Forstjóri Kauphallarinnar segir koma til greina að miðla upplýsingum um hluthafa í samstarfi við félög Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. júlí 2018 18:30 Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Vísir/ÞÞ Forstjóri Kauphallar Íslands segir koma til greina að Kauphöllin taki upp nýtt verklag um miðlun upplýsinga um stærstu hluthafa skráðra félaga í samstarfi við félögin sjálf. Kauphöllin óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en tekin var ákvörðun um að hætta að birta sérstaklega upplýsingar um 20 stærstu hluthafa skráðra félaga. Í mörg ár hefur Kauphöll Íslands tekið saman og birt lista yfir tuttugu stærstu hluthafana í skráðum félögum. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að þessu hefði nú verið hætt. Var ákvörðun þess efnis tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en starfólk Kauphallarinnar telur að þetta verklag samræmist ekki ákvæðum laganna. Þessi ákvörðun hefur sætt gagnrýni enda telja margir að hún gangi í berhögg við sjónarmið um gagnsæi á hlutabréfamarkaði. „Að höfðu samráði við okkar ráðgjafa hjá Nasdaq erlendis og lögfræðinga innan fyrirtækisins og utanaðkomandi ráðgjafa hér innanlands var tekin ákvörðun um að hætta dreifingu þessara lista,“ segir Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar Kauphöll Íslands óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en ákvörðun var tekin um að hætta að taka saman og birta lista yfir 20 stærstu hluthafana í skráðum félögum. Þetta vekur nokkra athygli í ljósi þess að stór hluti af starfsemi Persónuverndar felst í því að skera úr um rétta túlkun á ákvæðum laga um persónuvernd og leita einstaklingar, lögaðilar og önnur stjórnvöld til stofnunarinnar í þessum tilgangi. „Við höfum fengið samdóma álit okkar sérfræðina á málinu. Þar að auki koma þetta tiltekna mál seint upp áður en lögin tóku gildi. Við mátum það sem svo að við gætum ekki fengið í tæka tíð álit frá Persónuvernd. Að svo stöddu ákváðum við að hætta þessari dreifingu,“ segir Páll. Hann bendir á að skráð félög geta haldið áfram að birta þessar upplýsingar að fengnu samþykki hluthafa. Ekki sé praktískt fyrir Kauphöllina að standa í slíku. En gæti Kauphöllin ekki nálgast þessar upplýsingar hjá félögunum sjálfum og miðlað þeim áfram? „Það mætti skoða það nú í kjölfarið að taka upp nýtt verklag. Svo framarlega sem það liggur fyrir óyggjandi samþykki viðkomandi einstaklinga og hlutafélögin geta komið því samþykki á framfæri við Kauphöllina, þá finnst mér alveg koma til greina að skoða það,“ segir Páll. Persónuvernd Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Forstjóri Kauphallar Íslands segir koma til greina að Kauphöllin taki upp nýtt verklag um miðlun upplýsinga um stærstu hluthafa skráðra félaga í samstarfi við félögin sjálf. Kauphöllin óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en tekin var ákvörðun um að hætta að birta sérstaklega upplýsingar um 20 stærstu hluthafa skráðra félaga. Í mörg ár hefur Kauphöll Íslands tekið saman og birt lista yfir tuttugu stærstu hluthafana í skráðum félögum. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að þessu hefði nú verið hætt. Var ákvörðun þess efnis tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en starfólk Kauphallarinnar telur að þetta verklag samræmist ekki ákvæðum laganna. Þessi ákvörðun hefur sætt gagnrýni enda telja margir að hún gangi í berhögg við sjónarmið um gagnsæi á hlutabréfamarkaði. „Að höfðu samráði við okkar ráðgjafa hjá Nasdaq erlendis og lögfræðinga innan fyrirtækisins og utanaðkomandi ráðgjafa hér innanlands var tekin ákvörðun um að hætta dreifingu þessara lista,“ segir Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar Kauphöll Íslands óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en ákvörðun var tekin um að hætta að taka saman og birta lista yfir 20 stærstu hluthafana í skráðum félögum. Þetta vekur nokkra athygli í ljósi þess að stór hluti af starfsemi Persónuverndar felst í því að skera úr um rétta túlkun á ákvæðum laga um persónuvernd og leita einstaklingar, lögaðilar og önnur stjórnvöld til stofnunarinnar í þessum tilgangi. „Við höfum fengið samdóma álit okkar sérfræðina á málinu. Þar að auki koma þetta tiltekna mál seint upp áður en lögin tóku gildi. Við mátum það sem svo að við gætum ekki fengið í tæka tíð álit frá Persónuvernd. Að svo stöddu ákváðum við að hætta þessari dreifingu,“ segir Páll. Hann bendir á að skráð félög geta haldið áfram að birta þessar upplýsingar að fengnu samþykki hluthafa. Ekki sé praktískt fyrir Kauphöllina að standa í slíku. En gæti Kauphöllin ekki nálgast þessar upplýsingar hjá félögunum sjálfum og miðlað þeim áfram? „Það mætti skoða það nú í kjölfarið að taka upp nýtt verklag. Svo framarlega sem það liggur fyrir óyggjandi samþykki viðkomandi einstaklinga og hlutafélögin geta komið því samþykki á framfæri við Kauphöllina, þá finnst mér alveg koma til greina að skoða það,“ segir Páll.
Persónuvernd Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira