Ótrúleg endurkoma þegar konungur grassins var sendur heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2018 16:47 Anderson fagnar sigri en Federer heldur heim fyrr en reiknað var með. Vísir/Getty Kevin Anderson kom öllum á óvart með því að leggja Roger Federer að velli í átta liða úrslitunum á Wimbledon í steikjandi hita í London í dag. Suður-Afríkumaðurinn, sem er í sjöunda sæti heimslistans, var 2-0 undir eftir tvö sett en sneri við blaðinu á ótrúlegan hátt og landaði sigri í leik sem tók á fimmtu klukkustund að spila. Federer virtist með allt í hendi sér að loknum tveimur settum. Svisslendingurinn vann fyrsta settið 6-2 og hafði svo 7-6 sigur í öðru setti. Hörkuleikur en enginn sem átti von á því sem framundan var. Anderson vann næstu tvö sett 7-5 og 6-4 og gerðu uppgjafir hans Federer erfitt fyrir. Federer fékk eitt tækifæri til að tryggja sér sigur í leiknum en Anderson stóðst áhlaupið og framundan var fimmta og síðasta sett.Æsispennandi oddasettÍ fimmta setti er ekki spiluð oddalota heldur framlengt þangað til annar nær tveggja lotna forystu. Síðasta settið tók tæplega 100 mínútur og hafði Anderson sigur 13-11. Anderson hefur aðeins einu sinni áður sigrað keppinaut í efstu fimm sætum styrkleikalistans á risamóti.Federer hefur jafnan verið kallaður konungur grassins og voru áhorfendur á bandi Svisslendingsins. Það dugði ekki til en fagnaðarlætin í lokin, yfir óvæntum sigri Anderson, voru heldur dræm. Fólk var vonsvikið að sjá áttfaldan Wimbledon-meistara úr leik en hinn 36 ára gamli átti titil að verja. Federer hefur ekki tapað á risamóti eftir að hafa komist tveimur settum yfir síðan gegn Novak Djokovic í undanúrslitum Opna bandaríska árið 2011.'I had to keep telling myself that today was going to be my day'Kevin Anderson on beating defending champion Roger Federer#bbctennis #wimbledon pic.twitter.com/YcZAoWCGJA— BBC Tennis (@bbctennis) July 11, 2018 „Að hafa sigrað Roger Federer á Wimbledon í svona jöfnum leik er eitthvað sem ég mun seint gleyma,“ sagði Anderson í viðtali eftir leikinn. Hann hafi aldrei gefist upp og haldið í vonina.„Ég hélt áfram að segja mér að halda í trúna. Dagurinn í dag yrði minn dagur. Þú þarft að hugsa þannig gegn manni eins og Roger. Ég gaf allt í þetta og er í skýjunum að hafa komist í gegnum þetta.“Hann var eðlilega stoltur af sjálfum sér.Nýtur sigursins í einn dag„Þetta var frábær frammistaða af minni hálfu. Markmiðið fyrir vikuna var að komast skrefi lengra en mér hefur tekist áður. Ég er auðvitað í skýjunum og stefni á að spila á sunnudaginn. En fyrst þarf ég að jafna mig og spila á föstudaginn,“ sagði Anderson.„Ég leyfi mér að njóta sigursins í dag. En verð að jafna mig og vonandi á ég tvo leiki eftir.“Undanúrslitin fara fram á föstudaginn og úrslitaleikurinn á sunnudaginn. Mótið er sýnt á Eurosport en nú stendur yfir leikur Rafael Nadal og Juan Martín Del Potro. Tennis Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sjá meira
Kevin Anderson kom öllum á óvart með því að leggja Roger Federer að velli í átta liða úrslitunum á Wimbledon í steikjandi hita í London í dag. Suður-Afríkumaðurinn, sem er í sjöunda sæti heimslistans, var 2-0 undir eftir tvö sett en sneri við blaðinu á ótrúlegan hátt og landaði sigri í leik sem tók á fimmtu klukkustund að spila. Federer virtist með allt í hendi sér að loknum tveimur settum. Svisslendingurinn vann fyrsta settið 6-2 og hafði svo 7-6 sigur í öðru setti. Hörkuleikur en enginn sem átti von á því sem framundan var. Anderson vann næstu tvö sett 7-5 og 6-4 og gerðu uppgjafir hans Federer erfitt fyrir. Federer fékk eitt tækifæri til að tryggja sér sigur í leiknum en Anderson stóðst áhlaupið og framundan var fimmta og síðasta sett.Æsispennandi oddasettÍ fimmta setti er ekki spiluð oddalota heldur framlengt þangað til annar nær tveggja lotna forystu. Síðasta settið tók tæplega 100 mínútur og hafði Anderson sigur 13-11. Anderson hefur aðeins einu sinni áður sigrað keppinaut í efstu fimm sætum styrkleikalistans á risamóti.Federer hefur jafnan verið kallaður konungur grassins og voru áhorfendur á bandi Svisslendingsins. Það dugði ekki til en fagnaðarlætin í lokin, yfir óvæntum sigri Anderson, voru heldur dræm. Fólk var vonsvikið að sjá áttfaldan Wimbledon-meistara úr leik en hinn 36 ára gamli átti titil að verja. Federer hefur ekki tapað á risamóti eftir að hafa komist tveimur settum yfir síðan gegn Novak Djokovic í undanúrslitum Opna bandaríska árið 2011.'I had to keep telling myself that today was going to be my day'Kevin Anderson on beating defending champion Roger Federer#bbctennis #wimbledon pic.twitter.com/YcZAoWCGJA— BBC Tennis (@bbctennis) July 11, 2018 „Að hafa sigrað Roger Federer á Wimbledon í svona jöfnum leik er eitthvað sem ég mun seint gleyma,“ sagði Anderson í viðtali eftir leikinn. Hann hafi aldrei gefist upp og haldið í vonina.„Ég hélt áfram að segja mér að halda í trúna. Dagurinn í dag yrði minn dagur. Þú þarft að hugsa þannig gegn manni eins og Roger. Ég gaf allt í þetta og er í skýjunum að hafa komist í gegnum þetta.“Hann var eðlilega stoltur af sjálfum sér.Nýtur sigursins í einn dag„Þetta var frábær frammistaða af minni hálfu. Markmiðið fyrir vikuna var að komast skrefi lengra en mér hefur tekist áður. Ég er auðvitað í skýjunum og stefni á að spila á sunnudaginn. En fyrst þarf ég að jafna mig og spila á föstudaginn,“ sagði Anderson.„Ég leyfi mér að njóta sigursins í dag. En verð að jafna mig og vonandi á ég tvo leiki eftir.“Undanúrslitin fara fram á föstudaginn og úrslitaleikurinn á sunnudaginn. Mótið er sýnt á Eurosport en nú stendur yfir leikur Rafael Nadal og Juan Martín Del Potro.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sjá meira