Mismunun skattheimtu af ferðamönnum Þórir Garðarsson skrifar 17. júlí 2018 07:00 Aukið eftirlit með íbúðagistingu breytir litlu fyrir samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar ef seljendur á neytendamarkaði halda áfram að sleppa við að innheimta virðisaukaskatt og gistináttaskatt. Airbnb er einn umsvifamesti seljandi gistingar hér á landi. Í fyrra var sala Airbnb hér tæpir 15 milljarðar króna. Virðisaukaskatt upp á 11% og gistináttaskatt á að innheimta af allri sölu gistingar yfir 2 milljónum króna á ári. En Airbnb kemst upp með að gera það ekki. Ef íslenskar ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur myndu ekki innheimta virðisaukaskatt af 15 milljarða króna veltu, þá væri tekið á því með mikilli hörku af skattyfirvöldum.Sérkennileg afstaða ríkisskattstjóra Airbnb er ekki eini söluaðili sumarhúsa, herbergja og íbúðagistingar hér á landi. Mörg íslensk og erlend fyrirtæki eru með samskonar starfsemi. Af einhverjum ástæðum horfir Ríkisskattstjóri fram hjá því að sumir aðila eru ekki að innheimta og skila í ríkissjóð virðisaukaskatti af hundruðum milljóna eða milljarða króna í veltu, heldur sættir sig við að söluaðilinn skili aðeins virðisaukaskatti af sinni þóknun þrátt fyrir að vera hinn endanlegi seljandi þjónustunnar til ferðamanna og eiga samkvæmt lögum að innheimta skattinn. Hér hallar verulega á hótel og gististaði og aðra söluaðila. Hvernig eiga þau fyrirtæki að keppa við söluaðila gistiþjónustu á neytendamarkaði sem sleppa við að innheimta virðisaukaskatt meðan þau þurfa að gera það? Hverju á skráning og eftirlit að breyta ef samkeppnisskilyrðin verða óbreytt að öðru leyti? Einföld lausn Með því að krefja söluaðila á neytendamarkaði (Airbnb og alla hina) um að innheimta virðisaukaskatt og gistináttaskatt og skila í ríkissjóð mætti slá margar flugur í einu höggi. Þá þyrfti miklu færri eftirlitsmenn með skráningum. Söluaðilar jafnt og eigendur íbúða og sumarhúsa yrðu fljótir að skrá rekstur sinn hjá Ríkisskattstjóra til að nýta virðisaukaskattkerfið með réttum hætti. Þetta myndi stuðla að mun betri skattskilum og bæta samkeppnisstöðu gistiþjónustunnar.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Aukið eftirlit með íbúðagistingu breytir litlu fyrir samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar ef seljendur á neytendamarkaði halda áfram að sleppa við að innheimta virðisaukaskatt og gistináttaskatt. Airbnb er einn umsvifamesti seljandi gistingar hér á landi. Í fyrra var sala Airbnb hér tæpir 15 milljarðar króna. Virðisaukaskatt upp á 11% og gistináttaskatt á að innheimta af allri sölu gistingar yfir 2 milljónum króna á ári. En Airbnb kemst upp með að gera það ekki. Ef íslenskar ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur myndu ekki innheimta virðisaukaskatt af 15 milljarða króna veltu, þá væri tekið á því með mikilli hörku af skattyfirvöldum.Sérkennileg afstaða ríkisskattstjóra Airbnb er ekki eini söluaðili sumarhúsa, herbergja og íbúðagistingar hér á landi. Mörg íslensk og erlend fyrirtæki eru með samskonar starfsemi. Af einhverjum ástæðum horfir Ríkisskattstjóri fram hjá því að sumir aðila eru ekki að innheimta og skila í ríkissjóð virðisaukaskatti af hundruðum milljóna eða milljarða króna í veltu, heldur sættir sig við að söluaðilinn skili aðeins virðisaukaskatti af sinni þóknun þrátt fyrir að vera hinn endanlegi seljandi þjónustunnar til ferðamanna og eiga samkvæmt lögum að innheimta skattinn. Hér hallar verulega á hótel og gististaði og aðra söluaðila. Hvernig eiga þau fyrirtæki að keppa við söluaðila gistiþjónustu á neytendamarkaði sem sleppa við að innheimta virðisaukaskatt meðan þau þurfa að gera það? Hverju á skráning og eftirlit að breyta ef samkeppnisskilyrðin verða óbreytt að öðru leyti? Einföld lausn Með því að krefja söluaðila á neytendamarkaði (Airbnb og alla hina) um að innheimta virðisaukaskatt og gistináttaskatt og skila í ríkissjóð mætti slá margar flugur í einu höggi. Þá þyrfti miklu færri eftirlitsmenn með skráningum. Söluaðilar jafnt og eigendur íbúða og sumarhúsa yrðu fljótir að skrá rekstur sinn hjá Ríkisskattstjóra til að nýta virðisaukaskattkerfið með réttum hætti. Þetta myndi stuðla að mun betri skattskilum og bæta samkeppnisstöðu gistiþjónustunnar.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun