Lag af síðustu plötu Jóhanns Jóhannssonar birt Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. júlí 2018 16:27 Jóhann Jóhannsson tónskáld. Getty/Samir Hussein Áður en tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson lést í febrúar síðastliðnum, vann hann að kvikmyndatónlist fyrir myndina Mandy í leikstjórn Panos Cosmatos. Tilkynnt hefur verið um að tónlistin muni vera gefin út sérstaklega af plötufyrirtækjunum Lakeshore og Invada á sama degi og kvikmyndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum, 14. september. Ekki hefur verið gefinn upp frumsýningardagur hérlendis eins og er. Tónlistin fyrir myndina var unnin í sameiningu af Jóhanni og Randall Dunn. Sónlistarmaðurinn Stephen O’Malley, sem þekktastur er fyrir drunutónlist sína með sveitinni Sunn O))), ljær verkinu gítar. Hér má heyra eitt laganna úr kvikmyndinni. Mandy er hryllitryllir sem gerist á 9. áratugnum með Nicolas Cage í aðalhlutverki, og hafa gagnrýnendur haft orð á því að hann hafi sleppt sér sem aldrei fyrr í hlutverkinu. Hún var sýnd í fyrsta sinn á Sundance í janúar og fékk frábærar viðtökur. Panos hefur áður gert myndina Beyond the Black Rainbow, sem þótti heldur þunn þó að hún skaraði fram úr myndrænt. Jóhann lést 9. febrúar síðastliðinn, 48 ára gamall. Honum var lýst sem hlýjum og einstökum af þeim sem hann þekktu. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr Mandy. Tengdar fréttir Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45 Tvenna með tónlist úr smiðju Jóhanns Annað kvöld verða sýndar stórmyndirnar Arrival og Sicario á Stöð 2 Bíó í minningu Jóhanns Jóhannssonar tónskálds sem lést síðastliðinn föstudag. 13. febrúar 2018 13:30 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Áður en tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson lést í febrúar síðastliðnum, vann hann að kvikmyndatónlist fyrir myndina Mandy í leikstjórn Panos Cosmatos. Tilkynnt hefur verið um að tónlistin muni vera gefin út sérstaklega af plötufyrirtækjunum Lakeshore og Invada á sama degi og kvikmyndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum, 14. september. Ekki hefur verið gefinn upp frumsýningardagur hérlendis eins og er. Tónlistin fyrir myndina var unnin í sameiningu af Jóhanni og Randall Dunn. Sónlistarmaðurinn Stephen O’Malley, sem þekktastur er fyrir drunutónlist sína með sveitinni Sunn O))), ljær verkinu gítar. Hér má heyra eitt laganna úr kvikmyndinni. Mandy er hryllitryllir sem gerist á 9. áratugnum með Nicolas Cage í aðalhlutverki, og hafa gagnrýnendur haft orð á því að hann hafi sleppt sér sem aldrei fyrr í hlutverkinu. Hún var sýnd í fyrsta sinn á Sundance í janúar og fékk frábærar viðtökur. Panos hefur áður gert myndina Beyond the Black Rainbow, sem þótti heldur þunn þó að hún skaraði fram úr myndrænt. Jóhann lést 9. febrúar síðastliðinn, 48 ára gamall. Honum var lýst sem hlýjum og einstökum af þeim sem hann þekktu. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr Mandy.
Tengdar fréttir Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45 Tvenna með tónlist úr smiðju Jóhanns Annað kvöld verða sýndar stórmyndirnar Arrival og Sicario á Stöð 2 Bíó í minningu Jóhanns Jóhannssonar tónskálds sem lést síðastliðinn föstudag. 13. febrúar 2018 13:30 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45
Tvenna með tónlist úr smiðju Jóhanns Annað kvöld verða sýndar stórmyndirnar Arrival og Sicario á Stöð 2 Bíó í minningu Jóhanns Jóhannssonar tónskálds sem lést síðastliðinn föstudag. 13. febrúar 2018 13:30
Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23