Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 16:00 Trump segist ekki hafa haft hugmynd um fundinn með Rússunum. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Tilgangur fundarins var aðstoða Trump í kosningabaráttunni en rússneskur lögfræðingur sagðist búa yfir óþægilegum upplýsingum um mótframbjóðandann, Hillary Clinton, sem hann vildi láta kosningaliði Trump í té. Eins og greint var frá á Vísi í morgun hefur Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, sagt að forsetinn hafi vitað fyrirfram af fundinum. Trump fór síðan á Twitter í dag og þvertók fyrir að hafa vitað af fundinum. Þá sagði hann að honum virtist sem Cohen væri að reyna að búa til sögur til þess að koma sér út úr alls ótengdu vandamáli......I did NOT know of the meeting with my son, Don jr. Sounds to me like someone is trying to make up stories in order to get himself out of an unrelated jam (Taxi cabs maybe?). He even retained Bill and Crooked Hillary's lawyer. Gee, I wonder if they helped him make the choice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2018 Spurði Trump síðan, innan sviga, hvort það tengdist kannski leigubílum en fjölmiðlar ytra hafa fjallað nokkuð um fjárfestingar Cohen á leigubílamarkaðnum í New York og hversu mikið hann hefur tapað á þeim vegna tilkomu fyrirtækja á borð við Uber. Á meðal þeirra sem sóttu Rússafundinn fræga voru sonur Trump, Donald Trump yngri, tengdasonur Trump og svo kosningastjórinn hans. Allir hafa þeir, auk Trump, ítrekað sagt að engar óþægilegar upplýsingar um Clinton hafi komið fram á fundinum. Rudy Giuliani, núverandi lögmaður Trump, lét Cohen líka heyra það vegna fréttanna um að Trump hafi vitað af Rússafundinum. „Hann hefur verið að ljúga alla vikuna, hann hefur verið að ljúga í mörg ár,“ sagði Giuliani. Það að hann hafi sagt að Cohen hafi verið að ljúga í mörg ár gæti komið sér illa fyrir Trump þar sem Cohen vann fyrir hann í nokkur ár. Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Tilgangur fundarins var aðstoða Trump í kosningabaráttunni en rússneskur lögfræðingur sagðist búa yfir óþægilegum upplýsingum um mótframbjóðandann, Hillary Clinton, sem hann vildi láta kosningaliði Trump í té. Eins og greint var frá á Vísi í morgun hefur Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, sagt að forsetinn hafi vitað fyrirfram af fundinum. Trump fór síðan á Twitter í dag og þvertók fyrir að hafa vitað af fundinum. Þá sagði hann að honum virtist sem Cohen væri að reyna að búa til sögur til þess að koma sér út úr alls ótengdu vandamáli......I did NOT know of the meeting with my son, Don jr. Sounds to me like someone is trying to make up stories in order to get himself out of an unrelated jam (Taxi cabs maybe?). He even retained Bill and Crooked Hillary's lawyer. Gee, I wonder if they helped him make the choice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2018 Spurði Trump síðan, innan sviga, hvort það tengdist kannski leigubílum en fjölmiðlar ytra hafa fjallað nokkuð um fjárfestingar Cohen á leigubílamarkaðnum í New York og hversu mikið hann hefur tapað á þeim vegna tilkomu fyrirtækja á borð við Uber. Á meðal þeirra sem sóttu Rússafundinn fræga voru sonur Trump, Donald Trump yngri, tengdasonur Trump og svo kosningastjórinn hans. Allir hafa þeir, auk Trump, ítrekað sagt að engar óþægilegar upplýsingar um Clinton hafi komið fram á fundinum. Rudy Giuliani, núverandi lögmaður Trump, lét Cohen líka heyra það vegna fréttanna um að Trump hafi vitað af Rússafundinum. „Hann hefur verið að ljúga alla vikuna, hann hefur verið að ljúga í mörg ár,“ sagði Giuliani. Það að hann hafi sagt að Cohen hafi verið að ljúga í mörg ár gæti komið sér illa fyrir Trump þar sem Cohen vann fyrir hann í nokkur ár.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37
Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26