Segir þyngri refsingu ekki hafa átt við í nauðgunarmáli því konan var full Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 14:01 Dómstóllinn er í Róm á Ítalíu. vísir/getty Dómstóll í Róm á Ítalíu sem tekur til meðferðar ógildingarkröfur í dómsmálum hefur úrskurðað að aðalmeðferð í máli tveggja manna sem dæmdir voru í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga ungri konu skuli aftur fara fram á lægra dómstigi. Samkvæmt úrskurði dómstóllinn hafði konan sjálfviljug orðið full áður en mennirnir brutu gegn henni og því var að mati dómstólsins ekki hægt að beita refsiþyngingu gegn mönnunum, eins og gert hafði verið á lægra dómstigi, heldur þyrfti að flytja málið aftur. Úrskurðurinn hefur verið fordæmdur bæði af kvenréttindasamtökum á Ítalíu sem og stjórnmálamönnum og er sagður stórt skref aftur á bak fyrir konur í landinu. „Þetta er mjög alvarleg afstaða af hálfu dómstólsins því þetta mun gera það enn erfiðara fyrir konu að stíga fram og tilkynna nauðgun,“ segir Lella Palladino, formaður samtaka kvenna á Ítalíu sem berjast gegn ofbeldi.Kom til refsiþyngingar að konan var undir áhrifum áfengis Alessia Rotta, stjórnmálamaður í Demókrataflokknum, segir úrskurðinn færa Ítalíu áratugi aftur í tímann. Þá fylgi honum sú hætta að margra ára barátta verði að engu. Hinir dæmdu í málinu eru báðir fimmtugir. Þeir voru fyrst sýknaðir af ákæru um nauðgun árið 2011 af dómstól í borginni Brescia á Norður-Ítalíu. Töldu dómarar að ekki væri hægt að byggja á framburði konunnar sem kærði þá. Mennirnir voru síðan fundnir sekir undir áfrýjun hjá dómstól í Tórínó í janúar 2017 eftir að dómarar þar höfðu skoðað læknaskýrslur sem sýndu að konan hafði reynt að verjast árás þeirra. Voru mennirnir báðir dæmdir í þriggja ára fangelsi og kom það til refsihækkunar að þeir hefðu brotið gegn konunni á meðan hún var undir áhrifum áfengis. Ógildingardómstóllinn úrskurðaði hins vegar að aðalmeðferð í málinu þyrfti að fara fram að nýju því þrátt fyrir að mennirnir hefðu nýtt sér ástand konunnar þá ætti refsiþynging ekki við þar sem konan hefði sjálfviljug drukkið áfengi. Málið nær aftur til ársins 2009 þegar mennirnir fóru með konuna inn í svefnherbergi eftir að hafa borðað með henni kvöldmat og nauðguðu henni. Dómstólar á Ítalíu hafa komist að svipuðum niðurstöðum í nauðgungarmálum. Þannig sýknaði dómstóll í Tórínó mann af ákæru um nauðgun í fyrra eftir að dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði ekki öskrað nógu hátt eða ýtt manninum í burtu. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Dómstóll í Róm á Ítalíu sem tekur til meðferðar ógildingarkröfur í dómsmálum hefur úrskurðað að aðalmeðferð í máli tveggja manna sem dæmdir voru í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga ungri konu skuli aftur fara fram á lægra dómstigi. Samkvæmt úrskurði dómstóllinn hafði konan sjálfviljug orðið full áður en mennirnir brutu gegn henni og því var að mati dómstólsins ekki hægt að beita refsiþyngingu gegn mönnunum, eins og gert hafði verið á lægra dómstigi, heldur þyrfti að flytja málið aftur. Úrskurðurinn hefur verið fordæmdur bæði af kvenréttindasamtökum á Ítalíu sem og stjórnmálamönnum og er sagður stórt skref aftur á bak fyrir konur í landinu. „Þetta er mjög alvarleg afstaða af hálfu dómstólsins því þetta mun gera það enn erfiðara fyrir konu að stíga fram og tilkynna nauðgun,“ segir Lella Palladino, formaður samtaka kvenna á Ítalíu sem berjast gegn ofbeldi.Kom til refsiþyngingar að konan var undir áhrifum áfengis Alessia Rotta, stjórnmálamaður í Demókrataflokknum, segir úrskurðinn færa Ítalíu áratugi aftur í tímann. Þá fylgi honum sú hætta að margra ára barátta verði að engu. Hinir dæmdu í málinu eru báðir fimmtugir. Þeir voru fyrst sýknaðir af ákæru um nauðgun árið 2011 af dómstól í borginni Brescia á Norður-Ítalíu. Töldu dómarar að ekki væri hægt að byggja á framburði konunnar sem kærði þá. Mennirnir voru síðan fundnir sekir undir áfrýjun hjá dómstól í Tórínó í janúar 2017 eftir að dómarar þar höfðu skoðað læknaskýrslur sem sýndu að konan hafði reynt að verjast árás þeirra. Voru mennirnir báðir dæmdir í þriggja ára fangelsi og kom það til refsihækkunar að þeir hefðu brotið gegn konunni á meðan hún var undir áhrifum áfengis. Ógildingardómstóllinn úrskurðaði hins vegar að aðalmeðferð í málinu þyrfti að fara fram að nýju því þrátt fyrir að mennirnir hefðu nýtt sér ástand konunnar þá ætti refsiþynging ekki við þar sem konan hefði sjálfviljug drukkið áfengi. Málið nær aftur til ársins 2009 þegar mennirnir fóru með konuna inn í svefnherbergi eftir að hafa borðað með henni kvöldmat og nauðguðu henni. Dómstólar á Ítalíu hafa komist að svipuðum niðurstöðum í nauðgungarmálum. Þannig sýknaði dómstóll í Tórínó mann af ákæru um nauðgun í fyrra eftir að dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði ekki öskrað nógu hátt eða ýtt manninum í burtu.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira