Ef ekki hvítabjörn, þá „ógnvænlegasta kind allra tíma“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. júlí 2018 15:40 Leit að hvítabirninum hefur staðið yfir í dag. Vísir/Getty Leit að hvítabirninum sem tilkynnt var um á Melrakkasléttu í gærkvöldi hefur engan árangur borið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við leitina í dag en hún var kölluð út í verkefni vegna báts sem sökk á Héraðsflóa á þriðja tímanum dag. Skipverjinn komst um borð í björgunarbát. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að ef leitin að hvítabirninum ber ekki árangur í dag verður henni hætt, nema að önnur tilkynning um björninn berist. Leiðsögumaður og franskur vinur hans komu auga á dýr sem leit út fyrir að vera hvítabjörn þegar þeir voru við silungaveiðar í Hranhafnará í gærkvöldi. Mikið skelfingarástand greip um sig og gáfu þeir sér ekki tíma til að virða dýrið betur fyrir sér. Hlupu þeir um fjögurra kílómetra leið að bíl sínum. Mjög stórt og óvenjulega hvítt Leiðsögumaðurinn David Zehla segir á Facebook-síðu sinni að hann hefði ekki náð að ganga úr skugga um hvort að dýrið hefði verið hvítabjörn eða kind. Dýrið hefði engu að síður verið mjög stórt og óvenjulega hvítt. Hann segir franskan félaga sinn hafa verið hundrað prósent viss að um björn væri að ræða. Þeir lögðu á flótta og köstuðu þeim afla sem þeir höfðu sótt í ána. Hann segir þá hafa blessunarlega hlaupið undan vindi og dýrið ekki veitt þeim eftirför. Hann segir þá ekki viss um hvort að um björn hafi verið að ræða. „Ef ekki, þá gætum við hafa rekist óvænt á ógnvænlegustu kind allra og veiðimenn munu gera grín að okkur. Við sjáum til,“ skrifar David. „Nokkuð vissir“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir þyrlu Landhelgisgæslunnar hafa hafið leit á því svæði sem dýrið sást og unnið sé síðan út frá því. Ef ekkert finnst í dag verður leitinni hætt nema önnur tilkynning berist. Lögreglan ræddi við mennina tvo en Halla segir þær samræður ekki hafa leitt neitt annað í ljós en tilkynning þeirra gaf til kynna í fyrstu. „Þeir voru nokkuð vissir um að þetta væri hvítabjörn. Þeir sáu engar aðrar kindur, yfirleitt eru þær saman í hópum, og þeir voru á því að þetta væri ekki kind. Dýrið var þó í einhverri fjarlægð og því mögulega erfitt að segja. Ef þetta er hefur verið björn gæti hann þess vegna verið farinn aftur á sund,“ segir Halla. Bannað er að drepa hvítabirni úti á sjó, hvort sem er á sundi eða ís en leyfilegt að fella dýr sem ógnar mannslífum. Tilkynning barst um hvítabjörn á Melrakkasléttu í gær. Dýrið fellt ef það finnst Halla segir að ef hvítabjörninn finnst þá verði hann felldur enda stafar almannahætta af slíkum dýrum. Sjá einnig: Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Þórunn Sveinbjarnardóttir, þáverandi umhverfisráðherra, skipaði starfshóp árið 2008 til að vinna tillögur um viðbrögð við hugsanlegri landtöku hvítabjarna á Íslandi. Sá hópur komst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast væri að fella hvítabirni sem gengu hér á land. Var sú niðurstaða rökstudd með þeim rökum að gæta þyrfti að öryggi almennings og búfjár sem hvítabirnir gætu valdið skaða og að verulegur kostnaður væri fólginn í björgunartilraunum á hvítabjörnum og sá kostnaður væri ekki réttlætanlegur. Dýr Ísbirnir Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Hræddust svo björninn að þeir gleymdu að taka mynd Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. 10. júlí 2018 07:38 Fljúga aftur yfir svæðið þar sem sást til hvítabjarnar Er það gert í öryggisskyni en engin önnur tilkynning, en sú sem kom í gær, hefur borist lögreglu um björninn. 10. júlí 2018 10:25 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Leit að hvítabirninum sem tilkynnt var um á Melrakkasléttu í gærkvöldi hefur engan árangur borið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við leitina í dag en hún var kölluð út í verkefni vegna báts sem sökk á Héraðsflóa á þriðja tímanum dag. Skipverjinn komst um borð í björgunarbát. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að ef leitin að hvítabirninum ber ekki árangur í dag verður henni hætt, nema að önnur tilkynning um björninn berist. Leiðsögumaður og franskur vinur hans komu auga á dýr sem leit út fyrir að vera hvítabjörn þegar þeir voru við silungaveiðar í Hranhafnará í gærkvöldi. Mikið skelfingarástand greip um sig og gáfu þeir sér ekki tíma til að virða dýrið betur fyrir sér. Hlupu þeir um fjögurra kílómetra leið að bíl sínum. Mjög stórt og óvenjulega hvítt Leiðsögumaðurinn David Zehla segir á Facebook-síðu sinni að hann hefði ekki náð að ganga úr skugga um hvort að dýrið hefði verið hvítabjörn eða kind. Dýrið hefði engu að síður verið mjög stórt og óvenjulega hvítt. Hann segir franskan félaga sinn hafa verið hundrað prósent viss að um björn væri að ræða. Þeir lögðu á flótta og köstuðu þeim afla sem þeir höfðu sótt í ána. Hann segir þá hafa blessunarlega hlaupið undan vindi og dýrið ekki veitt þeim eftirför. Hann segir þá ekki viss um hvort að um björn hafi verið að ræða. „Ef ekki, þá gætum við hafa rekist óvænt á ógnvænlegustu kind allra og veiðimenn munu gera grín að okkur. Við sjáum til,“ skrifar David. „Nokkuð vissir“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir þyrlu Landhelgisgæslunnar hafa hafið leit á því svæði sem dýrið sást og unnið sé síðan út frá því. Ef ekkert finnst í dag verður leitinni hætt nema önnur tilkynning berist. Lögreglan ræddi við mennina tvo en Halla segir þær samræður ekki hafa leitt neitt annað í ljós en tilkynning þeirra gaf til kynna í fyrstu. „Þeir voru nokkuð vissir um að þetta væri hvítabjörn. Þeir sáu engar aðrar kindur, yfirleitt eru þær saman í hópum, og þeir voru á því að þetta væri ekki kind. Dýrið var þó í einhverri fjarlægð og því mögulega erfitt að segja. Ef þetta er hefur verið björn gæti hann þess vegna verið farinn aftur á sund,“ segir Halla. Bannað er að drepa hvítabirni úti á sjó, hvort sem er á sundi eða ís en leyfilegt að fella dýr sem ógnar mannslífum. Tilkynning barst um hvítabjörn á Melrakkasléttu í gær. Dýrið fellt ef það finnst Halla segir að ef hvítabjörninn finnst þá verði hann felldur enda stafar almannahætta af slíkum dýrum. Sjá einnig: Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Þórunn Sveinbjarnardóttir, þáverandi umhverfisráðherra, skipaði starfshóp árið 2008 til að vinna tillögur um viðbrögð við hugsanlegri landtöku hvítabjarna á Íslandi. Sá hópur komst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast væri að fella hvítabirni sem gengu hér á land. Var sú niðurstaða rökstudd með þeim rökum að gæta þyrfti að öryggi almennings og búfjár sem hvítabirnir gætu valdið skaða og að verulegur kostnaður væri fólginn í björgunartilraunum á hvítabjörnum og sá kostnaður væri ekki réttlætanlegur.
Dýr Ísbirnir Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Hræddust svo björninn að þeir gleymdu að taka mynd Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. 10. júlí 2018 07:38 Fljúga aftur yfir svæðið þar sem sást til hvítabjarnar Er það gert í öryggisskyni en engin önnur tilkynning, en sú sem kom í gær, hefur borist lögreglu um björninn. 10. júlí 2018 10:25 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13
Hræddust svo björninn að þeir gleymdu að taka mynd Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. 10. júlí 2018 07:38
Fljúga aftur yfir svæðið þar sem sást til hvítabjarnar Er það gert í öryggisskyni en engin önnur tilkynning, en sú sem kom í gær, hefur borist lögreglu um björninn. 10. júlí 2018 10:25