Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2018 18:35 Frá verkun hvals í Hvalfirði. Vísir/Vilhelm Sautján vísindamenn víðs vegar um heiminn hafa kallað eftir því að hvalveiðifloti Íslands verði kyrrsettur uns skorið hefur verið úr með erfðavísindarannsókn, án vafa, um tegund hvals sem var veiddur við Íslandsstrendur laugardaginn 7. júlí síðastliðinn. Talið er að um fágætan blending langreyðar og steypireyðar sé að ræða. Ef slíkt reynist rétt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986. Ef um blending er að ræða hefur lögbrot ekki verið framið því engin lög eru um blendinga því þeir tilheyra ekki ákveðinni tegund dýra. Steypireyður er hins vegar friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. Á meðal þeirra vísindamanna sem kalla eftir því að hvalveiðifloti Íslendinga verði kyrrsettur er Marianne Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskósla Íslands á Húsavík. Áskorunin er send á fjölmiðla af Valgerði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka grænmetisæta á Íslandi og stofnandi samtakanna Stop Whaling Iceland.Hvalurinn sem veiddur var ber einkenni langreyðar og steypireyðar.Hvalasérfræðingarnir sautján telja miklar líkur á að hvalurinn sem var landað laugardaginn 7. júlí sé í raun steypireyður. Er það þvert á þær upplýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa veitt um dýrið en sérfræðingarnir byggja þetta mat sitt á útlitseinkennum dýrsins. Sérfræðingarnir taka fram að þó prófanir muni leiða í ljós að hvalurinn hafi verið blendingur beri að hafa í huga að slíkir blendingar séu sjaldgæfir og því mikilvægir fyrir rannsóknir og vísindi. „Blendingar steypi- og langreyða eru afar mikilvægir hvað varðar rannsóknir til þess að auka skilning á tegundaþróun og náttúrulegum ferlum í umhverfi. Það er því mikil eftirsjá í því að undanfarna áratugi hafa að minnsta kosti fjórir slíkir blendingar verið veiddir af íslenskum hvalveiðiskipum,“ segir í bréfi vísindamannanna. Vísa þeir í íslensk lög þar sem kemur fram að kyrrsetja skuli skip, sem staðið er að meintum ólöglegum veiðum, þegar það kemur til hafnar, og er eigi heimilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn skipstjóra skipsins eða máli hans lokið á annan hátt og sekt og kostnaður hefur verið greitt að fullu. Bréfið í heild má finna í viðhengi hér fyrir neðan. Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Stjórnvöld brugðust við fréttum erlendra miðla af umdeildu hvaldrápi Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leiðrétta umfjöllun erlendra miðla um umdeilt hvaldráp Hvals hf. í liðinni viku. 16. júlí 2018 12:04 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sautján vísindamenn víðs vegar um heiminn hafa kallað eftir því að hvalveiðifloti Íslands verði kyrrsettur uns skorið hefur verið úr með erfðavísindarannsókn, án vafa, um tegund hvals sem var veiddur við Íslandsstrendur laugardaginn 7. júlí síðastliðinn. Talið er að um fágætan blending langreyðar og steypireyðar sé að ræða. Ef slíkt reynist rétt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986. Ef um blending er að ræða hefur lögbrot ekki verið framið því engin lög eru um blendinga því þeir tilheyra ekki ákveðinni tegund dýra. Steypireyður er hins vegar friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. Á meðal þeirra vísindamanna sem kalla eftir því að hvalveiðifloti Íslendinga verði kyrrsettur er Marianne Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskósla Íslands á Húsavík. Áskorunin er send á fjölmiðla af Valgerði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka grænmetisæta á Íslandi og stofnandi samtakanna Stop Whaling Iceland.Hvalurinn sem veiddur var ber einkenni langreyðar og steypireyðar.Hvalasérfræðingarnir sautján telja miklar líkur á að hvalurinn sem var landað laugardaginn 7. júlí sé í raun steypireyður. Er það þvert á þær upplýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa veitt um dýrið en sérfræðingarnir byggja þetta mat sitt á útlitseinkennum dýrsins. Sérfræðingarnir taka fram að þó prófanir muni leiða í ljós að hvalurinn hafi verið blendingur beri að hafa í huga að slíkir blendingar séu sjaldgæfir og því mikilvægir fyrir rannsóknir og vísindi. „Blendingar steypi- og langreyða eru afar mikilvægir hvað varðar rannsóknir til þess að auka skilning á tegundaþróun og náttúrulegum ferlum í umhverfi. Það er því mikil eftirsjá í því að undanfarna áratugi hafa að minnsta kosti fjórir slíkir blendingar verið veiddir af íslenskum hvalveiðiskipum,“ segir í bréfi vísindamannanna. Vísa þeir í íslensk lög þar sem kemur fram að kyrrsetja skuli skip, sem staðið er að meintum ólöglegum veiðum, þegar það kemur til hafnar, og er eigi heimilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn skipstjóra skipsins eða máli hans lokið á annan hátt og sekt og kostnaður hefur verið greitt að fullu. Bréfið í heild má finna í viðhengi hér fyrir neðan.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Stjórnvöld brugðust við fréttum erlendra miðla af umdeildu hvaldrápi Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leiðrétta umfjöllun erlendra miðla um umdeilt hvaldráp Hvals hf. í liðinni viku. 16. júlí 2018 12:04 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31
Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30
Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30
Stjórnvöld brugðust við fréttum erlendra miðla af umdeildu hvaldrápi Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leiðrétta umfjöllun erlendra miðla um umdeilt hvaldráp Hvals hf. í liðinni viku. 16. júlí 2018 12:04