Fimm keppendur sem voru á leið á CrossFit-leikana féllu á lyfjaprófi Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2018 21:59 Greint var frá þessu á vef heimsleikanna í gær en þar var birtur listi yfir keppendur sem höfðu tekið þátt í undankeppnum heimsleikanna og fallið á lyfjaprófi eftir þær. Vísir/Getty Fimm keppendur, sem höfðu unnið sér inn þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit, hafa verið úrskurðaðir í keppnisbann fyrir að falla á lyfjaprófi.Greint var frá þessu á vef heimsleikanna í gær en þar var birtur listi yfir keppendur sem höfðu tekið þátt í undankeppnum heimsleikanna og fallið á lyfjaprófi eftir þær. Af þeim voru tveir keppendur sem tóku þátt í einstaklingskeppni og höfðu unnið sér inn sæti á heimsleikunum, Um varð að ræða þau Emily Abbot frá Kanada og Andrey Ganin frá Rússlandi en bæði urðu þau uppvís að því að nota ólögleg frammistöðu bætandi efni og voru úrskurðuð í fjögurra ára keppnisbann. Þrír keppendur til viðbótar sem voru hluti af liðum sem höfðu unnið sér inn þáttökurétt á heimsleikunum, Dean Shaw, Laura Hosier og Maria Ceballos, féllu einnig á lyfjaprófi. Voru þau öll dæmd í fjögurra ára keppnisbann og liðum þeirra meinuð þátttaka á heimsleikunum.Áfrýjunarferli nokkurra til viðbótar enn í gangi Alls féllu fjórtán þátttakendur í undankeppnunum á lyfjaprófi en tekið er fram á vef heimsleikanna að þeir hafi allir fengið þriggja sólarhringa frest til að áfrýja eftir að í ljós kom að þeir hefðu fallið á lyfjaprófi. Tekið er fram á vef heimsleikanna að áfrýjunarferli nokkurra keppenda til viðbótar sé enn í gangi. CrossFit er í samstarfi við fyrirtækið Drug Free Sport sem sér um lyfjapróf á keppendum. Drug Free Sport er einnig í samstarfi við bandarísku íþróttasamböndin NFL, NBA, MLB og NCAA, ásamt 300 öðrum íþróttasamböndum. Á vef heimsleikanna er tekið fram að rannsóknarstofa, sem vottuð er af Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni, sjái um að greina blóð- og þvagsýni sem keppendur á heimsleikunum í CrossFit veita.Ellefu féllu í fyrra Í fyrra féllu ellefu keppendur, sem tóku þátt á mótum tengdum CrossFit-leikunum, á lyfjaprófi, en fimm árið 2016. Fjórir féllu árið 2015 og tveir árið 2014.Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison í Bandaríkjunum. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera.Greint var frá því í gær að kærasta Annie Mistar Þórisdóttur, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn.Til mikils að vinna Fjöldi Íslendinga keppir á heimsleikunum í ár en þeir eru fyrrnefnd Annie Mist ásamt Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Eik Gylfadóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna. CrossFit Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Fimm keppendur, sem höfðu unnið sér inn þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit, hafa verið úrskurðaðir í keppnisbann fyrir að falla á lyfjaprófi.Greint var frá þessu á vef heimsleikanna í gær en þar var birtur listi yfir keppendur sem höfðu tekið þátt í undankeppnum heimsleikanna og fallið á lyfjaprófi eftir þær. Af þeim voru tveir keppendur sem tóku þátt í einstaklingskeppni og höfðu unnið sér inn sæti á heimsleikunum, Um varð að ræða þau Emily Abbot frá Kanada og Andrey Ganin frá Rússlandi en bæði urðu þau uppvís að því að nota ólögleg frammistöðu bætandi efni og voru úrskurðuð í fjögurra ára keppnisbann. Þrír keppendur til viðbótar sem voru hluti af liðum sem höfðu unnið sér inn þáttökurétt á heimsleikunum, Dean Shaw, Laura Hosier og Maria Ceballos, féllu einnig á lyfjaprófi. Voru þau öll dæmd í fjögurra ára keppnisbann og liðum þeirra meinuð þátttaka á heimsleikunum.Áfrýjunarferli nokkurra til viðbótar enn í gangi Alls féllu fjórtán þátttakendur í undankeppnunum á lyfjaprófi en tekið er fram á vef heimsleikanna að þeir hafi allir fengið þriggja sólarhringa frest til að áfrýja eftir að í ljós kom að þeir hefðu fallið á lyfjaprófi. Tekið er fram á vef heimsleikanna að áfrýjunarferli nokkurra keppenda til viðbótar sé enn í gangi. CrossFit er í samstarfi við fyrirtækið Drug Free Sport sem sér um lyfjapróf á keppendum. Drug Free Sport er einnig í samstarfi við bandarísku íþróttasamböndin NFL, NBA, MLB og NCAA, ásamt 300 öðrum íþróttasamböndum. Á vef heimsleikanna er tekið fram að rannsóknarstofa, sem vottuð er af Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni, sjái um að greina blóð- og þvagsýni sem keppendur á heimsleikunum í CrossFit veita.Ellefu féllu í fyrra Í fyrra féllu ellefu keppendur, sem tóku þátt á mótum tengdum CrossFit-leikunum, á lyfjaprófi, en fimm árið 2016. Fjórir féllu árið 2015 og tveir árið 2014.Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison í Bandaríkjunum. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera.Greint var frá því í gær að kærasta Annie Mistar Þórisdóttur, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn.Til mikils að vinna Fjöldi Íslendinga keppir á heimsleikunum í ár en þeir eru fyrrnefnd Annie Mist ásamt Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Eik Gylfadóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna.
CrossFit Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira