Hugleiðingar um sumarið sem aldrei kom Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 11:00 Steingrímur og Pamela hafa ekki komið fram saman síðan 2016 og þá í Hallgrímskirkju. Þau endurtaka leikinn í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Hjónin Pamela De Sensi og Steingrímur Þórhallsson troða upp saman á hálftíma löngum tónleikum í Hallgrímskirkju í dag sem hefjast klukkan tólf. Þar leika þau nýleg verk eftir Steingrím, fyrir flautur og orgel. „Við Pamela spilum ekkert oft saman,“ upplýsir hann. „Síðast var það, held ég, í Hallgrímskirkju 2016. Þá frumfluttum við einmitt eitt af verkunum sem við erum með á dagskránni núna.“ Skyldi Steingrímur hafa samið öll lögin með Pamelu í huga og hennar flautur? Hann hlær. „Já, það eru hæg heimatökin hjá henni að þrýsta mér út í það. Reyndar hefur talsverður hluti minna tónsmíða verið gerður fyrir einhver af hennar verkefnum. Hún á svo margar flautur,“ segir hann og nefnir kontrabassaflautu, altflautu, bassaflautu og venjulega þverflautu. „Þegar við Pamela spiluðum saman 2016 samdi ég verk fyrir orgelið og allar flauturnar hennar. Það byrjar rosa djúpt og endar efst uppi.“ Orgel og flauta geta verið skemmtileg saman að sögn Steingríms. „Ég þarf auðvitað að passa sig að kæfa ekki lægri flauturnar, sérstaklega þegar ég sit við hljóðfæri með jafn mikinn styrk og það sem er í Hallgrímskirkju.“ Altflautan er dýrindis hljóðfæri og fellur sérstaklega vel að orgelinu, að sögn Steingríms. „Hún er ekkert mikið lægri en venjuleg þverflauta en hún er með aðeins þykkri tón. Við frumflytjum núna tvær glænýjar rigningarhugleiðingar um sumarið sem aldrei kom. Önnur heitir Fimmtíu gráir skuggar og hin Sólin bak við skýin. Þær eru fyrir altflautur. Auk þess eru tvö orgelstykki sem ég samdi í apríl á síðasta ári, svo þetta eru svolítið egóískir tónleikar.“ Hann segir alltaf rosa gaman að spila á stóra orgelið í Hallgrímskirkju. „Ég samdi þessa músík með það hljóðfæri í hausnum. Sko, þessi orgelstykki mín tvö eru dálítið – ég segi ekki hasarverk, heldur skemmtileg verk um sálma Lúthers og það eru svo mörg á borð á orgelinu í Hallgrímskirkju sem maður getur leikið sér á. Það er erfiðara á minni hljóðfærum, sérstaklega ef enduróm vantar – en hann er fyrir hendi þarna.“ Steingrímur er, sem kunnugt er, organisti og kórstjóri í Neskirkju í Reykjavík. Auk þess var hann að næla sér í mastersgráðu í tónsmíðum í vor frá Listaháskóla Íslands. „Nú er ég búinn að fá nóg af námi í bili,“ segir hann. „En ég hef samið dálítið af kórverkum og nýti mér það að vera með tvo kóra, Neskirkjukórinn og svo Drengjakór Reykjavíkur sem ég hef verið með í þrjú ár en er líklega að sleppa af honum hendinni. Er að reyna að einbeita mér að tónsmíðunum með organistastarfinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hjónin Pamela De Sensi og Steingrímur Þórhallsson troða upp saman á hálftíma löngum tónleikum í Hallgrímskirkju í dag sem hefjast klukkan tólf. Þar leika þau nýleg verk eftir Steingrím, fyrir flautur og orgel. „Við Pamela spilum ekkert oft saman,“ upplýsir hann. „Síðast var það, held ég, í Hallgrímskirkju 2016. Þá frumfluttum við einmitt eitt af verkunum sem við erum með á dagskránni núna.“ Skyldi Steingrímur hafa samið öll lögin með Pamelu í huga og hennar flautur? Hann hlær. „Já, það eru hæg heimatökin hjá henni að þrýsta mér út í það. Reyndar hefur talsverður hluti minna tónsmíða verið gerður fyrir einhver af hennar verkefnum. Hún á svo margar flautur,“ segir hann og nefnir kontrabassaflautu, altflautu, bassaflautu og venjulega þverflautu. „Þegar við Pamela spiluðum saman 2016 samdi ég verk fyrir orgelið og allar flauturnar hennar. Það byrjar rosa djúpt og endar efst uppi.“ Orgel og flauta geta verið skemmtileg saman að sögn Steingríms. „Ég þarf auðvitað að passa sig að kæfa ekki lægri flauturnar, sérstaklega þegar ég sit við hljóðfæri með jafn mikinn styrk og það sem er í Hallgrímskirkju.“ Altflautan er dýrindis hljóðfæri og fellur sérstaklega vel að orgelinu, að sögn Steingríms. „Hún er ekkert mikið lægri en venjuleg þverflauta en hún er með aðeins þykkri tón. Við frumflytjum núna tvær glænýjar rigningarhugleiðingar um sumarið sem aldrei kom. Önnur heitir Fimmtíu gráir skuggar og hin Sólin bak við skýin. Þær eru fyrir altflautur. Auk þess eru tvö orgelstykki sem ég samdi í apríl á síðasta ári, svo þetta eru svolítið egóískir tónleikar.“ Hann segir alltaf rosa gaman að spila á stóra orgelið í Hallgrímskirkju. „Ég samdi þessa músík með það hljóðfæri í hausnum. Sko, þessi orgelstykki mín tvö eru dálítið – ég segi ekki hasarverk, heldur skemmtileg verk um sálma Lúthers og það eru svo mörg á borð á orgelinu í Hallgrímskirkju sem maður getur leikið sér á. Það er erfiðara á minni hljóðfærum, sérstaklega ef enduróm vantar – en hann er fyrir hendi þarna.“ Steingrímur er, sem kunnugt er, organisti og kórstjóri í Neskirkju í Reykjavík. Auk þess var hann að næla sér í mastersgráðu í tónsmíðum í vor frá Listaháskóla Íslands. „Nú er ég búinn að fá nóg af námi í bili,“ segir hann. „En ég hef samið dálítið af kórverkum og nýti mér það að vera með tvo kóra, Neskirkjukórinn og svo Drengjakór Reykjavíkur sem ég hef verið með í þrjú ár en er líklega að sleppa af honum hendinni. Er að reyna að einbeita mér að tónsmíðunum með organistastarfinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“