Bókunarrisi hættir viðskiptum við Seaworld Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2018 17:41 Háhyrningahald er umdeilt. Seaworld Bókunarþjónustan Thomas Cook mun hætta sölu á ferðum í sædýragarða þar sem finna má háhyrninga. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu, sem birtist á heimasíðu þess í dag, segir að um 90% allra viðskiptavina Thomas Cook hafi áhyggjur af velferð dýranna. Aðgerðir Thomas Cook beinast að tveimur sædýragörðum; annars vegar Seaworld á Flórída og hins vegar Loro Parque á Tenerife. Haft er eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Þrátt fyrir að umræddir garðar hafi gripið til ýmissa aðgerða á síðustu misserum til að bæta vist háhyrninganna telji Thomas Cook það ekki duga til. Ferðarisinn hafi fundað með dýraverndunarsamtökum og sérfræðingum sem lýst hafi miklum áhyggjum af aðstæðum dýranna. „Þar að auki bendir endurgjöf frá viðskiptavinum okkar til að um 90% þeirra telji mikilvægt að fyrirtækið hafi velferð dýra í fyrirúmi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ljósi þessarar samstöðu hafi Thomas Cook ekki getað látið skoðanir viðskiptavinanna framhjá sér fara. Seaworld hefur lýst því yfir að sædýragarðurinn muni ekki fá til sín fleiri háhyrninga í framtíðinni. Dýrin sem nú má finna í garðinum verði þar þó áfram - „þar sem viðskiptavinir okkar geta áfram heilsað upp á þau á næstu árum,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu frá Seaworld. Garðurinn muni að sama skapi „halda áfram að bæta aðstæður“ dýranna. Háhyrningahald hefur verið harðlega gagnrýnt á síðustu árum, ekki síst eftir útgáfu myndarinnar Blackfish sem frumsýnd var árið 2013. Þar var fylgst með raunum og vist háhyrningsins Tilikum í Seaworld, en hann drapst í fyrra.Thomas Cook innleiddi nýja dýravelferðarstefnu á síðasta ári. Hún fól meðal annars í sér endurskoðun á því við hvaða dýragarða fyrirtækið verslaði. Endurskoðunin varð til þess að um 29 fyrirtæki lentu á svörtum lista Thomas Cook. Þeim er gert að bæta aðbúnað dýranna, vilji þau að ferðarisinn haldi áfram viðskiptum við garðana. Dýr Tengdar fréttir Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06 Harry Styles kennt um versnandi orðspor SeaWorld Slæm umfjöllun um garðinn hófst þegar heimildarmyndin Blackfish var frumsýnd. 1. september 2015 16:28 Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar frumsýningar heimildarmyndarinnar Blackfish þar sem meðferð garðsins á háhyrningum er harðlega gagnrýnd. 12. desember 2014 09:49 Íslenski drápshvalurinn Tilikum dauður Tilikum var stórstjarna í lifanda lífi eftir að kvikmyndin Blackfish fór sigurför um heiminn. 6. janúar 2017 16:01 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Bókunarþjónustan Thomas Cook mun hætta sölu á ferðum í sædýragarða þar sem finna má háhyrninga. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu, sem birtist á heimasíðu þess í dag, segir að um 90% allra viðskiptavina Thomas Cook hafi áhyggjur af velferð dýranna. Aðgerðir Thomas Cook beinast að tveimur sædýragörðum; annars vegar Seaworld á Flórída og hins vegar Loro Parque á Tenerife. Haft er eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Þrátt fyrir að umræddir garðar hafi gripið til ýmissa aðgerða á síðustu misserum til að bæta vist háhyrninganna telji Thomas Cook það ekki duga til. Ferðarisinn hafi fundað með dýraverndunarsamtökum og sérfræðingum sem lýst hafi miklum áhyggjum af aðstæðum dýranna. „Þar að auki bendir endurgjöf frá viðskiptavinum okkar til að um 90% þeirra telji mikilvægt að fyrirtækið hafi velferð dýra í fyrirúmi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ljósi þessarar samstöðu hafi Thomas Cook ekki getað látið skoðanir viðskiptavinanna framhjá sér fara. Seaworld hefur lýst því yfir að sædýragarðurinn muni ekki fá til sín fleiri háhyrninga í framtíðinni. Dýrin sem nú má finna í garðinum verði þar þó áfram - „þar sem viðskiptavinir okkar geta áfram heilsað upp á þau á næstu árum,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu frá Seaworld. Garðurinn muni að sama skapi „halda áfram að bæta aðstæður“ dýranna. Háhyrningahald hefur verið harðlega gagnrýnt á síðustu árum, ekki síst eftir útgáfu myndarinnar Blackfish sem frumsýnd var árið 2013. Þar var fylgst með raunum og vist háhyrningsins Tilikum í Seaworld, en hann drapst í fyrra.Thomas Cook innleiddi nýja dýravelferðarstefnu á síðasta ári. Hún fól meðal annars í sér endurskoðun á því við hvaða dýragarða fyrirtækið verslaði. Endurskoðunin varð til þess að um 29 fyrirtæki lentu á svörtum lista Thomas Cook. Þeim er gert að bæta aðbúnað dýranna, vilji þau að ferðarisinn haldi áfram viðskiptum við garðana.
Dýr Tengdar fréttir Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06 Harry Styles kennt um versnandi orðspor SeaWorld Slæm umfjöllun um garðinn hófst þegar heimildarmyndin Blackfish var frumsýnd. 1. september 2015 16:28 Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar frumsýningar heimildarmyndarinnar Blackfish þar sem meðferð garðsins á háhyrningum er harðlega gagnrýnd. 12. desember 2014 09:49 Íslenski drápshvalurinn Tilikum dauður Tilikum var stórstjarna í lifanda lífi eftir að kvikmyndin Blackfish fór sigurför um heiminn. 6. janúar 2017 16:01 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06
Harry Styles kennt um versnandi orðspor SeaWorld Slæm umfjöllun um garðinn hófst þegar heimildarmyndin Blackfish var frumsýnd. 1. september 2015 16:28
Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar frumsýningar heimildarmyndarinnar Blackfish þar sem meðferð garðsins á háhyrningum er harðlega gagnrýnd. 12. desember 2014 09:49
Íslenski drápshvalurinn Tilikum dauður Tilikum var stórstjarna í lifanda lífi eftir að kvikmyndin Blackfish fór sigurför um heiminn. 6. janúar 2017 16:01