Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2018 18:35 Frá verkun hvals í Hvalfirði. Vísir/Vilhelm Sautján vísindamenn víðs vegar um heiminn hafa kallað eftir því að hvalveiðifloti Íslands verði kyrrsettur uns skorið hefur verið úr með erfðavísindarannsókn, án vafa, um tegund hvals sem var veiddur við Íslandsstrendur laugardaginn 7. júlí síðastliðinn. Talið er að um fágætan blending langreyðar og steypireyðar sé að ræða. Ef slíkt reynist rétt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986. Ef um blending er að ræða hefur lögbrot ekki verið framið því engin lög eru um blendinga því þeir tilheyra ekki ákveðinni tegund dýra. Steypireyður er hins vegar friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. Á meðal þeirra vísindamanna sem kalla eftir því að hvalveiðifloti Íslendinga verði kyrrsettur er Marianne Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskósla Íslands á Húsavík. Áskorunin er send á fjölmiðla af Valgerði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka grænmetisæta á Íslandi og stofnandi samtakanna Stop Whaling Iceland.Hvalurinn sem veiddur var ber einkenni langreyðar og steypireyðar.Hvalasérfræðingarnir sautján telja miklar líkur á að hvalurinn sem var landað laugardaginn 7. júlí sé í raun steypireyður. Er það þvert á þær upplýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa veitt um dýrið en sérfræðingarnir byggja þetta mat sitt á útlitseinkennum dýrsins. Sérfræðingarnir taka fram að þó prófanir muni leiða í ljós að hvalurinn hafi verið blendingur beri að hafa í huga að slíkir blendingar séu sjaldgæfir og því mikilvægir fyrir rannsóknir og vísindi. „Blendingar steypi- og langreyða eru afar mikilvægir hvað varðar rannsóknir til þess að auka skilning á tegundaþróun og náttúrulegum ferlum í umhverfi. Það er því mikil eftirsjá í því að undanfarna áratugi hafa að minnsta kosti fjórir slíkir blendingar verið veiddir af íslenskum hvalveiðiskipum,“ segir í bréfi vísindamannanna. Vísa þeir í íslensk lög þar sem kemur fram að kyrrsetja skuli skip, sem staðið er að meintum ólöglegum veiðum, þegar það kemur til hafnar, og er eigi heimilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn skipstjóra skipsins eða máli hans lokið á annan hátt og sekt og kostnaður hefur verið greitt að fullu. Bréfið í heild má finna í viðhengi hér fyrir neðan. Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Stjórnvöld brugðust við fréttum erlendra miðla af umdeildu hvaldrápi Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leiðrétta umfjöllun erlendra miðla um umdeilt hvaldráp Hvals hf. í liðinni viku. 16. júlí 2018 12:04 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Sautján vísindamenn víðs vegar um heiminn hafa kallað eftir því að hvalveiðifloti Íslands verði kyrrsettur uns skorið hefur verið úr með erfðavísindarannsókn, án vafa, um tegund hvals sem var veiddur við Íslandsstrendur laugardaginn 7. júlí síðastliðinn. Talið er að um fágætan blending langreyðar og steypireyðar sé að ræða. Ef slíkt reynist rétt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986. Ef um blending er að ræða hefur lögbrot ekki verið framið því engin lög eru um blendinga því þeir tilheyra ekki ákveðinni tegund dýra. Steypireyður er hins vegar friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. Á meðal þeirra vísindamanna sem kalla eftir því að hvalveiðifloti Íslendinga verði kyrrsettur er Marianne Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskósla Íslands á Húsavík. Áskorunin er send á fjölmiðla af Valgerði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka grænmetisæta á Íslandi og stofnandi samtakanna Stop Whaling Iceland.Hvalurinn sem veiddur var ber einkenni langreyðar og steypireyðar.Hvalasérfræðingarnir sautján telja miklar líkur á að hvalurinn sem var landað laugardaginn 7. júlí sé í raun steypireyður. Er það þvert á þær upplýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa veitt um dýrið en sérfræðingarnir byggja þetta mat sitt á útlitseinkennum dýrsins. Sérfræðingarnir taka fram að þó prófanir muni leiða í ljós að hvalurinn hafi verið blendingur beri að hafa í huga að slíkir blendingar séu sjaldgæfir og því mikilvægir fyrir rannsóknir og vísindi. „Blendingar steypi- og langreyða eru afar mikilvægir hvað varðar rannsóknir til þess að auka skilning á tegundaþróun og náttúrulegum ferlum í umhverfi. Það er því mikil eftirsjá í því að undanfarna áratugi hafa að minnsta kosti fjórir slíkir blendingar verið veiddir af íslenskum hvalveiðiskipum,“ segir í bréfi vísindamannanna. Vísa þeir í íslensk lög þar sem kemur fram að kyrrsetja skuli skip, sem staðið er að meintum ólöglegum veiðum, þegar það kemur til hafnar, og er eigi heimilt að láta það laust fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn skipstjóra skipsins eða máli hans lokið á annan hátt og sekt og kostnaður hefur verið greitt að fullu. Bréfið í heild má finna í viðhengi hér fyrir neðan.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Stjórnvöld brugðust við fréttum erlendra miðla af umdeildu hvaldrápi Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leiðrétta umfjöllun erlendra miðla um umdeilt hvaldráp Hvals hf. í liðinni viku. 16. júlí 2018 12:04 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31
Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30
Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30
Stjórnvöld brugðust við fréttum erlendra miðla af umdeildu hvaldrápi Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leiðrétta umfjöllun erlendra miðla um umdeilt hvaldráp Hvals hf. í liðinni viku. 16. júlí 2018 12:04