Vítaspyrnan á Perisic „fáránleg ákvörðun“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2018 20:30 Perisic fær boltann í hendina inni á teignum Vísir/Getty Frakkar urðu í dag heimsmeistarar með 4-2 sigri á Króatíu í úrslitaleiknum í Moskvu. Umdeildasta atvik úrslitaleiksins var vítaspyrnan sem Króatar fengu dæmda á sig í fyrri hálfleik. Ivan Perisic fékk boltann í hendina inni á teignum eftir hornspyrnu Frakka. Perisic hoppaði upp í skallaeinvígi og það var ekki að sjá neinn ásetning í því að handleika boltann. Dómari leiksins, Nestor Pitana, dæmdi ekkert en eftir skilaboð í eyrað ákvað hann að skoða atvikið á myndbandsupptökum og dæmdi í kjölfarið vítaspyrnu. „Það er ekki séns að svona fáránleg ákvörðun eigi að verða örlagavaldur í úrslitaleik. Úrslitaleikurinn á það ekki skilið eftir þetta frábæra mót,“ sagði Alan Shearer á BBC. „Króatar hafa verið frábærir og þeir eru að tapa leiknum vegna aukaspyrnu sem átti ekki að vera aukaspyrna og vítaspyrnu sem átti ekki að vera vítaspyrna.“ Fyrsta mark Frakka kom upp úr aukaspyrnu Antoine Griezmann, Mario Mandzukic skallaði spyrnuna í eigið net. Staðan í hálfleik í leiknum var 2-1. Með Shearer í setti BBC var Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins. „Það er ekki hægt að segja með 100 prósent öryggi að þetta sé vítaspyrna og hann hafi ætlað að fara í boltann. Hann er ekki að reyna að handleika boltann. Hann er of nálægt honum til þess að ná að bregðast við,“ sagði Ferdinand. „Það að dómarinn tók sér svona langan tíma í að dæma þetta segir okkur að hann sé ekki viss.“ Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, Jurgen Klinsmann, sagði þetta ekki vera vítaspyrnu því dómarinn sé ekki viss. Annar fyrrum landsliðsmaður Englendinga, Chris Waddle, var hins vegar á sama máli og dómarinn. „Ég held þetta sé víti. Ég hefði dæmt víti. Perisic kom í veg fyrir að boltinn bærist inn á teiginn.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Frakkar urðu í dag heimsmeistarar með 4-2 sigri á Króatíu í úrslitaleiknum í Moskvu. Umdeildasta atvik úrslitaleiksins var vítaspyrnan sem Króatar fengu dæmda á sig í fyrri hálfleik. Ivan Perisic fékk boltann í hendina inni á teignum eftir hornspyrnu Frakka. Perisic hoppaði upp í skallaeinvígi og það var ekki að sjá neinn ásetning í því að handleika boltann. Dómari leiksins, Nestor Pitana, dæmdi ekkert en eftir skilaboð í eyrað ákvað hann að skoða atvikið á myndbandsupptökum og dæmdi í kjölfarið vítaspyrnu. „Það er ekki séns að svona fáránleg ákvörðun eigi að verða örlagavaldur í úrslitaleik. Úrslitaleikurinn á það ekki skilið eftir þetta frábæra mót,“ sagði Alan Shearer á BBC. „Króatar hafa verið frábærir og þeir eru að tapa leiknum vegna aukaspyrnu sem átti ekki að vera aukaspyrna og vítaspyrnu sem átti ekki að vera vítaspyrna.“ Fyrsta mark Frakka kom upp úr aukaspyrnu Antoine Griezmann, Mario Mandzukic skallaði spyrnuna í eigið net. Staðan í hálfleik í leiknum var 2-1. Með Shearer í setti BBC var Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins. „Það er ekki hægt að segja með 100 prósent öryggi að þetta sé vítaspyrna og hann hafi ætlað að fara í boltann. Hann er ekki að reyna að handleika boltann. Hann er of nálægt honum til þess að ná að bregðast við,“ sagði Ferdinand. „Það að dómarinn tók sér svona langan tíma í að dæma þetta segir okkur að hann sé ekki viss.“ Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, Jurgen Klinsmann, sagði þetta ekki vera vítaspyrnu því dómarinn sé ekki viss. Annar fyrrum landsliðsmaður Englendinga, Chris Waddle, var hins vegar á sama máli og dómarinn. „Ég held þetta sé víti. Ég hefði dæmt víti. Perisic kom í veg fyrir að boltinn bærist inn á teiginn.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti