Dæmi um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður í leikskólum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júlí 2018 22:00 Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margar stöður á eftir að manna á leikskólum Reykjavíkurborgar í haust og mun það ekki liggja fyrir fyrr en eftir miðjan ágúst samkvæmt svörum frá borginni. Samkvæmt síðustu tölum frá því í júní vantaði 175 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólakennara vantar einnig til starfa í öðrum sveitarfélögum en í fæstum tilfellum hafa verið teknar saman tölur yfir það hversu marga vantar til starfa. Foreldrar þurfa margir að gera aðrar ráðstafanir, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir leikskólaplássi í haust. Þeirra á meðal eru Sigrún Erla Ólafsdóttir og Albert Hauksson, foreldrar Margrétar Maríu sem er 15 mánaða, en þau eru búsett í Kópavogi. „Við vorum í þeirri stöðu að við fengum leikskólapláss fyrir hana núna í vor, sem sagt hún átti að fá inn í haust, með fyrirvara um að myndi nást að manna,“ segir Sigrún.Margrét María er 15 mánaða.Vísir/skjáskotFyrr í sumar fengu þau póst um að ekki væri búið að manna lausar stöður og þeim ráðlagt að gera aðrar ráðstafanir þar sem óljóst væri hvenær hægt yrði að hefja aðlögun. Ráðlagt væri að segja ekki upp núverandi plássi hjá dagmömmu. „Þá í rauninni varð manni aðeins um því að við vorum ekki með neitt pláss til að segja ekki upp af því við höfðum ekki fengið neitt dagmömmu pláss um vorið. Þannig það leið og beið og við ætluðum bara aðeins að sjá hvernig þetta myndi fara í sumar og krossuðum alla fingur og tær að einhver myndi sækja um,“ segir Sigrún. Í ljós kom svo að fyrir mistök hafði gleymst að framlengja umsóknarfrest um lausar stöður á leikskólanum. Sigrún og Albert leituðu á mátt samfélagsmiðla og tókst þannig að fá pláss fyrir Margréti Maríu hjá dagmömmu í fyrsta sinn. Þau telja sig þó heppin því ekki séu allir í sömu stöðu. „Við höfum skipst á að vera með stelpuna heima eða taka hana með okkur í vinnuna, bara reynt að láta þetta virka,“ segir Albert. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Sækja um pláss hjá uppbókuðum dagforeldrum daginn eftir jákvætt óléttupróf Tvö hitamál brenna á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. 17. maí 2018 10:00 Leggja fram tillögur til að bæta dagforeldrakerfið Starfshópur um dagforeldrakerfið í Reykjavík hefur skilað inn tillögum til skóla- og frístundaráðs borgarinnar. 28. júní 2018 13:30 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margar stöður á eftir að manna á leikskólum Reykjavíkurborgar í haust og mun það ekki liggja fyrir fyrr en eftir miðjan ágúst samkvæmt svörum frá borginni. Samkvæmt síðustu tölum frá því í júní vantaði 175 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólakennara vantar einnig til starfa í öðrum sveitarfélögum en í fæstum tilfellum hafa verið teknar saman tölur yfir það hversu marga vantar til starfa. Foreldrar þurfa margir að gera aðrar ráðstafanir, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir leikskólaplássi í haust. Þeirra á meðal eru Sigrún Erla Ólafsdóttir og Albert Hauksson, foreldrar Margrétar Maríu sem er 15 mánaða, en þau eru búsett í Kópavogi. „Við vorum í þeirri stöðu að við fengum leikskólapláss fyrir hana núna í vor, sem sagt hún átti að fá inn í haust, með fyrirvara um að myndi nást að manna,“ segir Sigrún.Margrét María er 15 mánaða.Vísir/skjáskotFyrr í sumar fengu þau póst um að ekki væri búið að manna lausar stöður og þeim ráðlagt að gera aðrar ráðstafanir þar sem óljóst væri hvenær hægt yrði að hefja aðlögun. Ráðlagt væri að segja ekki upp núverandi plássi hjá dagmömmu. „Þá í rauninni varð manni aðeins um því að við vorum ekki með neitt pláss til að segja ekki upp af því við höfðum ekki fengið neitt dagmömmu pláss um vorið. Þannig það leið og beið og við ætluðum bara aðeins að sjá hvernig þetta myndi fara í sumar og krossuðum alla fingur og tær að einhver myndi sækja um,“ segir Sigrún. Í ljós kom svo að fyrir mistök hafði gleymst að framlengja umsóknarfrest um lausar stöður á leikskólanum. Sigrún og Albert leituðu á mátt samfélagsmiðla og tókst þannig að fá pláss fyrir Margréti Maríu hjá dagmömmu í fyrsta sinn. Þau telja sig þó heppin því ekki séu allir í sömu stöðu. „Við höfum skipst á að vera með stelpuna heima eða taka hana með okkur í vinnuna, bara reynt að láta þetta virka,“ segir Albert.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Sækja um pláss hjá uppbókuðum dagforeldrum daginn eftir jákvætt óléttupróf Tvö hitamál brenna á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. 17. maí 2018 10:00 Leggja fram tillögur til að bæta dagforeldrakerfið Starfshópur um dagforeldrakerfið í Reykjavík hefur skilað inn tillögum til skóla- og frístundaráðs borgarinnar. 28. júní 2018 13:30 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45
Sækja um pláss hjá uppbókuðum dagforeldrum daginn eftir jákvætt óléttupróf Tvö hitamál brenna á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. 17. maí 2018 10:00
Leggja fram tillögur til að bæta dagforeldrakerfið Starfshópur um dagforeldrakerfið í Reykjavík hefur skilað inn tillögum til skóla- og frístundaráðs borgarinnar. 28. júní 2018 13:30