Margir af stærstu fjölmiðlum heims hafa fjallað um málið af kappi og hefur fúkyrðum rignt yfir Íslendinga á athugasemdakerfum vefmiðlanna. María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir að ráðuneytið hafi ekki farið varhluta af þessari umræðu. Fjölmargar fyrirspurnir hafi borist ráðuneytinu um hvaldrápið, sem svarað hafi verið í samráði við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
So @MFAIceland @IcelandinUK your countrymen have apparently killed an @IUCNRedList Blue Whale thus transgressing environmental laws and morality . What do you plan to do next ? And what stance will @GOVUK take . Please RT if you would like an outright ban on all whaling now . pic.twitter.com/hHBG8K3x7w
— Chris Packham (@ChrisGPackham) July 12, 2018
Sjá einnig: Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram
María segir hins vegar að það hafi verið talið nauðsynlegt í tilfelli hvaldrápsins. Utanríkisráðuneytið hafi í haft frumkvæði að því að hafa samband við fjölda „stórra miðla“ úti í heimi og senda þeim upplýsingar sem í „flestum tilfellum voru teknar inn í umfjöllunina.“
Ekki þarf að leita lengi til að sjá hvað fólst í þeim upplýsingum. Fjölmiðlarisar á borð við CNN, Telegraph og breska ríkisútvarpið birta allir sömu viðbrögð íslenskra stjórnvalda: Málið sé tekið alvarlega, steypireyðar séu friðaðar samkvæmt íslenskum lögum og að verið sé að bíða eftir niðurstöðum úr erfðagreiningu.
Eins og gefur að skilja er þetta ekki í fyrsta sinn sem utanríkisráðuneytið blandar sér í erlenda fjölmiðlaumfjöllun. Það gerði ráðuneytið til að mynda í tengslum við ríkisstjórnarslit Sjálfstæðisflokks, Bjartar framtíðar og Viðreisnar haustið 2017. Þá sendi ráðuneytið 11 alþjóðlegum miðlum beiðni um að leiðrétta fréttir þeirra af stjórnarslitunum, sem sagðar voru litast af „staðreyndavillum og afbökunum“.