Býst við að halda sætinu í liðinu Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júlí 2018 16:30 Leikmenn Norrköping fagna innilega einu af þremur deildarmörkum Skagamannsins Arnórs Sigurðssonar. vísir/Getty Arnór Sigurðsson hefur verið að komast í æ stærra hlutverk hjá sænska liðinu Norrköping sem er í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla. Arnór hefur skorað þrjú mörk í 13 leikjum á tímabilinu og þar að auki lagt upp þrjú mörk fyrir samherja sína. Mörkin hafa skilað liðinu sex stigum, en eftir að hafa komið inn á af varamannabekknum í upphafi leiktíðarinnar hefur hann fest sig í sessi á vinstri vængnum hjá liðinu. „Ég er að spila á vinstri kantinum í leikkerfinu 3-4-3 og kann bara mjög vel við mig í þeirri stöðu. Það er svo þægilegt að hafa Gumma [Guðmund Þórarinsson] í vinstri vængbakverðinum og við höfum verið að ná vel saman vinstra megin á vellinum. Ég er að upplagi miðjumaður og gæti líka leyst af þar ef þess þyrfti. Þetta er lið sem vill spila boltanum með jörðinni og spilar skemmtilegan sóknarfótbolta. Sá leikstíll hentar mér mjög vel,“ sagði Arnór í samtali við Fréttablaðið um hlutverk sitt hjá liðinu. „Ég er búinn að byrja sex af síðustu sjö leikjum og standa mig vel að mínu mati. Ég held að ég sé búinn að tryggja mér þessa stöðu eins og staðan er núna og það væri sérstakt að taka mig út úr liðinu þegar tekið er mið af því hversu vel ég hef verið að spila og að árangur liðsins hefur verið góður í þeim leikjum þar sem ég hef verið í byrjunarliðinu,“ sagði hann um síðustu leik hjá liðinu. „Þegar ég kom hingað fyrir tæpu einu og hálfu ári þá var ég bara 17 ára gamall og það var bara geggjað að æfa með aðalliðinu. Mér fannst ég hins vegar í upphafi þessa tímabils vera kominn á þann stað að geta gert mig gildandi með liðinu. Það er ofboðslega gaman að vera í liði sem er í toppbaráttu í Svíþjóð og smá viðbrigði að spila reglulega fyrir framan 20.000 manns,“ sagði hann enn fremur um þróun sína hjá sænska liðinu. Norrköping, sem er í öðru til þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Hauki Heiðari Haukssyni og félögum hans hjá AIK sem tróna á toppi deildarinnar er hálfgerð Íslendinganýlenda. Auk Arnórs og Guðmundar er Jón Guðni Fjóluson í lykilhlutverki í vörn liðsins og Alfons Sampsted er einnig á mála hjá liðinu. „Mér líður mjög vel hérna í Norrköping, þetta er fallegur bær og Svíar hafa komið mér skemmtilega á óvart. Það skemmir ekki fyrir að hafa svona marga íslenska leikmenn með sér í liðinu og svo eru vinir og ættingjar duglegir að heimsækja mig. Nú er bara vonandi að mér og liðinu haldi áfram að ganga svona vel. Ég vona svo að þessi góða frammistaða mín skili mér fleiri leikjum með U-21 árs landsliðinu,“ sagði þessi geðþekki 19 ára gamli Skagastrákur sem fékk smjörþefinn af U-21 árs liðinu þegar hann spilaði í vináttuleik með liðinu gegn Írlandi í mars fyrr á þessu ári. Norðurlönd Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Arnór Sigurðsson hefur verið að komast í æ stærra hlutverk hjá sænska liðinu Norrköping sem er í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla. Arnór hefur skorað þrjú mörk í 13 leikjum á tímabilinu og þar að auki lagt upp þrjú mörk fyrir samherja sína. Mörkin hafa skilað liðinu sex stigum, en eftir að hafa komið inn á af varamannabekknum í upphafi leiktíðarinnar hefur hann fest sig í sessi á vinstri vængnum hjá liðinu. „Ég er að spila á vinstri kantinum í leikkerfinu 3-4-3 og kann bara mjög vel við mig í þeirri stöðu. Það er svo þægilegt að hafa Gumma [Guðmund Þórarinsson] í vinstri vængbakverðinum og við höfum verið að ná vel saman vinstra megin á vellinum. Ég er að upplagi miðjumaður og gæti líka leyst af þar ef þess þyrfti. Þetta er lið sem vill spila boltanum með jörðinni og spilar skemmtilegan sóknarfótbolta. Sá leikstíll hentar mér mjög vel,“ sagði Arnór í samtali við Fréttablaðið um hlutverk sitt hjá liðinu. „Ég er búinn að byrja sex af síðustu sjö leikjum og standa mig vel að mínu mati. Ég held að ég sé búinn að tryggja mér þessa stöðu eins og staðan er núna og það væri sérstakt að taka mig út úr liðinu þegar tekið er mið af því hversu vel ég hef verið að spila og að árangur liðsins hefur verið góður í þeim leikjum þar sem ég hef verið í byrjunarliðinu,“ sagði hann um síðustu leik hjá liðinu. „Þegar ég kom hingað fyrir tæpu einu og hálfu ári þá var ég bara 17 ára gamall og það var bara geggjað að æfa með aðalliðinu. Mér fannst ég hins vegar í upphafi þessa tímabils vera kominn á þann stað að geta gert mig gildandi með liðinu. Það er ofboðslega gaman að vera í liði sem er í toppbaráttu í Svíþjóð og smá viðbrigði að spila reglulega fyrir framan 20.000 manns,“ sagði hann enn fremur um þróun sína hjá sænska liðinu. Norrköping, sem er í öðru til þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Hauki Heiðari Haukssyni og félögum hans hjá AIK sem tróna á toppi deildarinnar er hálfgerð Íslendinganýlenda. Auk Arnórs og Guðmundar er Jón Guðni Fjóluson í lykilhlutverki í vörn liðsins og Alfons Sampsted er einnig á mála hjá liðinu. „Mér líður mjög vel hérna í Norrköping, þetta er fallegur bær og Svíar hafa komið mér skemmtilega á óvart. Það skemmir ekki fyrir að hafa svona marga íslenska leikmenn með sér í liðinu og svo eru vinir og ættingjar duglegir að heimsækja mig. Nú er bara vonandi að mér og liðinu haldi áfram að ganga svona vel. Ég vona svo að þessi góða frammistaða mín skili mér fleiri leikjum með U-21 árs landsliðinu,“ sagði þessi geðþekki 19 ára gamli Skagastrákur sem fékk smjörþefinn af U-21 árs liðinu þegar hann spilaði í vináttuleik með liðinu gegn Írlandi í mars fyrr á þessu ári.
Norðurlönd Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira