Krókódílaperan slær í gegn Brynhildur Björnsdóttir skrifar 27. júlí 2018 10:00 Ristað brauð með avókadó er til í ýmsum útgáfum og gaman að prófa nýjar. Vísir/Getty Avókadó er um margt sérstakur ávöxtur. Flestir ávextir eru nánast eingöngu kolvetni en avókadó er ríkt af hollri fitu og fjölmargar rannsóknir vitna um jákvæð áhrif neyslu þess á mannslíkamann. Avókadó vex á avókadótrjám sem bera vísindanafnið Persea americana. Það hefur verið lofað fyrir næringargildi sitt, gott bragð og skemmtilega áferð enda er það orðið ein vinsælasta heilsufæða Vesturlanda og inniheldur tuttugu ólík vítamín og steinefni og er góð uppspretta trefja. Það eru margar tegundir af avókadó en vinsælast er svokallað Hass avókadó sem stundum er kallað krókódílapera vegna litar hýðisins og áferðar en á íslensku hefur avókadó einnig verið nefnt lárpera. Avókadó inniheldur hvorki kólesteról né salt og fitan í því er um 70% ómettuð og því einkar holl. Fitusýrurnar í avókadó eru taldar bólgueyðandi og virðast hafa jákvæð áhrif á gen sem tengjast krabbameinsmyndun. Avokadó er ríkt að mörgum vítamínum, til dæmis A-vítamíni sem er afar gott fyrir sjónina.Vísir/gettyÞá er avókadóolía einkar góður kostur í matseld. Að öllu þessu gefnu þá kemur ekki á óvart að rannsókn sem gerð var á rúmlega sautján þúsund þátttakendum sýndi að þeir sem borða avókadó eru grennri og almennt heilsuhraustari en þeir sem gera það ekki þó reyndar sé ekki hægt að alhæfa um hollustu avókadós út frá þessum niðurstöðum. Aðrar rannsóknir sýna þó með óyggjandi hætti að ef þú neytir avókadós með öðrum mat, einkum þó ávöxtum eða grænmeti þá stóreykst nýting á vítamínum og steinefnum úr þeim mat, einkum þó fituleysanlegum vítamínum eins og A-vítamíni sem hefur jákvæð áhrif á sjónina. Þá veitir avókadó góða seddutilfinningu sem dregur úr matarlyst og getur þannig stuðlað að þyngdartapi, auk þess að vera lítt hlaðið kolvetnum en ríkt af trefjum. Avókadó getur tekið tímann sinn í að þroskast enda oftast farið með það um langan veg áður en það endar á borðum Vesturlanda og það nær því sjaldnast að þroskast á trénu. Til að hraða á þroskun þess er hægt að vefja því inn í álpappir og setja inn í hundrað gráða heitan ofn í tíu mínútur en tíminn getur farið eftir því hversu harður ávöxturinn er. Þegar lárperan er orðin mjúk viðkomu er ráð að stinga henni í ísskápinn til kælingar áður en hennar er neytt.Gvakamóle er dásamleg ídýfa sem klæðir flestar tegundir af nasliVísir/GettyAlgengast er að borða avókadó sem ídýfuna gvakamóle þar sem avókadóið er maukað og blandað saman við smátt saxaðan tómat, chili, hvítlauk, lauk, limesafa og kóríander eða aðrar kryddjurtir eftir smekk. En avókadó er líka geysivinsælt sem álegg og hér fylgja nokkrar útgáfur af ristuðu brauði með avókadó. Dreypið góðri ólífuolíu á brauðið og raðið tómatsneiðum, mozzarella, avókadó og ferskri basilíku ofan á. Piprið og saltið með grófu salti. Smyrjið avókadómauki á brauðsneiðina, raðið bananasneiðum ofan á og dreypið hunangi yfir. Dreypið olíu yfir brauðið, raðið til skiptis rauðrófu og avókadósneiðum og klípið geitaost yfir. Stráið svo kurluðum pistasíuhnetum yfir alltsaman. Smyrjið avókadómauki á brauðið og setjið eggjahræru yfir. Saltið og piprið og setjið svo smátt skorið beikon yfir allt saman. Svo er einfaldasta aðferðin sem mörgum þykir best. Smyrjið ristaða brauðið meðan það er heitt eða dreypið olíu yfir. Skerið hvítlauksgeira langsum í tvennt og nuddið sárinu í brauðið og raðið svo avókadósneiðum yfir.Hollusta avokadós er óumdeild og meira að segja kisa lítur þessa ofurfæðu hýru auga.Vísir/gettyAð lokum er hér svo uppskrift að meinhollum súkkulaðibúðingi þar sem avókadó leikur að sjálfsögðu stórt hlutverk. 1 þroskað avókadó 2 msk. hunang eða agavesíróp ¼ bolli kakó ½ tsk. vanilludropar Salt eftir smekk 2 msk. mjólk (má nota soja- eða möndlumjólk) Skerið avókadó í tvennt og fjarlægið steininn. Skafið kjötið úr með skeið og setjið í matvinnsluvél. Setjið öll hin innihaldsefnin saman við og hrærið þar til blandan er orðin mjúk. Smakkið til og berið fram með ferskum ávöxtum eða berjum. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Sjá meira
