Býst við að halda sætinu í liðinu Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júlí 2018 16:30 Leikmenn Norrköping fagna innilega einu af þremur deildarmörkum Skagamannsins Arnórs Sigurðssonar. vísir/Getty Arnór Sigurðsson hefur verið að komast í æ stærra hlutverk hjá sænska liðinu Norrköping sem er í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla. Arnór hefur skorað þrjú mörk í 13 leikjum á tímabilinu og þar að auki lagt upp þrjú mörk fyrir samherja sína. Mörkin hafa skilað liðinu sex stigum, en eftir að hafa komið inn á af varamannabekknum í upphafi leiktíðarinnar hefur hann fest sig í sessi á vinstri vængnum hjá liðinu. „Ég er að spila á vinstri kantinum í leikkerfinu 3-4-3 og kann bara mjög vel við mig í þeirri stöðu. Það er svo þægilegt að hafa Gumma [Guðmund Þórarinsson] í vinstri vængbakverðinum og við höfum verið að ná vel saman vinstra megin á vellinum. Ég er að upplagi miðjumaður og gæti líka leyst af þar ef þess þyrfti. Þetta er lið sem vill spila boltanum með jörðinni og spilar skemmtilegan sóknarfótbolta. Sá leikstíll hentar mér mjög vel,“ sagði Arnór í samtali við Fréttablaðið um hlutverk sitt hjá liðinu. „Ég er búinn að byrja sex af síðustu sjö leikjum og standa mig vel að mínu mati. Ég held að ég sé búinn að tryggja mér þessa stöðu eins og staðan er núna og það væri sérstakt að taka mig út úr liðinu þegar tekið er mið af því hversu vel ég hef verið að spila og að árangur liðsins hefur verið góður í þeim leikjum þar sem ég hef verið í byrjunarliðinu,“ sagði hann um síðustu leik hjá liðinu. „Þegar ég kom hingað fyrir tæpu einu og hálfu ári þá var ég bara 17 ára gamall og það var bara geggjað að æfa með aðalliðinu. Mér fannst ég hins vegar í upphafi þessa tímabils vera kominn á þann stað að geta gert mig gildandi með liðinu. Það er ofboðslega gaman að vera í liði sem er í toppbaráttu í Svíþjóð og smá viðbrigði að spila reglulega fyrir framan 20.000 manns,“ sagði hann enn fremur um þróun sína hjá sænska liðinu. Norrköping, sem er í öðru til þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Hauki Heiðari Haukssyni og félögum hans hjá AIK sem tróna á toppi deildarinnar er hálfgerð Íslendinganýlenda. Auk Arnórs og Guðmundar er Jón Guðni Fjóluson í lykilhlutverki í vörn liðsins og Alfons Sampsted er einnig á mála hjá liðinu. „Mér líður mjög vel hérna í Norrköping, þetta er fallegur bær og Svíar hafa komið mér skemmtilega á óvart. Það skemmir ekki fyrir að hafa svona marga íslenska leikmenn með sér í liðinu og svo eru vinir og ættingjar duglegir að heimsækja mig. Nú er bara vonandi að mér og liðinu haldi áfram að ganga svona vel. Ég vona svo að þessi góða frammistaða mín skili mér fleiri leikjum með U-21 árs landsliðinu,“ sagði þessi geðþekki 19 ára gamli Skagastrákur sem fékk smjörþefinn af U-21 árs liðinu þegar hann spilaði í vináttuleik með liðinu gegn Írlandi í mars fyrr á þessu ári. Norðurlönd Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Arnór Sigurðsson hefur verið að komast í æ stærra hlutverk hjá sænska liðinu Norrköping sem er í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla. Arnór hefur skorað þrjú mörk í 13 leikjum á tímabilinu og þar að auki lagt upp þrjú mörk fyrir samherja sína. Mörkin hafa skilað liðinu sex stigum, en eftir að hafa komið inn á af varamannabekknum í upphafi leiktíðarinnar hefur hann fest sig í sessi á vinstri vængnum hjá liðinu. „Ég er að spila á vinstri kantinum í leikkerfinu 3-4-3 og kann bara mjög vel við mig í þeirri stöðu. Það er svo þægilegt að hafa Gumma [Guðmund Þórarinsson] í vinstri vængbakverðinum og við höfum verið að ná vel saman vinstra megin á vellinum. Ég er að upplagi miðjumaður og gæti líka leyst af þar ef þess þyrfti. Þetta er lið sem vill spila boltanum með jörðinni og spilar skemmtilegan sóknarfótbolta. Sá leikstíll hentar mér mjög vel,“ sagði Arnór í samtali við Fréttablaðið um hlutverk sitt hjá liðinu. „Ég er búinn að byrja sex af síðustu sjö leikjum og standa mig vel að mínu mati. Ég held að ég sé búinn að tryggja mér þessa stöðu eins og staðan er núna og það væri sérstakt að taka mig út úr liðinu þegar tekið er mið af því hversu vel ég hef verið að spila og að árangur liðsins hefur verið góður í þeim leikjum þar sem ég hef verið í byrjunarliðinu,“ sagði hann um síðustu leik hjá liðinu. „Þegar ég kom hingað fyrir tæpu einu og hálfu ári þá var ég bara 17 ára gamall og það var bara geggjað að æfa með aðalliðinu. Mér fannst ég hins vegar í upphafi þessa tímabils vera kominn á þann stað að geta gert mig gildandi með liðinu. Það er ofboðslega gaman að vera í liði sem er í toppbaráttu í Svíþjóð og smá viðbrigði að spila reglulega fyrir framan 20.000 manns,“ sagði hann enn fremur um þróun sína hjá sænska liðinu. Norrköping, sem er í öðru til þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Hauki Heiðari Haukssyni og félögum hans hjá AIK sem tróna á toppi deildarinnar er hálfgerð Íslendinganýlenda. Auk Arnórs og Guðmundar er Jón Guðni Fjóluson í lykilhlutverki í vörn liðsins og Alfons Sampsted er einnig á mála hjá liðinu. „Mér líður mjög vel hérna í Norrköping, þetta er fallegur bær og Svíar hafa komið mér skemmtilega á óvart. Það skemmir ekki fyrir að hafa svona marga íslenska leikmenn með sér í liðinu og svo eru vinir og ættingjar duglegir að heimsækja mig. Nú er bara vonandi að mér og liðinu haldi áfram að ganga svona vel. Ég vona svo að þessi góða frammistaða mín skili mér fleiri leikjum með U-21 árs landsliðinu,“ sagði þessi geðþekki 19 ára gamli Skagastrákur sem fékk smjörþefinn af U-21 árs liðinu þegar hann spilaði í vináttuleik með liðinu gegn Írlandi í mars fyrr á þessu ári.
Norðurlönd Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti