Cardi B gaf út plötuna „Invasion of Privacy“ síðastliðinn apríl. Platan hlaut góðar móttökur frá bæði aðdáendum sem og gagnrýnendum.
Óvíst er hvort Cardi ætli að gefa út nýja plötu eða nokkur lög, en í sömu Instagram útsendingu sagði hún að hún sé búin að vera koma fram þónokkrum lögum annara tónlistarmanna, og þau ættu að koma út í ágúst.
Eins og Vísir hefur fjallað um eignaðist Cardi dóttur í síðasta mánuði og hætti þess vegna við að fara á tónleikaferðalag með Bruno Mars.
Í Instagram útsendingunni hughreystir hún aðdáendur sína sem hafa kannski haldið að þeir fái ekki að sjá jafn mikið af henni vegna nýfædds barns hennar: „Ég ætla að vinna, lífið mitt er alls ekki búið, ég þarf bara að taka mér smá pásu, bara fyrir líkamann minn.“
Hér að neðan má sjá brot úr Instagram útsendingu Cardi.
#CardiB announces she’s releasing a new project this fall. Also, the #Ring music video with #Kehlani is coming in August.
A post shared by Hip Hop N More (@hiphopnmore) on Jul 26, 2018 at 11:10pm PDT