Opið bréf til Steingríms J. Sigfússonar hæstvirts forseta Alþingis Nichole Leigh Mosty skrifar 24. júlí 2018 15:30 Kæri Steingrímur J. Sigfússon, hæstvirtur forseti Alþingis. Ég ætla að stinga niður penna til að lýsa yfir vonbrigðum með hátíðahöld undir þinni stjórn. Ég ætla að gera það með persónulegum hætti því mér fannst við ná vel saman þann tíma sem ég var svo lánsöm að starfa í umboði Íslendinga á hæstvirtu Alþingi. Þú sýndir mér stuðning við að læra nýtt hlutverk og þú sýndir mér virðingu vegna stöðu minnar sem fyrsti kjörni fulltrúi Íslendinga af erlendum uppruna sem einn af varaforsetum þingsins. Mér fannst við líka vinna vel saman í velferðarnefnd þar sem ég var einnig fyrsti innflytjandinn sem kjörinn var formaður nefndarinnar. Ég upplifði því ekki annað en virðingu á milli okkar tveggja. Sama má segja um það þegar ég flutti jómfrúarræðuna mína á Eldhúsdegi þingsins. Þá tókst þú utan um mig og óskaðir mér til hamingju. Kannski ættir þú að fletta ræðunni minni upp og lesa hana því hún fjallar um stöðu innflytjenda á Íslandi. Ég stóð í þeirri meiningu þá að þú hefðir ekkert út á það að setja að ég væri lýðræðislega kjörin fulltrúi fyrstu kynslóðar innflytjenda á Alþingi. Ég get því ekki annað en velt því fyrir mér nú hvort nálægðin og persónuleg samskipti réðu því að þetta samstarf okkar var gott. Hvort það var vegna þess að ég var raunveruleg manneskja af holdi og blóði en ekki kennitala eða númer án andlits því val á heiðursgesti fullveldishátíðarinnar á Þingvöllum bendir til þess. Ég dreg þær ályktanir líka af viðbrögðum þínum við framgöngu þeirra þingmanna sem vildu standa vörð um tiltekið siðferði og gildi. Viðbrögð margra samflokksmanna þinna benda til þess líka. Vera Piu Kjærsgaard á fullveldishátíðinni á Þingvöllum var eins og blaut tuska í andlit Íslendinga af erlendum uppruna sem hafa lagt sig fram um að læra íslenska tungu og menningu, greiða hér skatt og halda hagkerfi og efnahagslífi gangandi ásamt innfæddum. Fullveldishátíðin á Þingvöllum átti líka að vera okkar hátíð. Á meðan þú ákvaðst, á fundi forsætisnefndar þann 4. ágúst í fyrra, að bjóða heim manneskju sem náði völdum með hatursorðræðu í garð innflytjenda og hælisleitenda í Danmörku, var ég að sinna sjálfboðastarfi með fylgdarlausum börnum á flótta í búðum hælisleitenda á Grikklandi. Ég sat því ekki þennan umrædda fund og hafði ekki tækifæri til að andmæla þeirri ákvörðun þinni, en geri það nú. Forseti danska þingsins er á endanum auðvitað bara kona eins og ég. Munurinn á okkur er hins vegar sá að hún náði völdum með því að beita sér fyrir ómannúðlegri meðferð á fólki af holdi og blóði. Ég tapaði hins vegar mínu sæti á Alþingi Íslendinga af því að ég mínir félagar í Bjartri framtíð tókum mannúð, siðferði og heiðarleika fram yfir völdin í #Höfumhátt byltingunni og ákváðum að samstarfi við stjórnmálaflokk sem beitti sér fyrir leyndarhyggju, væri lokið. Ef svo hefði ekki farið og ég væri enn alþingismaður, hefðir þú í alvöru ætlað mér að sitja undir ræðu þessarar konu? Hefðir þú tekið þér það bessaleyfi að hundskamma mig ef ég hefði neitað að gera það? Hefðir þú hugsanlega neytt mig til að raða embætti hennar ofar okkar eigin stjórnarskrárbundnu gildum? Gildum sem finna má í 65. gr. Stjórnarskrárinnar og hljóða svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana,þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Það