Dagskráin á Airwaves með jafnt kynjahlutfall Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. júlí 2018 06:00 Áheyrendur á Airwaves hafa í mörg ár verið í jöfnum kynjahlutföllum. Í ár mun það vera endurspeglað á sviðinu. Iceland Airwaves hátíðin er meðlimur í Keychange átakinu, evrópskt átak til að breyta tónlistarbransanum og koma fleiri konum í sviðsljósið. Átakið snýst um að fá tónlistarhátíðir með og að þær nái að vera með að minnsta kosti helmingshlutfall kvenna á dagskránni hjá sér fyrir árið 2022. Iceland Airwaves hátíðin er í ár búin að ná þessu hlutfalli. „Okkur hjá Airwaves finnst það að vinna með Keychange ekki vera það að „uppfylla kvóta“. Tónlistin sem við völdum þetta árið og í framtíðinni er valin með gæði í huga og einnig það að passa inn í hátíðina. Vegna þessa erum við með heilan helling af tónlist sem er með konum í forgrunni: Fever Ray, Eivør og miklu, miklu fleiri. Fyrir utan íslensku böndin sem eru stútfull af konum eins og Bríet, Between Mountains, Cyber, Mammút, Mr. Silla og fleiri. Hlutirnir hafa breyst svo mikið upp á síðkastið hvað varðar konur í tónlist. Ég er frá Ástralíu og ég man vel eftir því að hafa verið sagt af útvarpsstöðvunum þar í landi að þær gætu aðeins spilað og stutt einn kvenkyns listamann í einu. Þessa dagana er þetta orðið allt öðruvísi sem betur fer og hellingur af spennandi dóti fær meiri og meiri athygli. Það er einnig gaman að segja frá því að kynjahlutfall tónleikagesta Airwaves hátíðarinnar hafa verið jöfn um árabil og því gaman að það endurspeglist nú á sviðinu hjá okkur,“ segir Will Larnach-Jones hjá Iceland Airwaves.Konur standa jafnfætis körlum á Iceland Airwaves í ár.VísirÞær tónlistarhátíðir sem taka þátt í verkefninu eru meðal annars Musikcentrum Öst, Reeperbahn Festival, BIME, Tallinn Music Week, Way Out West, Liverpool Sound City og Mutek. Einn hluti Keychange átaksins er sá að 60 listamenn og frumkvöðlar alls staðar að úr Evrópu munu taka þátt í tónlistarhátíðum um víða veröld þar sem þau munu koma fram, vinna með öðrum listamönnum og taka þátt í listasmiðjum. „Í ár verðum við hjá Airwaves með fimm frábæra listamenn sem taka þátt í því – þetta eru Kat Frankie frá Þýskalandi, Mueveloreina frá Spáni, Vaz dúó frá Svíþjóð, Mari Kalkun frá Eistlandi og Tawiah frá Bretlandi. Einnig kemur slatti af Keychange fulltrúum á hátíðina til að upplifa stemminguna og sjá íslenska listamenn. Keychange styrkir einnig íslenskar konur í að taka þátt í tónlistartengdum ráðstefnum og sýningum. Meðal annars eru þetta þær Anna Ásthildur, Hildur Maral, María Rut, Melina Rathjen og Steinunn Camilla. Og einnig eru styrkt nokkrar tónlistarkonur og bönd skipuð konum, meðal annars dj flugvél og geimskip, Fever Dream, Kría og Milkywhale.” Iceland Airwaves hátíðin fer fram 7. – 10. nóvember í ár. Um 120 sveitir hafa þegar verið kynntar til leiks. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Airwaves fær 22 milljónir Á borgarráðsfundi borgarinnar var lagður fram samningur við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves þar sem fjárstyrkur út árið 2019 var kynntur. Þar kennir ýmissa grasa eins og að hátíðin fái tugi milljóna. 26. maí 2018 06:00 Fimmtíu ný atriði kynnt á Airwaves Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gaf í dag út sína þriðju tilkynningu þegar forsvarsmenn Airwaves kynntu fimmtíu atriði sem koma fram. 24. maí 2018 15:15 Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Íslenskur stúlknakór í nýju myndbandi Fleet Foxes Tónlist Baldurs og Felix-fáni falur Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið „Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður“ Bíó og sjónvarp Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Lífið Vatnsberinn (20.jan - 18.feb) Menning Segist hafa stokkið of hratt í sambandið með Pete Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Sjá meira
Iceland Airwaves hátíðin er meðlimur í Keychange átakinu, evrópskt átak til að breyta tónlistarbransanum og koma fleiri konum í sviðsljósið. Átakið snýst um að fá tónlistarhátíðir með og að þær nái að vera með að minnsta kosti helmingshlutfall kvenna á dagskránni hjá sér fyrir árið 2022. Iceland Airwaves hátíðin er í ár búin að ná þessu hlutfalli. „Okkur hjá Airwaves finnst það að vinna með Keychange ekki vera það að „uppfylla kvóta“. Tónlistin sem við völdum þetta árið og í framtíðinni er valin með gæði í huga og einnig það að passa inn í hátíðina. Vegna þessa erum við með heilan helling af tónlist sem er með konum í forgrunni: Fever Ray, Eivør og miklu, miklu fleiri. Fyrir utan íslensku böndin sem eru stútfull af konum eins og Bríet, Between Mountains, Cyber, Mammút, Mr. Silla og fleiri. Hlutirnir hafa breyst svo mikið upp á síðkastið hvað varðar konur í tónlist. Ég er frá Ástralíu og ég man vel eftir því að hafa verið sagt af útvarpsstöðvunum þar í landi að þær gætu aðeins spilað og stutt einn kvenkyns listamann í einu. Þessa dagana er þetta orðið allt öðruvísi sem betur fer og hellingur af spennandi dóti fær meiri og meiri athygli. Það er einnig gaman að segja frá því að kynjahlutfall tónleikagesta Airwaves hátíðarinnar hafa verið jöfn um árabil og því gaman að það endurspeglist nú á sviðinu hjá okkur,“ segir Will Larnach-Jones hjá Iceland Airwaves.Konur standa jafnfætis körlum á Iceland Airwaves í ár.VísirÞær tónlistarhátíðir sem taka þátt í verkefninu eru meðal annars Musikcentrum Öst, Reeperbahn Festival, BIME, Tallinn Music Week, Way Out West, Liverpool Sound City og Mutek. Einn hluti Keychange átaksins er sá að 60 listamenn og frumkvöðlar alls staðar að úr Evrópu munu taka þátt í tónlistarhátíðum um víða veröld þar sem þau munu koma fram, vinna með öðrum listamönnum og taka þátt í listasmiðjum. „Í ár verðum við hjá Airwaves með fimm frábæra listamenn sem taka þátt í því – þetta eru Kat Frankie frá Þýskalandi, Mueveloreina frá Spáni, Vaz dúó frá Svíþjóð, Mari Kalkun frá Eistlandi og Tawiah frá Bretlandi. Einnig kemur slatti af Keychange fulltrúum á hátíðina til að upplifa stemminguna og sjá íslenska listamenn. Keychange styrkir einnig íslenskar konur í að taka þátt í tónlistartengdum ráðstefnum og sýningum. Meðal annars eru þetta þær Anna Ásthildur, Hildur Maral, María Rut, Melina Rathjen og Steinunn Camilla. Og einnig eru styrkt nokkrar tónlistarkonur og bönd skipuð konum, meðal annars dj flugvél og geimskip, Fever Dream, Kría og Milkywhale.” Iceland Airwaves hátíðin fer fram 7. – 10. nóvember í ár. Um 120 sveitir hafa þegar verið kynntar til leiks.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Airwaves fær 22 milljónir Á borgarráðsfundi borgarinnar var lagður fram samningur við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves þar sem fjárstyrkur út árið 2019 var kynntur. Þar kennir ýmissa grasa eins og að hátíðin fái tugi milljóna. 26. maí 2018 06:00 Fimmtíu ný atriði kynnt á Airwaves Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gaf í dag út sína þriðju tilkynningu þegar forsvarsmenn Airwaves kynntu fimmtíu atriði sem koma fram. 24. maí 2018 15:15 Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Íslenskur stúlknakór í nýju myndbandi Fleet Foxes Tónlist Baldurs og Felix-fáni falur Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið „Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður“ Bíó og sjónvarp Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Lífið Vatnsberinn (20.jan - 18.feb) Menning Segist hafa stokkið of hratt í sambandið með Pete Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Sjá meira
Airwaves fær 22 milljónir Á borgarráðsfundi borgarinnar var lagður fram samningur við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves þar sem fjárstyrkur út árið 2019 var kynntur. Þar kennir ýmissa grasa eins og að hátíðin fái tugi milljóna. 26. maí 2018 06:00
Fimmtíu ný atriði kynnt á Airwaves Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gaf í dag út sína þriðju tilkynningu þegar forsvarsmenn Airwaves kynntu fimmtíu atriði sem koma fram. 24. maí 2018 15:15