Vítaspyrnan á Perisic „fáránleg ákvörðun“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2018 20:30 Perisic fær boltann í hendina inni á teignum Vísir/Getty Frakkar urðu í dag heimsmeistarar með 4-2 sigri á Króatíu í úrslitaleiknum í Moskvu. Umdeildasta atvik úrslitaleiksins var vítaspyrnan sem Króatar fengu dæmda á sig í fyrri hálfleik. Ivan Perisic fékk boltann í hendina inni á teignum eftir hornspyrnu Frakka. Perisic hoppaði upp í skallaeinvígi og það var ekki að sjá neinn ásetning í því að handleika boltann. Dómari leiksins, Nestor Pitana, dæmdi ekkert en eftir skilaboð í eyrað ákvað hann að skoða atvikið á myndbandsupptökum og dæmdi í kjölfarið vítaspyrnu. „Það er ekki séns að svona fáránleg ákvörðun eigi að verða örlagavaldur í úrslitaleik. Úrslitaleikurinn á það ekki skilið eftir þetta frábæra mót,“ sagði Alan Shearer á BBC. „Króatar hafa verið frábærir og þeir eru að tapa leiknum vegna aukaspyrnu sem átti ekki að vera aukaspyrna og vítaspyrnu sem átti ekki að vera vítaspyrna.“ Fyrsta mark Frakka kom upp úr aukaspyrnu Antoine Griezmann, Mario Mandzukic skallaði spyrnuna í eigið net. Staðan í hálfleik í leiknum var 2-1. Með Shearer í setti BBC var Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins. „Það er ekki hægt að segja með 100 prósent öryggi að þetta sé vítaspyrna og hann hafi ætlað að fara í boltann. Hann er ekki að reyna að handleika boltann. Hann er of nálægt honum til þess að ná að bregðast við,“ sagði Ferdinand. „Það að dómarinn tók sér svona langan tíma í að dæma þetta segir okkur að hann sé ekki viss.“ Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, Jurgen Klinsmann, sagði þetta ekki vera vítaspyrnu því dómarinn sé ekki viss. Annar fyrrum landsliðsmaður Englendinga, Chris Waddle, var hins vegar á sama máli og dómarinn. „Ég held þetta sé víti. Ég hefði dæmt víti. Perisic kom í veg fyrir að boltinn bærist inn á teiginn.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Sjá meira
Frakkar urðu í dag heimsmeistarar með 4-2 sigri á Króatíu í úrslitaleiknum í Moskvu. Umdeildasta atvik úrslitaleiksins var vítaspyrnan sem Króatar fengu dæmda á sig í fyrri hálfleik. Ivan Perisic fékk boltann í hendina inni á teignum eftir hornspyrnu Frakka. Perisic hoppaði upp í skallaeinvígi og það var ekki að sjá neinn ásetning í því að handleika boltann. Dómari leiksins, Nestor Pitana, dæmdi ekkert en eftir skilaboð í eyrað ákvað hann að skoða atvikið á myndbandsupptökum og dæmdi í kjölfarið vítaspyrnu. „Það er ekki séns að svona fáránleg ákvörðun eigi að verða örlagavaldur í úrslitaleik. Úrslitaleikurinn á það ekki skilið eftir þetta frábæra mót,“ sagði Alan Shearer á BBC. „Króatar hafa verið frábærir og þeir eru að tapa leiknum vegna aukaspyrnu sem átti ekki að vera aukaspyrna og vítaspyrnu sem átti ekki að vera vítaspyrna.“ Fyrsta mark Frakka kom upp úr aukaspyrnu Antoine Griezmann, Mario Mandzukic skallaði spyrnuna í eigið net. Staðan í hálfleik í leiknum var 2-1. Með Shearer í setti BBC var Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins. „Það er ekki hægt að segja með 100 prósent öryggi að þetta sé vítaspyrna og hann hafi ætlað að fara í boltann. Hann er ekki að reyna að handleika boltann. Hann er of nálægt honum til þess að ná að bregðast við,“ sagði Ferdinand. „Það að dómarinn tók sér svona langan tíma í að dæma þetta segir okkur að hann sé ekki viss.“ Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, Jurgen Klinsmann, sagði þetta ekki vera vítaspyrnu því dómarinn sé ekki viss. Annar fyrrum landsliðsmaður Englendinga, Chris Waddle, var hins vegar á sama máli og dómarinn. „Ég held þetta sé víti. Ég hefði dæmt víti. Perisic kom í veg fyrir að boltinn bærist inn á teiginn.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Sjá meira
Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00