þarf enginn að velkjast í vafa um að ég er bæði stolt og þakklát fyrir íslenskan ríkisborgararétt. Ég elska land og þjóð og verð klökk af tilhugsuninni um að hafa fengið, um skamma hríð, að þjóna sem fulltrúi þjóðarinnar á þjóðþinginu. En til að teygja okkur í átt bjartrar og betri framtíðar þurfum við að læra af fortíðinni og fagna nútíðinni og þróun íslensks samfélags. Innflytjendur eru sóknarfæri Íslands. Þið sem berið ábyrgð á því að móta framtíðina hérlendis þurfið að gera ráð fyrir okkur líka. Það verður ekki gert með því að gera fólki eins og Piu Kjærsgaard hátt undir höfði eða heiðra nærveru hennar hérlendis. Mig langar að biðja þig að lesa hér frásagnir kvenna af erlendum uppruna og segja mér í fúlustu alvöru að við eigum skilið virðingu af þinni hálfu. Að lokum þetta. Ég samgladdist breska þinginu þegar það hafnaði móttöku Donalds Trumps. Jafnvel þó hann sé að nafninu til líka minn forseti þar sem ég er líka með bandarískan ríkisborgararétt. En fólk sem nær völdum og beitir sér fyrir ómannúðlegri þróun eins og við höfum séð í Danmörku, Bandaríkjunum, Ungverjalandi, Póllandi, Rússlandi og víðar, á ekki skilið virðingu. Fordómar og mismunun framar mannréttindum er ekki þróun sem við viljum sjá eiga sér stað hérlendis. Ég vona að Alþingi og kjörnir fulltrúar læri af þessum mistökum. Hugsanlega má byrja á klassískum formsatriðum eins og gegnsæi við birtingu fundargerða forsætisnefndar þannig að mistökum sem þessum sé ekki hægt að leyna í næstum ár, því já, kæri Steingrímur, það voru hræðileg mistök að bjóða Kjærsgaard hingað heim og sýna henni þann heiður sem henni var sýndur. Með virðingu, Fv. þingmaður Bjartrar framtíðar, Nichole Leigh Mosty Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Kæri Steingrímur J. Sigfússon, hæstvirtur forseti Alþingis. Ég ætla að stinga niður penna til að lýsa yfir vonbrigðum með hátíðahöld undir þinni stjórn. Ég ætla að gera það með persónulegum hætti því mér fannst við ná vel saman þann tíma sem ég var svo lánsöm að starfa í umboði Íslendinga á hæstvirtu Alþingi. Þú sýndir mér stuðning við að læra nýtt hlutverk og þú sýndir mér virðingu vegna stöðu minnar sem fyrsti kjörni fulltrúi Íslendinga af erlendum uppruna sem einn af varaforsetum þingsins. Mér fannst við líka vinna vel saman í velferðarnefnd þar sem ég var einnig fyrsti innflytjandinn sem kjörinn var formaður nefndarinnar. Ég upplifði því ekki annað en virðingu á milli okkar tveggja. Sama má segja um það þegar ég flutti jómfrúarræðuna mína á Eldhúsdegi þingsins. Þá tókst þú utan um mig og óskaðir mér til hamingju. Kannski ættir þú að fletta ræðunni minni upp og lesa hana því hún fjallar um stöðu innflytjenda á Íslandi. Ég stóð í þeirri meiningu þá að þú hefðir ekkert út á það að setja að ég væri lýðræðislega kjörin fulltrúi fyrstu kynslóðar innflytjenda á Alþingi. Ég get því ekki annað en velt því fyrir mér nú hvort nálægðin og persónuleg samskipti réðu því að þetta samstarf okkar var gott. Hvort það var vegna þess að ég var raunveruleg manneskja af holdi og blóði en ekki kennitala eða númer án andlits því val á heiðursgesti fullveldishátíðarinnar á Þingvöllum bendir til þess. Ég dreg þær ályktanir líka af viðbrögðum þínum við framgöngu þeirra þingmanna sem vildu standa vörð um tiltekið siðferði og gildi. Viðbrögð margra samflokksmanna þinna benda til þess líka. Vera Piu Kjærsgaard á fullveldishátíðinni á Þingvöllum var eins og blaut tuska í andlit Íslendinga af erlendum uppruna sem hafa lagt sig fram um að læra íslenska tungu og menningu, greiða hér skatt og halda hagkerfi og efnahagslífi gangandi ásamt innfæddum. Fullveldishátíðin á Þingvöllum átti líka að vera okkar hátíð. Á meðan þú ákvaðst, á fundi forsætisnefndar þann 4. ágúst í fyrra, að bjóða heim manneskju sem náði völdum með hatursorðræðu í garð innflytjenda og hælisleitenda í Danmörku, var ég að sinna sjálfboðastarfi með fylgdarlausum börnum á flótta í búðum hælisleitenda á Grikklandi. Ég sat því ekki þennan umrædda fund og hafði ekki tækifæri til að andmæla þeirri ákvörðun þinni, en geri það nú. Forseti danska þingsins er á endanum auðvitað bara kona eins og ég. Munurinn á okkur er hins vegar sá að hún náði völdum með því að beita sér fyrir ómannúðlegri meðferð á fólki af holdi og blóði. Ég tapaði hins vegar mínu sæti á Alþingi Íslendinga af því að ég mínir félagar í Bjartri framtíð tókum mannúð, siðferði og heiðarleika fram yfir völdin í #Höfumhátt byltingunni og ákváðum að samstarfi við stjórnmálaflokk sem beitti sér fyrir leyndarhyggju, væri lokið. Ef svo hefði ekki farið og ég væri enn alþingismaður, hefðir þú í alvöru ætlað mér að sitja undir ræðu þessarar konu? Hefðir þú tekið þér það bessaleyfi að hundskamma mig ef ég hefði neitað að gera það? Hefðir þú hugsanlega neytt mig til að raða embætti hennar ofar okkar eigin stjórnarskrárbundnu gildum? Gildum sem finna má í 65. gr. Stjórnarskrárinnar og hljóða svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana,þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Það þarf enginn að velkjast í vafa um að ég er bæði stolt og þakklát fyrir íslenskan ríkisborgararétt. Ég elska land og þjóð og verð klökk af tilhugsuninni um að hafa fengið, um skamma hríð, að þjóna sem fulltrúi þjóðarinnar á þjóðþinginu. En til að teygja okkur í átt bjartrar og betri framtíðar þurfum við að læra af fortíðinni og fagna nútíðinni og þróun íslensks samfélags. Innflytjendur eru sóknarfæri Íslands. Þið sem berið ábyrgð á því að móta framtíðina hérlendis þurfið að gera ráð fyrir okkur líka. Það verður ekki gert með því að gera fólki eins og Piu Kjærsgaard hátt undir höfði eða heiðra nærveru hennar hérlendis. Mig langar að biðja þig að lesa hér frásagnir kvenna af erlendum uppruna og segja mér í fúlustu alvöru að við eigum skilið virðingu af þinni hálfu. Að lokum þetta. Ég samgladdist breska þinginu þegar það hafnaði móttöku Donalds Trumps. Jafnvel þó hann sé að nafninu til líka minn forseti þar sem ég er líka með bandarískan ríkisborgararétt. En fólk sem nær völdum og beitir sér fyrir ómannúðlegri þróun eins og við höfum séð í Danmörku, Bandaríkjunum, Ungverjalandi, Póllandi, Rússlandi og víðar, á ekki skilið virðingu. Fordómar og mismunun framar mannréttindum er ekki þróun sem við viljum sjá eiga sér stað hérlendis. Ég vona að Alþingi og kjörnir fulltrúar læri af þessum mistökum. Hugsanlega má byrja á klassískum formsatriðum eins og gegnsæi við birtingu fundargerða forsætisnefndar þannig að mistökum sem þessum sé ekki hægt að leyna í næstum ár, því já, kæri Steingrímur, það voru hræðileg mistök að bjóða Kjærsgaard hingað heim og sýna henni þann heiður sem henni var sýndur. Með virðingu, Fv. þingmaður Bjartrar framtíðar, Nichole Leigh Mosty
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun