Einhugur á Alþingi um hátíðartillögur Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 18:52 Alþingi kom saman til aukafundar í dag til að ræða tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þinginu um stofnun Barnamenningarsjóðs og kaupa á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Fundurinn í dag var raunar undanfari fyrir hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum á morgun í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. En þá verða tillögurnar tvær bornar upp formlega til samþykktar. Í ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í tillögunni um Barnamenningarsjóðs sé meðal annars reiknað með að boðað verði til barnaþings annað hvort ár. „Þátttaka barna og ungmenna í menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu samfélagi og menningarlæsi og menningarþátttaka eru veigamikil atriði í uppvexti barna og unglinga. Kynni barna og ungmenna af menningu og listum eykur víðsýni og umburðarlyndi. Þátttaka í menningarstarfi vekur vitund um lýðræði, réttlæti og sögulegt samhengi,” sagði Katrín. Barnamenningarsjóður muni einnig horfa sérstaklega til þess að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag, Þá verður þrjú hundruð milljónum króna varið til hönnunar á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun á næsta ári og 1,6 milljörðum til smíði skipsins hvort ár á árunum 2020 og 2021. „Nýting sjávarfangs lagði grunninn að efnahagslegu sjálfstæði Íslendinga og þar með fullveldinu. Og það er stefna stjórnvalda að nýting lifandi auðlinda sjávar sé byggð á bestu fáanlegri þekkingu og ráðgjöf hverju sinni,” sagði forsætisráðherra. Nýja skipið kemur í stað eldra skips Hafrannsóknarstofnunar, Bjarna Sæmundssonar, sem orðið er hálfrar aldar gamalt. Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Alþingi kom saman til aukafundar í dag til að ræða tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þinginu um stofnun Barnamenningarsjóðs og kaupa á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Fundurinn í dag var raunar undanfari fyrir hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum á morgun í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. En þá verða tillögurnar tvær bornar upp formlega til samþykktar. Í ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í tillögunni um Barnamenningarsjóðs sé meðal annars reiknað með að boðað verði til barnaþings annað hvort ár. „Þátttaka barna og ungmenna í menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu samfélagi og menningarlæsi og menningarþátttaka eru veigamikil atriði í uppvexti barna og unglinga. Kynni barna og ungmenna af menningu og listum eykur víðsýni og umburðarlyndi. Þátttaka í menningarstarfi vekur vitund um lýðræði, réttlæti og sögulegt samhengi,” sagði Katrín. Barnamenningarsjóður muni einnig horfa sérstaklega til þess að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag, Þá verður þrjú hundruð milljónum króna varið til hönnunar á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun á næsta ári og 1,6 milljörðum til smíði skipsins hvort ár á árunum 2020 og 2021. „Nýting sjávarfangs lagði grunninn að efnahagslegu sjálfstæði Íslendinga og þar með fullveldinu. Og það er stefna stjórnvalda að nýting lifandi auðlinda sjávar sé byggð á bestu fáanlegri þekkingu og ráðgjöf hverju sinni,” sagði forsætisráðherra. Nýja skipið kemur í stað eldra skips Hafrannsóknarstofnunar, Bjarna Sæmundssonar, sem orðið er hálfrar aldar gamalt.
Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira