Ef ekki hvítabjörn, þá „ógnvænlegasta kind allra tíma“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. júlí 2018 15:40 Leit að hvítabirninum hefur staðið yfir í dag. Vísir/Getty Leit að hvítabirninum sem tilkynnt var um á Melrakkasléttu í gærkvöldi hefur engan árangur borið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við leitina í dag en hún var kölluð út í verkefni vegna báts sem sökk á Héraðsflóa á þriðja tímanum dag. Skipverjinn komst um borð í björgunarbát. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að ef leitin að hvítabirninum ber ekki árangur í dag verður henni hætt, nema að önnur tilkynning um björninn berist. Leiðsögumaður og franskur vinur hans komu auga á dýr sem leit út fyrir að vera hvítabjörn þegar þeir voru við silungaveiðar í Hranhafnará í gærkvöldi. Mikið skelfingarástand greip um sig og gáfu þeir sér ekki tíma til að virða dýrið betur fyrir sér. Hlupu þeir um fjögurra kílómetra leið að bíl sínum. Mjög stórt og óvenjulega hvítt Leiðsögumaðurinn David Zehla segir á Facebook-síðu sinni að hann hefði ekki náð að ganga úr skugga um hvort að dýrið hefði verið hvítabjörn eða kind. Dýrið hefði engu að síður verið mjög stórt og óvenjulega hvítt. Hann segir franskan félaga sinn hafa verið hundrað prósent viss að um björn væri að ræða. Þeir lögðu á flótta og köstuðu þeim afla sem þeir höfðu sótt í ána. Hann segir þá hafa blessunarlega hlaupið undan vindi og dýrið ekki veitt þeim eftirför. Hann segir þá ekki viss um hvort að um björn hafi verið að ræða. „Ef ekki, þá gætum við hafa rekist óvænt á ógnvænlegustu kind allra og veiðimenn munu gera grín að okkur. Við sjáum til,“ skrifar David. „Nokkuð vissir“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir þyrlu Landhelgisgæslunnar hafa hafið leit á því svæði sem dýrið sást og unnið sé síðan út frá því. Ef ekkert finnst í dag verður leitinni hætt nema önnur tilkynning berist. Lögreglan ræddi við mennina tvo en Halla segir þær samræður ekki hafa leitt neitt annað í ljós en tilkynning þeirra gaf til kynna í fyrstu. „Þeir voru nokkuð vissir um að þetta væri hvítabjörn. Þeir sáu engar aðrar kindur, yfirleitt eru þær saman í hópum, og þeir voru á því að þetta væri ekki kind. Dýrið var þó í einhverri fjarlægð og því mögulega erfitt að segja. Ef þetta er hefur verið björn gæti hann þess vegna verið farinn aftur á sund,“ segir Halla. Bannað er að drepa hvítabirni úti á sjó, hvort sem er á sundi eða ís en leyfilegt að fella dýr sem ógnar mannslífum. Tilkynning barst um hvítabjörn á Melrakkasléttu í gær. Dýrið fellt ef það finnst Halla segir að ef hvítabjörninn finnst þá verði hann felldur enda stafar almannahætta af slíkum dýrum. Sjá einnig: Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Þórunn Sveinbjarnardóttir, þáverandi umhverfisráðherra, skipaði starfshóp árið 2008 til að vinna tillögur um viðbrögð við hugsanlegri landtöku hvítabjarna á Íslandi. Sá hópur komst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast væri að fella hvítabirni sem gengu hér á land. Var sú niðurstaða rökstudd með þeim rökum að gæta þyrfti að öryggi almennings og búfjár sem hvítabirnir gætu valdið skaða og að verulegur kostnaður væri fólginn í björgunartilraunum á hvítabjörnum og sá kostnaður væri ekki réttlætanlegur. Dýr Ísbirnir Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Hræddust svo björninn að þeir gleymdu að taka mynd Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. 10. júlí 2018 07:38 Fljúga aftur yfir svæðið þar sem sást til hvítabjarnar Er það gert í öryggisskyni en engin önnur tilkynning, en sú sem kom í gær, hefur borist lögreglu um björninn. 10. júlí 2018 10:25 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Leit að hvítabirninum sem tilkynnt var um á Melrakkasléttu í gærkvöldi hefur engan árangur borið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við leitina í dag en hún var kölluð út í verkefni vegna báts sem sökk á Héraðsflóa á þriðja tímanum dag. Skipverjinn komst um borð í björgunarbát. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að ef leitin að hvítabirninum ber ekki árangur í dag verður henni hætt, nema að önnur tilkynning um björninn berist. Leiðsögumaður og franskur vinur hans komu auga á dýr sem leit út fyrir að vera hvítabjörn þegar þeir voru við silungaveiðar í Hranhafnará í gærkvöldi. Mikið skelfingarástand greip um sig og gáfu þeir sér ekki tíma til að virða dýrið betur fyrir sér. Hlupu þeir um fjögurra kílómetra leið að bíl sínum. Mjög stórt og óvenjulega hvítt Leiðsögumaðurinn David Zehla segir á Facebook-síðu sinni að hann hefði ekki náð að ganga úr skugga um hvort að dýrið hefði verið hvítabjörn eða kind. Dýrið hefði engu að síður verið mjög stórt og óvenjulega hvítt. Hann segir franskan félaga sinn hafa verið hundrað prósent viss að um björn væri að ræða. Þeir lögðu á flótta og köstuðu þeim afla sem þeir höfðu sótt í ána. Hann segir þá hafa blessunarlega hlaupið undan vindi og dýrið ekki veitt þeim eftirför. Hann segir þá ekki viss um hvort að um björn hafi verið að ræða. „Ef ekki, þá gætum við hafa rekist óvænt á ógnvænlegustu kind allra og veiðimenn munu gera grín að okkur. Við sjáum til,“ skrifar David. „Nokkuð vissir“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir þyrlu Landhelgisgæslunnar hafa hafið leit á því svæði sem dýrið sást og unnið sé síðan út frá því. Ef ekkert finnst í dag verður leitinni hætt nema önnur tilkynning berist. Lögreglan ræddi við mennina tvo en Halla segir þær samræður ekki hafa leitt neitt annað í ljós en tilkynning þeirra gaf til kynna í fyrstu. „Þeir voru nokkuð vissir um að þetta væri hvítabjörn. Þeir sáu engar aðrar kindur, yfirleitt eru þær saman í hópum, og þeir voru á því að þetta væri ekki kind. Dýrið var þó í einhverri fjarlægð og því mögulega erfitt að segja. Ef þetta er hefur verið björn gæti hann þess vegna verið farinn aftur á sund,“ segir Halla. Bannað er að drepa hvítabirni úti á sjó, hvort sem er á sundi eða ís en leyfilegt að fella dýr sem ógnar mannslífum. Tilkynning barst um hvítabjörn á Melrakkasléttu í gær. Dýrið fellt ef það finnst Halla segir að ef hvítabjörninn finnst þá verði hann felldur enda stafar almannahætta af slíkum dýrum. Sjá einnig: Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Þórunn Sveinbjarnardóttir, þáverandi umhverfisráðherra, skipaði starfshóp árið 2008 til að vinna tillögur um viðbrögð við hugsanlegri landtöku hvítabjarna á Íslandi. Sá hópur komst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast væri að fella hvítabirni sem gengu hér á land. Var sú niðurstaða rökstudd með þeim rökum að gæta þyrfti að öryggi almennings og búfjár sem hvítabirnir gætu valdið skaða og að verulegur kostnaður væri fólginn í björgunartilraunum á hvítabjörnum og sá kostnaður væri ekki réttlætanlegur.
Dýr Ísbirnir Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Hræddust svo björninn að þeir gleymdu að taka mynd Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. 10. júlí 2018 07:38 Fljúga aftur yfir svæðið þar sem sást til hvítabjarnar Er það gert í öryggisskyni en engin önnur tilkynning, en sú sem kom í gær, hefur borist lögreglu um björninn. 10. júlí 2018 10:25 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13
Hræddust svo björninn að þeir gleymdu að taka mynd Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. 10. júlí 2018 07:38
Fljúga aftur yfir svæðið þar sem sást til hvítabjarnar Er það gert í öryggisskyni en engin önnur tilkynning, en sú sem kom í gær, hefur borist lögreglu um björninn. 10. júlí 2018 10:25