Lagið ber nafnið Sorrí með mig og tala meðlimir sveitarinnar um að lagið sé einstaklega áheyrilegt.
Lagið er eftir Braga Valdimar Skúlason. Guðmundur Pálsson og Karl Sigurðsson flytja lagið ásamt fríðu föruneyti.
Baggalútur gaf út sína fyrstu plötu árið 2005 en það eru jólatónleikar þeirra í Háskólabíó sem sveitin er helst þekkt fyrir í dag.
Hópurinn vakti fyrst athygli hér á landi þegar þeir stofnuðu vefsíðuna Baggalútur.is árið 2001.
Hér að neðan má hlusta nýja lagið.