Íslenskur unglingur vann stórmót í frisbígolfi: „Það var allan tímann planið að vinna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 14:11 Blær á verðlaunapallinum um liðna helgi. Hann segist alltaf hafa stefnt að því að vinna. Mynd/René Westenberg Blær Örn Ásgeirsson, fimmtán ára íslenskur frisbígolfari, gerði sér lítið fyrir og sigraði Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, eða „folfi“, sem haldið var nú í júlí. Blær skákaði þar nokkrum heimsmeisturum í sportinu og er að vonum stoltur af sigrinum. Folf hefur notið vaxandi vinsælda síðustu ár á Íslandi, og í heiminum öllum, en íþróttin minnir um margt á golf. Í stað golfkúlna notast iðkendur þó við frisbídiska sem þeir reyna að hitta í þar til gerðar körfur.Var að tapa með fimm höggum eftir fyrsta hring Blær lagði af stað í frisbígolfför nú í júní og tók fyrst þátt í stóru móti sem haldið var í Finnlandi, þar sem gekk „ágætlega“ að hans sögn. Hann hélt því næst til Bretlands á Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, með áðurnefndum árangri. Níutíu manns kepptu á mótinu sem haldið var í fertugasta skipti. „Eftir fyrsta hring var ég að tapa mótinu með fimm höggum og var í 20. sæti. Svo á öðrum hring náði ég að spila besta hring dagsins ásamt þremur öðrum og náði að vinna mig upp í 2. sætið, þar sem ég var eftir fyrsta daginn,“ segir Blær í samtali við Vísi. „Á þriðja hring á sunnudeginum náði ég að spila besta hring mótsins með sjö undir pari og eftir þann hring var ég að vinna mótið með fjórum höggum. Þá voru bara níu holur eftir til úrslita, þar sem ég spilaði öruggt.“ Blær lauk mótinu á ellefu höggum undir pari, sex höggum á undan næsta manni.Blær í miðju kasti.Mynd/Steve Hurrell Photography 2018Stefndi alltaf á sigur Blær keppti í opnum flokki karla á mótinu en ekki sérstökum ungmennaflokki. Hann bar því sigurorð af heimsmeisturum í sportinu. Þá segist hann alltaf hafa stefnt á sigur þrátt fyrir að hann ætti erfiða keppni fyrir höndum. „Það var allan tímann planið að vinna. Ég var til dæmis alveg klár á því að ég ætlaði að vinna eftir fyrsta hring þegar ég var langt eftir á, ég var ákveðinn í því að það væri enn þá möguleiki,“ segir Blær. Blær hefur æft frisbígolf í um þrjú og hálft ár en æfingar fara að mestu fram utandyra. Hann segir nokkuð marga spila folf á Íslandi enda fari íþróttin ört stækkandi hér á landi, sem og á alþjóðavísu. Þá hlaut Blær verðlaun fyrir sigur á mótinu og var leystur út með gommu af frisbídiskum. „Já, ég fékk British Open-skjöld en þetta var fertugasta mótið. Svo fékk ég einhverja steinstyttu líka. Það eru peningaverðlaun á mótinu en af því að ég keppi í barnaflokki á Evrópumótinu í ágúst þá gat ég ekki tekið við peningnum, þannig að ég fékk fullt af frisbídiskum í staðinn.“ Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Blær Örn Ásgeirsson, fimmtán ára íslenskur frisbígolfari, gerði sér lítið fyrir og sigraði Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, eða „folfi“, sem haldið var nú í júlí. Blær skákaði þar nokkrum heimsmeisturum í sportinu og er að vonum stoltur af sigrinum. Folf hefur notið vaxandi vinsælda síðustu ár á Íslandi, og í heiminum öllum, en íþróttin minnir um margt á golf. Í stað golfkúlna notast iðkendur þó við frisbídiska sem þeir reyna að hitta í þar til gerðar körfur.Var að tapa með fimm höggum eftir fyrsta hring Blær lagði af stað í frisbígolfför nú í júní og tók fyrst þátt í stóru móti sem haldið var í Finnlandi, þar sem gekk „ágætlega“ að hans sögn. Hann hélt því næst til Bretlands á Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, með áðurnefndum árangri. Níutíu manns kepptu á mótinu sem haldið var í fertugasta skipti. „Eftir fyrsta hring var ég að tapa mótinu með fimm höggum og var í 20. sæti. Svo á öðrum hring náði ég að spila besta hring dagsins ásamt þremur öðrum og náði að vinna mig upp í 2. sætið, þar sem ég var eftir fyrsta daginn,“ segir Blær í samtali við Vísi. „Á þriðja hring á sunnudeginum náði ég að spila besta hring mótsins með sjö undir pari og eftir þann hring var ég að vinna mótið með fjórum höggum. Þá voru bara níu holur eftir til úrslita, þar sem ég spilaði öruggt.“ Blær lauk mótinu á ellefu höggum undir pari, sex höggum á undan næsta manni.Blær í miðju kasti.Mynd/Steve Hurrell Photography 2018Stefndi alltaf á sigur Blær keppti í opnum flokki karla á mótinu en ekki sérstökum ungmennaflokki. Hann bar því sigurorð af heimsmeisturum í sportinu. Þá segist hann alltaf hafa stefnt á sigur þrátt fyrir að hann ætti erfiða keppni fyrir höndum. „Það var allan tímann planið að vinna. Ég var til dæmis alveg klár á því að ég ætlaði að vinna eftir fyrsta hring þegar ég var langt eftir á, ég var ákveðinn í því að það væri enn þá möguleiki,“ segir Blær. Blær hefur æft frisbígolf í um þrjú og hálft ár en æfingar fara að mestu fram utandyra. Hann segir nokkuð marga spila folf á Íslandi enda fari íþróttin ört stækkandi hér á landi, sem og á alþjóðavísu. Þá hlaut Blær verðlaun fyrir sigur á mótinu og var leystur út með gommu af frisbídiskum. „Já, ég fékk British Open-skjöld en þetta var fertugasta mótið. Svo fékk ég einhverja steinstyttu líka. Það eru peningaverðlaun á mótinu en af því að ég keppi í barnaflokki á Evrópumótinu í ágúst þá gat ég ekki tekið við peningnum, þannig að ég fékk fullt af frisbídiskum í staðinn.“
Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira