Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2018 19:30 Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. Þess ber að geta að steypireyður er alfriðuð og er því óheimilt að skjóta hana. Blendinga má hins vegar skjóta. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir Ísland taka alþjóðlegum skuldbindingum alvarlega. Fast verði tekið á málum ef friðaður hvalur var skotinn. „Það verður að sjálfsögðu gripið til viðeigandi aðgerða ef um friðaðan hval var að ræða. Við því eru auðvitað ákveðin viðurlög. Við þurfum auðvitað að bíða niðurstöðu erfðarannsóknar áður en hægt er að taka afstöðu til þess en það liggur fyrir að það er auðvitað stranglega bannað að veiða friðuð dýr. Við tökum okkar skuldbindingum alvarlega,“ segir Katrín Jakobsdóttir, frosætisráðherra Íslands.Hvalurinn sem veiddur var ber einkenni langreyðar og steypireyðar.Hún segir að þegar veiðum þessa tímabils er lokið muni fara fram úttekt á efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum þáttum hvalveiða. „Úttektin hefur nú þegar verði sett af stað af hálfu sjávarútvegs- og lanbúnaðarráðherra. Það verður engin ný ákvörðun tekin fyrr en við erum komin með faglegan grundvöll fyrir því hvort ástæða er til að halda þessum veiðum áfram,“ segir Katrín Jakomsdóttir. Þá segist forsætisráðherra ekki hrifin af hvalveiðum. „Mín skoðun liggur alveg fyrir. Ég hef ekki talið skynsamlegt að halda þessum veiðum áfram,“ segir Katrín. Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. Þess ber að geta að steypireyður er alfriðuð og er því óheimilt að skjóta hana. Blendinga má hins vegar skjóta. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir Ísland taka alþjóðlegum skuldbindingum alvarlega. Fast verði tekið á málum ef friðaður hvalur var skotinn. „Það verður að sjálfsögðu gripið til viðeigandi aðgerða ef um friðaðan hval var að ræða. Við því eru auðvitað ákveðin viðurlög. Við þurfum auðvitað að bíða niðurstöðu erfðarannsóknar áður en hægt er að taka afstöðu til þess en það liggur fyrir að það er auðvitað stranglega bannað að veiða friðuð dýr. Við tökum okkar skuldbindingum alvarlega,“ segir Katrín Jakobsdóttir, frosætisráðherra Íslands.Hvalurinn sem veiddur var ber einkenni langreyðar og steypireyðar.Hún segir að þegar veiðum þessa tímabils er lokið muni fara fram úttekt á efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum þáttum hvalveiða. „Úttektin hefur nú þegar verði sett af stað af hálfu sjávarútvegs- og lanbúnaðarráðherra. Það verður engin ný ákvörðun tekin fyrr en við erum komin með faglegan grundvöll fyrir því hvort ástæða er til að halda þessum veiðum áfram,“ segir Katrín Jakomsdóttir. Þá segist forsætisráðherra ekki hrifin af hvalveiðum. „Mín skoðun liggur alveg fyrir. Ég hef ekki talið skynsamlegt að halda þessum veiðum áfram,“ segir Katrín.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31
Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30