Ekki eins og Jóakim önd Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. júlí 2018 08:00 Í kjölfar hrunsins, uppljóstrana um Panamaskjölin og annan ósóma, sem ekki skal tíundaður hér, jókst tortryggni í garð auðmanna mjög. Enn gerir það býsna mikla lukku hjá stórum hóp þegar illu orði er vikið að þeim einstaklingum sem vitað er að eru sterkefnaðir. Þá er gert ráð fyrir að þeir líkist Jóakim Aðalönd í því að kunna hvergi betur við sig en þar sem þeir geta svamlað í auði sínum og borist sem allra mest á. Um leið er sjálfkrafa reiknað með að þeir leiti sem flestra leiða til að koma sér undan því að greiða sitt til samfélagsins. Nú er það vissulega svo að margur verður að aurum api, eins og átakanleg dæmi eru um. Það eru örugglega einhverjir auðmenn sem haga sér líkt og Jóakim Aðalönd sé þeirra sanna fyrirmynd og þrá ekkert annað en að sitja einir að gróða sínum. Engan veginn er þó víst að þetta séu örlög allra þeirra einstaklinga sem eiga svo miklu meira en þeir hafa þörf fyrir. Það er einmitt ástæða til að ætla að þó nokkrir hinna sterkefnuðu hafi ríkan vilja og áhuga á að leggja sitt af mörkum til að efla og auðga samfélag sitt. Það eru ótal leiðir til þess og ein er að styðja við listir í landinu. Á dögunum var Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, í viðtali í Fréttablaðinu. Þar kom fram að safnið hefur ekki fjárhagsleg tök á því að kaupa öll þau verk sem mikilvægt er að það eigi. Ekki eru það góð tíðindi. Ef þetta stærsta listasafn landsins á að standa undir nafni verður safneignin að samanstanda af verkum sem nokkuð öruggt er að séu og verði hluti af íslenskri listasögu. Þetta virðist vart hægt án utanaðkomandi fjárhagsaðstoðar. Ólöf Kristín reifaði í viðtalinu þá hugmynd að stofna stuðningshóp utan um innkaup safnsins, eins og þekkt er erlendis. Fjársterkir einstaklingar myndu þá leggja fram verulegar upphæðir til að efla og styrkja innkaupin. Þessi hugmynd safnstjórans er örugglega lögð fram í þeirri vissu að hópur einstaklinga sé einmitt áhugasamur um þetta. Þar er um að ræða fólk sem hefur lifandi áhuga á listum, á örugglega gott einkasafn listaverka og gæti látið sér nægja að bæta við það, en hugsar dýpra og lengra fram í tímann. Það veit hversu gjöful listin er, finnst að sem flestir eigi að njóta hennar og er tilbúið að leggja sitt af mörkum til þess. Þegar gengið er inn í Listasafn Reykjavíkur, hvort sem þar er um að ræða Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn eða Hafnarhúsið, ætti listunnandi að geta verið viss um að listrænn metnaður sé þar í fyrirrúmi og að vel hafi verið hugað að kaupum á listaverkum. Ef sterkefnað fólk hér á landi getur stuðlað að því að listasöfn hér á landi verði sem veglegust þá er ekki ástæða til annars en að fagna innilega og þakka kærlega fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Í kjölfar hrunsins, uppljóstrana um Panamaskjölin og annan ósóma, sem ekki skal tíundaður hér, jókst tortryggni í garð auðmanna mjög. Enn gerir það býsna mikla lukku hjá stórum hóp þegar illu orði er vikið að þeim einstaklingum sem vitað er að eru sterkefnaðir. Þá er gert ráð fyrir að þeir líkist Jóakim Aðalönd í því að kunna hvergi betur við sig en þar sem þeir geta svamlað í auði sínum og borist sem allra mest á. Um leið er sjálfkrafa reiknað með að þeir leiti sem flestra leiða til að koma sér undan því að greiða sitt til samfélagsins. Nú er það vissulega svo að margur verður að aurum api, eins og átakanleg dæmi eru um. Það eru örugglega einhverjir auðmenn sem haga sér líkt og Jóakim Aðalönd sé þeirra sanna fyrirmynd og þrá ekkert annað en að sitja einir að gróða sínum. Engan veginn er þó víst að þetta séu örlög allra þeirra einstaklinga sem eiga svo miklu meira en þeir hafa þörf fyrir. Það er einmitt ástæða til að ætla að þó nokkrir hinna sterkefnuðu hafi ríkan vilja og áhuga á að leggja sitt af mörkum til að efla og auðga samfélag sitt. Það eru ótal leiðir til þess og ein er að styðja við listir í landinu. Á dögunum var Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, í viðtali í Fréttablaðinu. Þar kom fram að safnið hefur ekki fjárhagsleg tök á því að kaupa öll þau verk sem mikilvægt er að það eigi. Ekki eru það góð tíðindi. Ef þetta stærsta listasafn landsins á að standa undir nafni verður safneignin að samanstanda af verkum sem nokkuð öruggt er að séu og verði hluti af íslenskri listasögu. Þetta virðist vart hægt án utanaðkomandi fjárhagsaðstoðar. Ólöf Kristín reifaði í viðtalinu þá hugmynd að stofna stuðningshóp utan um innkaup safnsins, eins og þekkt er erlendis. Fjársterkir einstaklingar myndu þá leggja fram verulegar upphæðir til að efla og styrkja innkaupin. Þessi hugmynd safnstjórans er örugglega lögð fram í þeirri vissu að hópur einstaklinga sé einmitt áhugasamur um þetta. Þar er um að ræða fólk sem hefur lifandi áhuga á listum, á örugglega gott einkasafn listaverka og gæti látið sér nægja að bæta við það, en hugsar dýpra og lengra fram í tímann. Það veit hversu gjöful listin er, finnst að sem flestir eigi að njóta hennar og er tilbúið að leggja sitt af mörkum til þess. Þegar gengið er inn í Listasafn Reykjavíkur, hvort sem þar er um að ræða Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn eða Hafnarhúsið, ætti listunnandi að geta verið viss um að listrænn metnaður sé þar í fyrirrúmi og að vel hafi verið hugað að kaupum á listaverkum. Ef sterkefnað fólk hér á landi getur stuðlað að því að listasöfn hér á landi verði sem veglegust þá er ekki ástæða til annars en að fagna innilega og þakka kærlega fyrir sig.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun