Serena Williams kvartar yfir mismunun í lyfjaprófunum: Fimm próf í júní Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. júlí 2018 14:30 Serena Williams á 23 risatitla í tennis Vísir/Getty Tennisdrottningin Serena Williams er einn mesti íþróttamaður heims. Hún tapaði úrslitaleiknum á Wimbledon risamótinu í tennis á dögunum, á hennar fjórða móti eftir barnsburð. Williams segir lyfjaeftirlit mismuna henni og hún sé sett í prófanir oftar en aðrir. Williams skrifaði færslu á Twitter í gær þar sem hún sagði: „Það er kominn þessi tími dags þar sem ég er „valin af handahófi“ til þess að fara í lyfjapróf og Serena er sú eina sem fer í próf. Það hefur verið sannað að ég sé prófuð oftast allra. Mismunun? Ég held það. Að minnsta kosti held ég íþróttinni hreinni.“ Hin 36 ára Williams átti sitt fyrsta barn 1. september 2017. Hún hefur aðeins keppt á fjórum mótum á árinu, að Wimbledon meðtöldu, en er sá tennis íþróttamaður sem hefur farið oftast í lyfjapróf árið 2018 samkvæmt opinberum tölum bandaríska lyfjaeftirlitsins. Williams ræddi málið á blaðamannafundi fyrir Wimbledon mótið þegar upp kom að hún hafi verið ósátt við starfsmann lyfjaeftirlitsins sem mætti fyrir utan hús hennar til þess að taka handahófskennt próf. „Afhverju á ég að fara í prófanir fimm sinnum í júní?" spurði Williams á blaðamannafundinum. Samkvæmt tölum bandaríska lyfjaeftirlitsins hafa flestar af efstu konum tennisheimsins verið prófaðar einu sinni eða tvisvar á árinu. „Tennis hefur gefið mér svo mikið og er frábær íþrótt. Ég er að reyna að biðja um jafnrétti. Ef það þýðir að allir eigi að fara í próf fimm sinnum í mánuði, gerum það þá. Þetta snýst bara um að það sama gangi yfir alla og enginn einn sé tekinn út fyrir sviga. Tölurnar sýna að það sé verið að reyna að ýta mér út,“ sagði Williams. ...and it’s that time of the day to get “randomly” drug tested and only test Serena. Out of all the players it’s been proven I’m the one getting tested the most. Discrimination? I think so. At least I’ll be keeping the sport clean #StayPositive — Serena Williams (@serenawilliams) July 25, 2018 Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Sjá meira
Tennisdrottningin Serena Williams er einn mesti íþróttamaður heims. Hún tapaði úrslitaleiknum á Wimbledon risamótinu í tennis á dögunum, á hennar fjórða móti eftir barnsburð. Williams segir lyfjaeftirlit mismuna henni og hún sé sett í prófanir oftar en aðrir. Williams skrifaði færslu á Twitter í gær þar sem hún sagði: „Það er kominn þessi tími dags þar sem ég er „valin af handahófi“ til þess að fara í lyfjapróf og Serena er sú eina sem fer í próf. Það hefur verið sannað að ég sé prófuð oftast allra. Mismunun? Ég held það. Að minnsta kosti held ég íþróttinni hreinni.“ Hin 36 ára Williams átti sitt fyrsta barn 1. september 2017. Hún hefur aðeins keppt á fjórum mótum á árinu, að Wimbledon meðtöldu, en er sá tennis íþróttamaður sem hefur farið oftast í lyfjapróf árið 2018 samkvæmt opinberum tölum bandaríska lyfjaeftirlitsins. Williams ræddi málið á blaðamannafundi fyrir Wimbledon mótið þegar upp kom að hún hafi verið ósátt við starfsmann lyfjaeftirlitsins sem mætti fyrir utan hús hennar til þess að taka handahófskennt próf. „Afhverju á ég að fara í prófanir fimm sinnum í júní?" spurði Williams á blaðamannafundinum. Samkvæmt tölum bandaríska lyfjaeftirlitsins hafa flestar af efstu konum tennisheimsins verið prófaðar einu sinni eða tvisvar á árinu. „Tennis hefur gefið mér svo mikið og er frábær íþrótt. Ég er að reyna að biðja um jafnrétti. Ef það þýðir að allir eigi að fara í próf fimm sinnum í mánuði, gerum það þá. Þetta snýst bara um að það sama gangi yfir alla og enginn einn sé tekinn út fyrir sviga. Tölurnar sýna að það sé verið að reyna að ýta mér út,“ sagði Williams. ...and it’s that time of the day to get “randomly” drug tested and only test Serena. Out of all the players it’s been proven I’m the one getting tested the most. Discrimination? I think so. At least I’ll be keeping the sport clean #StayPositive — Serena Williams (@serenawilliams) July 25, 2018
Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Sjá meira