Avókadó er um margt sérstakur ávöxtur. Flestir ávextir eru nánast eingöngu kolvetni en avókadó er ríkt af hollri fitu og fjölmargar rannsóknir vitna um jákvæð áhrif neyslu þess á mannslíkamann. Avókadó vex á avókadótrjám sem bera vísindanafnið Persea americana. Það hefur verið lofað fyrir næringargildi sitt, gott bragð og skemmtilega áferð enda er það orðið ein vinsælasta heilsufæða Vesturlanda og inniheldur tuttugu ólík vítamín og steinefni og er góð uppspretta trefja. Það eru margar tegundir af avókadó en vinsælast er svokallað Hass avókadó sem stundum er kallað krókódílapera vegna litar hýðisins og áferðar en á íslensku hefur avókadó einnig verið nefnt lárpera. Avókadó inniheldur hvorki kólesteról né salt og fitan í því er um 70% ómettuð og því einkar holl. Fitusýrurnar í avókadó eru taldar bólgueyðandi og virðast hafa jákvæð áhrif á gen sem tengjast krabbameinsmyndun. Avokadó er ríkt að mörgum vítamínum, til dæmis A-vítamíni sem er afar gott fyrir sjónina.Vísir/gettyÞá er avókadóolía einkar góður kostur í matseld. Að öllu þessu gefnu þá kemur ekki á óvart að rannsókn sem gerð var á rúmlega sautján þúsund þátttakendum sýndi að þeir sem borða avókadó eru grennri og almennt heilsuhraustari en þeir sem gera það ekki þó reyndar sé ekki hægt að alhæfa um hollustu avókadós út frá þessum niðurstöðum. Aðrar rannsóknir sýna þó með óyggjandi hætti að ef þú neytir avókadós með öðrum mat, einkum þó ávöxtum eða grænmeti þá stóreykst nýting á vítamínum og steinefnum úr þeim mat, einkum þó fituleysanlegum vítamínum eins og A-vítamíni sem hefur jákvæð áhrif á sjónina. Þá veitir avókadó góða seddutilfinningu sem dregur úr matarlyst og getur þannig stuðlað að þyngdartapi, auk þess að vera lítt hlaðið kolvetnum en ríkt af trefjum. Avókadó getur tekið tímann sinn í að þroskast enda oftast farið með það um langan veg áður en það endar á borðum Vesturlanda og það nær því sjaldnast að þroskast á trénu. Til að hraða á þroskun þess er hægt að vefja því inn í álpappir og setja inn í hundrað gráða heitan ofn í tíu mínútur en tíminn getur farið eftir því hversu harður ávöxturinn er. Þegar lárperan er orðin mjúk viðkomu er ráð að stinga henni í ísskápinn til kælingar áður en hennar er neytt.Gvakamóle er dásamleg ídýfa sem klæðir flestar tegundir af nasliVísir/GettyAlgengast er að borða avókadó sem ídýfuna gvakamóle þar sem avókadóið er maukað og blandað saman við smátt saxaðan tómat, chili, hvítlauk, lauk, limesafa og kóríander eða aðrar kryddjurtir eftir smekk. En avókadó er líka geysivinsælt sem álegg og hér fylgja nokkrar útgáfur af ristuðu brauði með avókadó. Dreypið góðri ólífuolíu á brauðið og raðið tómatsneiðum, mozzarella, avókadó og ferskri basilíku ofan á. Piprið og saltið með grófu salti. Smyrjið avókadómauki á brauðsneiðina, raðið bananasneiðum ofan á og dreypið hunangi yfir. Dreypið olíu yfir brauðið, raðið til skiptis rauðrófu og avókadósneiðum og klípið geitaost yfir. Stráið svo kurluðum pistasíuhnetum yfir alltsaman. Smyrjið avókadómauki á brauðið og setjið eggjahræru yfir. Saltið og piprið og setjið svo smátt skorið beikon yfir allt saman. Svo er einfaldasta aðferðin sem mörgum þykir best. Smyrjið ristaða brauðið meðan það er heitt eða dreypið olíu yfir. Skerið hvítlauksgeira langsum í tvennt og nuddið sárinu í brauðið og raðið svo avókadósneiðum yfir.Hollusta avokadós er óumdeild og meira að segja kisa lítur þessa ofurfæðu hýru auga.Vísir/gettyAð lokum er hér svo uppskrift að meinhollum súkkulaðibúðingi þar sem avókadó leikur að sjálfsögðu stórt hlutverk. 1 þroskað avókadó 2 msk. hunang eða agavesíróp ¼ bolli kakó ½ tsk. vanilludropar Salt eftir smekk 2 msk. mjólk (má nota soja- eða möndlumjólk) Skerið avókadó í tvennt og fjarlægið steininn. Skafið kjötið úr með skeið og setjið í matvinnsluvél. Setjið öll hin innihaldsefnin saman við og hrærið þar til blandan er orðin mjúk. Smakkið til og berið fram með ferskum ávöxtum eða berjum.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Sjá meira