Rannsóknir sýna þó að á árum var vatn á yfirborð Mars og hefur Curiosity vélmennið fundið gömul stöðuvötn. Síðan þá hefur hitastig plánetunnar þó lækkað verulega og allt það vatn sem hingað til hefur fundist er frosið.
Þá hefur Curiosity einnig fundið lífrænar sameindir og metan á Mars, sem gefur til kynna að mögulega hafi plánetan eitt sinn hýst líf og geri jafnvel enn.
Sjá einnig: Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars
Með því að nota Marsis, ratsjá um borð í Mars Express geimfarinu sem er á braut um plánetuna, telja ítalskir vísindamenn að þeir hafi fundið vatnið en þeir vita ekki hve djúpt neðanjarðarstöðuvatnið sjálft er. Áætlað er að það sé í minnsta lagi metri að dýpt.

Ólíklegt þykir að líf gæti fundist í vatninu.
BBC bendir á að vísindamenn telji sig hafa fundið bakteríur undir suðurskauti Jarðarinnar en ólíklegt þykir að hægt væri að gera sambærilegar rannsóknir á Mars í náinni framtíð. Nauðsynlegt yrði að senda vélmenni til plánetunnar sem gæti borað sig í gegnum klaka sem er um einn og hálfur kílómetri að þykkt.
Vísindamennirnir vilja þó skoða yfirborð plánetunnar með nánari hætti og reyna að finna fleiri stöðuvötn undir yfirborði Mars.