Hinn vitiborni Lára G: Sigurðardóttir skrifar 16. júlí 2018 07:00 Langamma mín varð níu barna ekkja 33 ára gömul þegar hafið tók langafa árið 1912. Hún missti ekki einungis manninn sinn heldur fyrirvinnu. Bústofninn var settur á uppboð og hún sá fyrir sér að missa lífsviðurværi fjölskyldunnar. Enginn mætti á uppboðið og langamma fékk tækifæri til að rétta af hag sinn. Sem hún gerði. Með því sýndu Hafnfirðingar Guðrúnu í Ási dygga samkennd. Þegar fréttir bárust af drengjum innlyksa í helli í Taílandi hélt heimurinn niðri í sér andanum á meðan færustu kafarar heims lögðu sig í lífshættu til að frelsa drengina úr prísundinni. Allt gekk eins og í sögu fyrir utan sorgarfréttina um kafarann sem lést. Og maður fann fyrir létti þegar drengirnir og björgunarteymið voru komin í faðm fjölskyldunnar. Á sama tíma og menn leggja líf sitt að veði til að sameina börn og foreldra þeirra aftur berast fregnir af þjóðarleiðtoga sem vísvitandi aðskilur börn frá foreldrum með einni ómannúðlegustu innflytjendastefnu sem hugsast getur. Hvernig í ósköpunum getur sama dýrategundin – hinn vitiborni maður – sýnt á sér svo ólíkar hliðar: djúpa samkennd með því að setja sig í lífshættu fyrir aðra og verstu grimmd með því að skaða meðvitað ósjálfbjarga börn? Þróunarfræðilega erum við með tvenns konar heila: gamlan heila sem svipar til dýraheila og stjórnast af eiginhagsmunum án tilfinninga, og nýjan heila sem aðgreinir okkur frá dýrum. Við tökum meðvitaðar ákvarðanir með nýja heilanum sem er í miklum samskiptum við þann gamla. Getur verið að nýi heilinn sé við stýrið hjá björgunarmönnunum en sá gamli fjarstýri þjóðarleiðtoganum? Menn sem bera hagsmuni annarra fyrir brjósti standa undir nafni sem hinn vitiborni maður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Langamma mín varð níu barna ekkja 33 ára gömul þegar hafið tók langafa árið 1912. Hún missti ekki einungis manninn sinn heldur fyrirvinnu. Bústofninn var settur á uppboð og hún sá fyrir sér að missa lífsviðurværi fjölskyldunnar. Enginn mætti á uppboðið og langamma fékk tækifæri til að rétta af hag sinn. Sem hún gerði. Með því sýndu Hafnfirðingar Guðrúnu í Ási dygga samkennd. Þegar fréttir bárust af drengjum innlyksa í helli í Taílandi hélt heimurinn niðri í sér andanum á meðan færustu kafarar heims lögðu sig í lífshættu til að frelsa drengina úr prísundinni. Allt gekk eins og í sögu fyrir utan sorgarfréttina um kafarann sem lést. Og maður fann fyrir létti þegar drengirnir og björgunarteymið voru komin í faðm fjölskyldunnar. Á sama tíma og menn leggja líf sitt að veði til að sameina börn og foreldra þeirra aftur berast fregnir af þjóðarleiðtoga sem vísvitandi aðskilur börn frá foreldrum með einni ómannúðlegustu innflytjendastefnu sem hugsast getur. Hvernig í ósköpunum getur sama dýrategundin – hinn vitiborni maður – sýnt á sér svo ólíkar hliðar: djúpa samkennd með því að setja sig í lífshættu fyrir aðra og verstu grimmd með því að skaða meðvitað ósjálfbjarga börn? Þróunarfræðilega erum við með tvenns konar heila: gamlan heila sem svipar til dýraheila og stjórnast af eiginhagsmunum án tilfinninga, og nýjan heila sem aðgreinir okkur frá dýrum. Við tökum meðvitaðar ákvarðanir með nýja heilanum sem er í miklum samskiptum við þann gamla. Getur verið að nýi heilinn sé við stýrið hjá björgunarmönnunum en sá gamli fjarstýri þjóðarleiðtoganum? Menn sem bera hagsmuni annarra fyrir brjósti standa undir nafni sem hinn vitiborni maður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar