„Listamiðstöðin er hér í miðjum bænum og hún hefur blómstrað alla tíð,“ lýsir Signý Richter sem býr á Skagaströnd og hefur verið í stjórn Ness frá upphafi. Hún segir Hrafnhildi Sigurðardóttur myndlistarkonu hafi komið miðstöðinni á laggirnar með stuðningi bæjar og Byggðastofnunar.

Ein frönsk stúlka byrjaði að mála stór olíuverk, 2x2, ef ekki stærri þegar hún var hér, en hafði áður einbeitt sér að litlum, fíngerðum myndum. Þetta var 2009 og hún hefur verið að mála svona stór verk síðan. Ísraeli sem var vanur þvílíkri mannmergð labbaði hér upp á fjall og lá einn á bakinu í marga klukkutíma í rigningu. Fannst það yndislegt. Oft opnar þetta langt að komna listafólk líka augu okkar heimafólks fyrir fegurðinni hér í kring.“
Sýningin er opin milli klukkan 14 og 17 í Deiglunni, Listagili.