Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. júlí 2018 19:00 Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ekkert nýtt í því að forsvarsmenn atvinnulífsins haldi því fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana í næstu kjarasamningum líkt og kom fram hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Samtaka iðnaðarins í gær. „Við höfum heyrt áður þessa plötu hræðsluáróðurs. Henni hefur ávallt verið skellt á fóninni. Árið 2015 spáðu Samtök atvinnulífsins til dæmis 20% hækkun á verðbólgu vegna kjarasamninganna þá en raunin varð 2% verðbólga. Ég vísa þessu því til föðurhúsanna,“ segir Vilhjálmur. Hann segir stjórnvöld geta forðað gríðarlegri baráttu á vinnumarkaði. „Þau þurfa að ná niður vöxtum, afnema verðtryggingu, taka húsnæðisliðinn út, minnka skattbyrði tekjulægstu hópanna, hækka barnabætur sem hafa nánast þurrkast hér út og svona mætti lengi telja, “ segir hann. Vilhjálmur spáir vetrarhörku í kjaramálum taki stjórnvöld ekki við sér og komi á róttækum kerfisbreytingum. „Ef að stjórnvöld verða ekki tilbúin þá held ég að sé óhætt að segja að frostaveturinn mikli sem var hér 1918 skelli á í kjaramálum,“ segir hann.Stjórnvöld beri ábyrgð Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er á sama máli og segir kjaramálin í höndum stjórnvalda. „Ábyrgðin á þessari stöðu er í höndum stjórnvalda og þau þurfa að koma með aðrar lausnir en hafa verið kynntar,“ segir hann. Úrskurður kjararáðs um hækkun launa hafi hleypt illu blóði í launþega. „Fólk er ekki sátt við það að þeim sé skenkt lakari staða en stjórnvöld hafa þegið. Þá er er búin að vera meiri verkfallstíðni á Íslandi vegna þessa en við höfum séð býsnla leng. Því er ekkert að linna því miður,“ segir hann. Kjaramál Tengdar fréttir Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra Tilefni færslu Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans sem nemur 1,2 milljónum á mánuði. 3. júlí 2018 12:39 Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ekkert nýtt í því að forsvarsmenn atvinnulífsins haldi því fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana í næstu kjarasamningum líkt og kom fram hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Samtaka iðnaðarins í gær. „Við höfum heyrt áður þessa plötu hræðsluáróðurs. Henni hefur ávallt verið skellt á fóninni. Árið 2015 spáðu Samtök atvinnulífsins til dæmis 20% hækkun á verðbólgu vegna kjarasamninganna þá en raunin varð 2% verðbólga. Ég vísa þessu því til föðurhúsanna,“ segir Vilhjálmur. Hann segir stjórnvöld geta forðað gríðarlegri baráttu á vinnumarkaði. „Þau þurfa að ná niður vöxtum, afnema verðtryggingu, taka húsnæðisliðinn út, minnka skattbyrði tekjulægstu hópanna, hækka barnabætur sem hafa nánast þurrkast hér út og svona mætti lengi telja, “ segir hann. Vilhjálmur spáir vetrarhörku í kjaramálum taki stjórnvöld ekki við sér og komi á róttækum kerfisbreytingum. „Ef að stjórnvöld verða ekki tilbúin þá held ég að sé óhætt að segja að frostaveturinn mikli sem var hér 1918 skelli á í kjaramálum,“ segir hann.Stjórnvöld beri ábyrgð Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er á sama máli og segir kjaramálin í höndum stjórnvalda. „Ábyrgðin á þessari stöðu er í höndum stjórnvalda og þau þurfa að koma með aðrar lausnir en hafa verið kynntar,“ segir hann. Úrskurður kjararáðs um hækkun launa hafi hleypt illu blóði í launþega. „Fólk er ekki sátt við það að þeim sé skenkt lakari staða en stjórnvöld hafa þegið. Þá er er búin að vera meiri verkfallstíðni á Íslandi vegna þessa en við höfum séð býsnla leng. Því er ekkert að linna því miður,“ segir hann.
Kjaramál Tengdar fréttir Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra Tilefni færslu Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans sem nemur 1,2 milljónum á mánuði. 3. júlí 2018 12:39 Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00 Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra Tilefni færslu Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsleiðtoga á Akranesi, er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans sem nemur 1,2 milljónum á mánuði. 3. júlí 2018 12:39
Vendipunktur í verðbólguþróun Undanfarin fjögur ár hafa innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Nú er gengi krónu hætt að styrkjast, olíuverð hefur hækkað um 43% á einu ári og verðbólga færist nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum. 3. maí 2018 06:00
Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00
VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30