Hellir víni í glös í stað þess að hella víni í sig Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Dóri segist ekki hafa brugðið sér í hlutverk barþjónsins síðan í fimmtugsafmæli móður sinnar FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN „Núna hafa nátúruvínsguðirnir kallað – og ég svara því kalli. Ég hef ekki „workað“ bar síðan í fimmtugsafmæli móður minnar og er nokkuð spenntur. Þetta vín sko – Action Bronson gerði myndband þar sem hann drekkur það og hann segir að honum hafi liðið eins og mamma hans hafi keypt handa honum NBA Jam Tournament Edition þegar hann fékk vínið í hendurnar. Ef einhver er að pæla í náttúruvínum og langar einhvern veginn að koma sér inn í þetta, þá er þetta svo góður staður til að byrja á, þetta er alveg bilaðslega skemmtilegt dæmi. Þetta er sumar í flösku og við erum stödd í sumrinu sem aldrei kom – þannig að við erum að flytja inn sumar í flösku beint frá hlíðum eldfjallsins Etnu,“ segir Halldór Halldórsson, Dóri DNA, en hann verður í eldlínunni í Mathöllinni Granda á sunnudaginn þar sem hann mun standa bak við barinn á Micro Roast og hella náttúruvíni í glös. Þar verður kynning á nýjum árgangi vínsins Susucaru, 2017, auk þess sem hinir fágætu kjúklingavængir frá KORE verða á tilboði – en þessa vængi má venjulega einungis kaupa á miðvikudögum. Dóri er, eins og blaðamaður segir strax við hann í upphafi viðtals, kannski þekktari fyrir að hella í sig náttúruvíni frekar en í glös annara, en það ættu fylgjendur hans á Twitter að kannast við, þar á bæ er hann duglegur við að tjá sig um þessi sérkennilegu vín. „Náttúruvín eru ekki verslun eins og við þekkjum hana – þú kannski gúglar eitthvað, finnur eitthvað á netinu … ég var að koma frá Valencia þar sem ég fann einhvern framleiðanda þannig, las að hann væri að selja vínið sitt á einhverjum markaði. Svo kem ég á markaðinn og spyr um „Mariano“ og fæ bara „því miður það er allt löngu búið“ – ég gref upp eftir einhverjum samböndum pínulítinn ítalskan stað þar sem þeir eru með náttúruvín, ég spyr þá um Mariano og þeir segja bara: „Mariano var hérna í bænum á miðvikudaginn – þú færð þetta í þessari hundrað ára gömlu vínbúð.“ Ég kem þangað og finn nokkrar flöskur. Svo lendi ég bara í því að ein Mariano er tekin af mér í tollinum – ég í alvörunni hugsaði með mér „þetta verður milliríkjadeila“.“ Halldór segist þó vera búinn að jafna sig á þessu og vera farinn að hlakka til sunnudagsins í staðinn. „Aðgengið að náttúruvíni er meira hérna heima en í Valencia, þriðju stærstu borg Spánar. Þetta er ekki síst tengdasyni Íslands að þakka, Christopher Melin, sem á fyrirtækið Berjamó. Hann er náttúruvínsdúddi í Danmörku og Berjamór flytur inn mikið af uppáhalds náttúruvíninu mínu. Hann rekur náttúruvínsverslun í Danmörku og er giftur íslenskri konu. Þetta er nú stundum þannig að Danir kynna okkur Íslendinga fyrir einhverju.“ Viðburðurinn fer fram á milli 18 og 22 á sunnudaginn næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
„Núna hafa nátúruvínsguðirnir kallað – og ég svara því kalli. Ég hef ekki „workað“ bar síðan í fimmtugsafmæli móður minnar og er nokkuð spenntur. Þetta vín sko – Action Bronson gerði myndband þar sem hann drekkur það og hann segir að honum hafi liðið eins og mamma hans hafi keypt handa honum NBA Jam Tournament Edition þegar hann fékk vínið í hendurnar. Ef einhver er að pæla í náttúruvínum og langar einhvern veginn að koma sér inn í þetta, þá er þetta svo góður staður til að byrja á, þetta er alveg bilaðslega skemmtilegt dæmi. Þetta er sumar í flösku og við erum stödd í sumrinu sem aldrei kom – þannig að við erum að flytja inn sumar í flösku beint frá hlíðum eldfjallsins Etnu,“ segir Halldór Halldórsson, Dóri DNA, en hann verður í eldlínunni í Mathöllinni Granda á sunnudaginn þar sem hann mun standa bak við barinn á Micro Roast og hella náttúruvíni í glös. Þar verður kynning á nýjum árgangi vínsins Susucaru, 2017, auk þess sem hinir fágætu kjúklingavængir frá KORE verða á tilboði – en þessa vængi má venjulega einungis kaupa á miðvikudögum. Dóri er, eins og blaðamaður segir strax við hann í upphafi viðtals, kannski þekktari fyrir að hella í sig náttúruvíni frekar en í glös annara, en það ættu fylgjendur hans á Twitter að kannast við, þar á bæ er hann duglegur við að tjá sig um þessi sérkennilegu vín. „Náttúruvín eru ekki verslun eins og við þekkjum hana – þú kannski gúglar eitthvað, finnur eitthvað á netinu … ég var að koma frá Valencia þar sem ég fann einhvern framleiðanda þannig, las að hann væri að selja vínið sitt á einhverjum markaði. Svo kem ég á markaðinn og spyr um „Mariano“ og fæ bara „því miður það er allt löngu búið“ – ég gref upp eftir einhverjum samböndum pínulítinn ítalskan stað þar sem þeir eru með náttúruvín, ég spyr þá um Mariano og þeir segja bara: „Mariano var hérna í bænum á miðvikudaginn – þú færð þetta í þessari hundrað ára gömlu vínbúð.“ Ég kem þangað og finn nokkrar flöskur. Svo lendi ég bara í því að ein Mariano er tekin af mér í tollinum – ég í alvörunni hugsaði með mér „þetta verður milliríkjadeila“.“ Halldór segist þó vera búinn að jafna sig á þessu og vera farinn að hlakka til sunnudagsins í staðinn. „Aðgengið að náttúruvíni er meira hérna heima en í Valencia, þriðju stærstu borg Spánar. Þetta er ekki síst tengdasyni Íslands að þakka, Christopher Melin, sem á fyrirtækið Berjamó. Hann er náttúruvínsdúddi í Danmörku og Berjamór flytur inn mikið af uppáhalds náttúruvíninu mínu. Hann rekur náttúruvínsverslun í Danmörku og er giftur íslenskri konu. Þetta er nú stundum þannig að Danir kynna okkur Íslendinga fyrir einhverju.“ Viðburðurinn fer fram á milli 18 og 22 á sunnudaginn næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira