Hátíðarþingfundurinn einkennist af valdhroka og sýndarmennsku Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2018 06:27 Hátíðarþingfundur fer fram á Þingvöllum klukkan 14 í dag. Vísir/Pjetur Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. Félagið harmar það að þingið skulið minnast 100 ára afmælis fullveldis þjóðarinnar án þess að einu orði sé minnst á „nýju stjórnarskrá“ Íslendinga - „sem samþykkt var með með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu félagsins. „Frá árinu 1944 hefur Alþingi haft það verkefni að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ótal stjórnarskrárnefndir hafa verið skipaðar án árangurs. Það var ekki fyrr en þjóðinni var hleypt að málinu að skriður komst á það,“ segir félagið. Við þetta er að bæta að stjórnarskráin var samþykkt árið 1944 undir þeim skýru formerkjum að um bráðabirgðaplagg væri að ræða. Ljóst var að ekki myndi nást sátt um breytingar á stjórnarskránni áður en Íslendingar öðluðust sjálfstæði frá Dönum. Ákváðu þingmenn því að gera sem minnstar breytingar á fyrirliggjandi stjórnarskrá, skipta út konungi fyrir forseta og taka plaggið svo til endurskoðunar að nýju þegar sjálfstæðishátíðarhöldunum lyki. Stjórnarskrárfélagið harmar það að Alþingi skuli hafa hunsað niðurstöður fyrrnefndrar þjóðaratkvæðagreiðslu og láðst að taka endurskoðunina fastari tökum. Að mati félagsins endurspeglar þingfundurinn á Þingvöllum því „sýndarmennsku og valdhroka,“ eins og það er orðað. „Hve lengi á stjórnmálaflokkum á Alþingi að líðast að hunsa fullveldi þjóðarinnar?“ spyr félagið. Hátíðarþingfundur Alþingis á Þingvöllum hefst klukkan 14 í dag. Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var Forseti Alþingis segir auknar kröfur um gæði sjónvarpsútsendingar skýra aukinn kostnað við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum. Þingmaður Pírata segir að þetta hefði mátt vera ljóst frá upphafi. Hátíðarfundurinn hefst klukkan 14 18. júlí 2018 06:00 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. Félagið harmar það að þingið skulið minnast 100 ára afmælis fullveldis þjóðarinnar án þess að einu orði sé minnst á „nýju stjórnarskrá“ Íslendinga - „sem samþykkt var með með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu félagsins. „Frá árinu 1944 hefur Alþingi haft það verkefni að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ótal stjórnarskrárnefndir hafa verið skipaðar án árangurs. Það var ekki fyrr en þjóðinni var hleypt að málinu að skriður komst á það,“ segir félagið. Við þetta er að bæta að stjórnarskráin var samþykkt árið 1944 undir þeim skýru formerkjum að um bráðabirgðaplagg væri að ræða. Ljóst var að ekki myndi nást sátt um breytingar á stjórnarskránni áður en Íslendingar öðluðust sjálfstæði frá Dönum. Ákváðu þingmenn því að gera sem minnstar breytingar á fyrirliggjandi stjórnarskrá, skipta út konungi fyrir forseta og taka plaggið svo til endurskoðunar að nýju þegar sjálfstæðishátíðarhöldunum lyki. Stjórnarskrárfélagið harmar það að Alþingi skuli hafa hunsað niðurstöður fyrrnefndrar þjóðaratkvæðagreiðslu og láðst að taka endurskoðunina fastari tökum. Að mati félagsins endurspeglar þingfundurinn á Þingvöllum því „sýndarmennsku og valdhroka,“ eins og það er orðað. „Hve lengi á stjórnmálaflokkum á Alþingi að líðast að hunsa fullveldi þjóðarinnar?“ spyr félagið. Hátíðarþingfundur Alþingis á Þingvöllum hefst klukkan 14 í dag.
Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var Forseti Alþingis segir auknar kröfur um gæði sjónvarpsútsendingar skýra aukinn kostnað við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum. Þingmaður Pírata segir að þetta hefði mátt vera ljóst frá upphafi. Hátíðarfundurinn hefst klukkan 14 18. júlí 2018 06:00 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48
80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00
Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var Forseti Alþingis segir auknar kröfur um gæði sjónvarpsútsendingar skýra aukinn kostnað við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum. Þingmaður Pírata segir að þetta hefði mátt vera ljóst frá upphafi. Hátíðarfundurinn hefst klukkan 14 18. júlí 2018 06:00
Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30