrar og Bretlands fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt tölum frá breskum flugmálayfirvöldum sem Túristi vísar í. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á þessar ferðir - „ ef ekki hefði komið til þeirra þá hefði þróunin á flugstöðinni á Akureyri verið neikvæð í ár líkt og í Reykjavík og Egilsstöðum,“ segir í frétt Túrista.
Í tölum Isavia er farþegafjöldinn á öðrum flugvöllum ekki sundurliðaður.