„Beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2018 15:25 Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir það óskylt lýðræðinu að virða ekki embætti danska þingsins. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þá umræðu sem farið hefur fram í aðdraganda hátíðarfundar á Þingvöllum um þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, á fundinum. Segir Bjarni í færslu á Facebook-síðu sinni að það sé „yfirlæti og beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu og dönsku þjóðinni“ að virða ekki embætti danska þingsins. Kjærsgaard flutti ávarp á fundinum sem fram fór á Þingvöllum í dag en margir höfðu gagnrýnt það þar sem hún þykir afar umdeildur stjórnmálamaður ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og íslam. Í færslu sinni á Facebook segir Bjarni að til sé fólk sem slái reglulega um sig með því að leggja áherslu á lýðræðið. „Vilja fólksins. Frelsi hins almenna kjósanda til að koma skoðunum sínum að. Í því samhengi er reglulega rætt um rétt minnihlutans til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif. Í flestum ríkjum er þetta tryggt með almennum, frjálsum kosningum og byggt á fulltrúalýðræði. Það er hins vegar svo að þegar á reynir er eins og þetta sama fólk eigi erfiðast með að virða niðurstöðu þeirra leikreglna sem best tryggja lýðræðislega niðurstöðu. Það hikar ekki við að segja tiltekna rétt kjörna einstaklinga óalandi og óferjandi, jafnvel með öllu óvelkomna og óhæfa til samskipta. Þegar Alþingi Íslendinga býður forseta danska þjóðþingsins til að vera viðstaddur hátíðarhöld vegna sögulegra tímamóta finnst þessu fólki þannig við hæfi að útiloka viðkomandi einstakling, kosinn í frjálsum almennum kosningum,“ segir Bjarni í færslunni. Hann kveðst ekki deila skoðunum Kjærsaard á ýmsum hlutum og segist hafa skilning á því að fólk hafi skoðun á og sé ósammála áherslum hennar. Það sé hins vegar óskylt lýðræðinu að virða ekki embætti danska þingsins. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að í ljósi sögunnar sé ekki óeðlilegt að forseti danska þingsins sé gestur fundarins: „Í ljósi sōgunnar er ekki óeðlilegt að forseti danska þingsins sé sérstakur gestur fundarins en því miður er sá gestur fulltrúi skoðana sem varpa dōkku skýi á þessa stund. Boðberi framtíðarsýnar sem fyllir mig óhugnaði með sína fjandsamlegu afstōðu til m.a. innflyjenda og flóttafólks.“ Alþingi Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þá umræðu sem farið hefur fram í aðdraganda hátíðarfundar á Þingvöllum um þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, á fundinum. Segir Bjarni í færslu á Facebook-síðu sinni að það sé „yfirlæti og beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu og dönsku þjóðinni“ að virða ekki embætti danska þingsins. Kjærsgaard flutti ávarp á fundinum sem fram fór á Þingvöllum í dag en margir höfðu gagnrýnt það þar sem hún þykir afar umdeildur stjórnmálamaður ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og íslam. Í færslu sinni á Facebook segir Bjarni að til sé fólk sem slái reglulega um sig með því að leggja áherslu á lýðræðið. „Vilja fólksins. Frelsi hins almenna kjósanda til að koma skoðunum sínum að. Í því samhengi er reglulega rætt um rétt minnihlutans til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif. Í flestum ríkjum er þetta tryggt með almennum, frjálsum kosningum og byggt á fulltrúalýðræði. Það er hins vegar svo að þegar á reynir er eins og þetta sama fólk eigi erfiðast með að virða niðurstöðu þeirra leikreglna sem best tryggja lýðræðislega niðurstöðu. Það hikar ekki við að segja tiltekna rétt kjörna einstaklinga óalandi og óferjandi, jafnvel með öllu óvelkomna og óhæfa til samskipta. Þegar Alþingi Íslendinga býður forseta danska þjóðþingsins til að vera viðstaddur hátíðarhöld vegna sögulegra tímamóta finnst þessu fólki þannig við hæfi að útiloka viðkomandi einstakling, kosinn í frjálsum almennum kosningum,“ segir Bjarni í færslunni. Hann kveðst ekki deila skoðunum Kjærsaard á ýmsum hlutum og segist hafa skilning á því að fólk hafi skoðun á og sé ósammála áherslum hennar. Það sé hins vegar óskylt lýðræðinu að virða ekki embætti danska þingsins. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að í ljósi sögunnar sé ekki óeðlilegt að forseti danska þingsins sé gestur fundarins: „Í ljósi sōgunnar er ekki óeðlilegt að forseti danska þingsins sé sérstakur gestur fundarins en því miður er sá gestur fulltrúi skoðana sem varpa dōkku skýi á þessa stund. Boðberi framtíðarsýnar sem fyllir mig óhugnaði með sína fjandsamlegu afstōðu til m.a. innflyjenda og flóttafólks.“
Alþingi Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13
Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44