Ekki eins og Jóakim önd Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. júlí 2018 08:00 Í kjölfar hrunsins, uppljóstrana um Panamaskjölin og annan ósóma, sem ekki skal tíundaður hér, jókst tortryggni í garð auðmanna mjög. Enn gerir það býsna mikla lukku hjá stórum hóp þegar illu orði er vikið að þeim einstaklingum sem vitað er að eru sterkefnaðir. Þá er gert ráð fyrir að þeir líkist Jóakim Aðalönd í því að kunna hvergi betur við sig en þar sem þeir geta svamlað í auði sínum og borist sem allra mest á. Um leið er sjálfkrafa reiknað með að þeir leiti sem flestra leiða til að koma sér undan því að greiða sitt til samfélagsins. Nú er það vissulega svo að margur verður að aurum api, eins og átakanleg dæmi eru um. Það eru örugglega einhverjir auðmenn sem haga sér líkt og Jóakim Aðalönd sé þeirra sanna fyrirmynd og þrá ekkert annað en að sitja einir að gróða sínum. Engan veginn er þó víst að þetta séu örlög allra þeirra einstaklinga sem eiga svo miklu meira en þeir hafa þörf fyrir. Það er einmitt ástæða til að ætla að þó nokkrir hinna sterkefnuðu hafi ríkan vilja og áhuga á að leggja sitt af mörkum til að efla og auðga samfélag sitt. Það eru ótal leiðir til þess og ein er að styðja við listir í landinu. Á dögunum var Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, í viðtali í Fréttablaðinu. Þar kom fram að safnið hefur ekki fjárhagsleg tök á því að kaupa öll þau verk sem mikilvægt er að það eigi. Ekki eru það góð tíðindi. Ef þetta stærsta listasafn landsins á að standa undir nafni verður safneignin að samanstanda af verkum sem nokkuð öruggt er að séu og verði hluti af íslenskri listasögu. Þetta virðist vart hægt án utanaðkomandi fjárhagsaðstoðar. Ólöf Kristín reifaði í viðtalinu þá hugmynd að stofna stuðningshóp utan um innkaup safnsins, eins og þekkt er erlendis. Fjársterkir einstaklingar myndu þá leggja fram verulegar upphæðir til að efla og styrkja innkaupin. Þessi hugmynd safnstjórans er örugglega lögð fram í þeirri vissu að hópur einstaklinga sé einmitt áhugasamur um þetta. Þar er um að ræða fólk sem hefur lifandi áhuga á listum, á örugglega gott einkasafn listaverka og gæti látið sér nægja að bæta við það, en hugsar dýpra og lengra fram í tímann. Það veit hversu gjöful listin er, finnst að sem flestir eigi að njóta hennar og er tilbúið að leggja sitt af mörkum til þess. Þegar gengið er inn í Listasafn Reykjavíkur, hvort sem þar er um að ræða Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn eða Hafnarhúsið, ætti listunnandi að geta verið viss um að listrænn metnaður sé þar í fyrirrúmi og að vel hafi verið hugað að kaupum á listaverkum. Ef sterkefnað fólk hér á landi getur stuðlað að því að listasöfn hér á landi verði sem veglegust þá er ekki ástæða til annars en að fagna innilega og þakka kærlega fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar hrunsins, uppljóstrana um Panamaskjölin og annan ósóma, sem ekki skal tíundaður hér, jókst tortryggni í garð auðmanna mjög. Enn gerir það býsna mikla lukku hjá stórum hóp þegar illu orði er vikið að þeim einstaklingum sem vitað er að eru sterkefnaðir. Þá er gert ráð fyrir að þeir líkist Jóakim Aðalönd í því að kunna hvergi betur við sig en þar sem þeir geta svamlað í auði sínum og borist sem allra mest á. Um leið er sjálfkrafa reiknað með að þeir leiti sem flestra leiða til að koma sér undan því að greiða sitt til samfélagsins. Nú er það vissulega svo að margur verður að aurum api, eins og átakanleg dæmi eru um. Það eru örugglega einhverjir auðmenn sem haga sér líkt og Jóakim Aðalönd sé þeirra sanna fyrirmynd og þrá ekkert annað en að sitja einir að gróða sínum. Engan veginn er þó víst að þetta séu örlög allra þeirra einstaklinga sem eiga svo miklu meira en þeir hafa þörf fyrir. Það er einmitt ástæða til að ætla að þó nokkrir hinna sterkefnuðu hafi ríkan vilja og áhuga á að leggja sitt af mörkum til að efla og auðga samfélag sitt. Það eru ótal leiðir til þess og ein er að styðja við listir í landinu. Á dögunum var Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, í viðtali í Fréttablaðinu. Þar kom fram að safnið hefur ekki fjárhagsleg tök á því að kaupa öll þau verk sem mikilvægt er að það eigi. Ekki eru það góð tíðindi. Ef þetta stærsta listasafn landsins á að standa undir nafni verður safneignin að samanstanda af verkum sem nokkuð öruggt er að séu og verði hluti af íslenskri listasögu. Þetta virðist vart hægt án utanaðkomandi fjárhagsaðstoðar. Ólöf Kristín reifaði í viðtalinu þá hugmynd að stofna stuðningshóp utan um innkaup safnsins, eins og þekkt er erlendis. Fjársterkir einstaklingar myndu þá leggja fram verulegar upphæðir til að efla og styrkja innkaupin. Þessi hugmynd safnstjórans er örugglega lögð fram í þeirri vissu að hópur einstaklinga sé einmitt áhugasamur um þetta. Þar er um að ræða fólk sem hefur lifandi áhuga á listum, á örugglega gott einkasafn listaverka og gæti látið sér nægja að bæta við það, en hugsar dýpra og lengra fram í tímann. Það veit hversu gjöful listin er, finnst að sem flestir eigi að njóta hennar og er tilbúið að leggja sitt af mörkum til þess. Þegar gengið er inn í Listasafn Reykjavíkur, hvort sem þar er um að ræða Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn eða Hafnarhúsið, ætti listunnandi að geta verið viss um að listrænn metnaður sé þar í fyrirrúmi og að vel hafi verið hugað að kaupum á listaverkum. Ef sterkefnað fólk hér á landi getur stuðlað að því að listasöfn hér á landi verði sem veglegust þá er ekki ástæða til annars en að fagna innilega og þakka kærlega fyrir sig.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun