Listafólk hefur lífgað upp á Skagaströnd í tíu ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 08:00 Á afmælissýningunni í Deiglunni eru verk eftir sjötíu og sjö fyrrverandi gestalistamenn í Nesi listamiðstöð. Sýning í Deiglunni á Akureyri nú um helgina er haldin í tilefni tíu ára afmælis Ness listamiðstöðvar á Skagaströnd og til að fagna tímamótunum hafa 77 fyrrverandi gestalistamenn gefið þangað verk. „Listamiðstöðin er hér í miðjum bænum og hún hefur blómstrað alla tíð,“ lýsir Signý Richter sem býr á Skagaströnd og hefur verið í stjórn Ness frá upphafi. Hún segir Hrafnhildi Sigurðardóttur myndlistarkonu hafi komið miðstöðinni á laggirnar með stuðningi bæjar og Byggðastofnunar. Signý hefur verið í stjórn listamiðstöðvarinnar frá upphafi.„Hingað koma oft tíu til fimmtán listamenn í hverjum mánuði og dvelja fjórar vikur. Þeir lífga upp á bæinn, sérstaklega þegar þeir eru með verkefni í skólanum sem krakkarnir taka þátt í. Í lok mánaðar geta allir skoðað hvað þeir hafa verið að gera, það er misjafnlega sýnilegt. Ein frönsk stúlka byrjaði að mála stór olíuverk, 2x2, ef ekki stærri þegar hún var hér, en hafði áður einbeitt sér að litlum, fíngerðum myndum. Þetta var 2009 og hún hefur verið að mála svona stór verk síðan. Ísraeli sem var vanur þvílíkri mannmergð labbaði hér upp á fjall og lá einn á bakinu í marga klukkutíma í rigningu. Fannst það yndislegt. Oft opnar þetta langt að komna listafólk líka augu okkar heimafólks fyrir fegurðinni hér í kring.“ Sýningin er opin milli klukkan 14 og 17 í Deiglunni, Listagili. Skagaströnd Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sýning í Deiglunni á Akureyri nú um helgina er haldin í tilefni tíu ára afmælis Ness listamiðstöðvar á Skagaströnd og til að fagna tímamótunum hafa 77 fyrrverandi gestalistamenn gefið þangað verk. „Listamiðstöðin er hér í miðjum bænum og hún hefur blómstrað alla tíð,“ lýsir Signý Richter sem býr á Skagaströnd og hefur verið í stjórn Ness frá upphafi. Hún segir Hrafnhildi Sigurðardóttur myndlistarkonu hafi komið miðstöðinni á laggirnar með stuðningi bæjar og Byggðastofnunar. Signý hefur verið í stjórn listamiðstöðvarinnar frá upphafi.„Hingað koma oft tíu til fimmtán listamenn í hverjum mánuði og dvelja fjórar vikur. Þeir lífga upp á bæinn, sérstaklega þegar þeir eru með verkefni í skólanum sem krakkarnir taka þátt í. Í lok mánaðar geta allir skoðað hvað þeir hafa verið að gera, það er misjafnlega sýnilegt. Ein frönsk stúlka byrjaði að mála stór olíuverk, 2x2, ef ekki stærri þegar hún var hér, en hafði áður einbeitt sér að litlum, fíngerðum myndum. Þetta var 2009 og hún hefur verið að mála svona stór verk síðan. Ísraeli sem var vanur þvílíkri mannmergð labbaði hér upp á fjall og lá einn á bakinu í marga klukkutíma í rigningu. Fannst það yndislegt. Oft opnar þetta langt að komna listafólk líka augu okkar heimafólks fyrir fegurðinni hér í kring.“ Sýningin er opin milli klukkan 14 og 17 í Deiglunni, Listagili.
Skagaströnd Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira