Úr portinu í pakkann Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. júlí 2018 06:00 Það myndast oft þægileg og jafnvel heimilisleg stemming á tónleikum á Kexi. Fréttablaðið/Ernir Kex Hostel mun fara af stað með glænýja tónleikaröð núna um helgina sem nefnist Kexpakk. Venjulega fer fram tónlistarhátíðin KEXPort akkúrat þessa helgi en vegna framkvæmda í og við portið er ekki unnt að halda þá hátíð að svo stöddu. „Af því að það verður ekkert KEXPort þá fannst okkur alveg ómögulegt að vera ekki með neina tónleika í sumar, þannig að þá ákváðum við að halda þetta, búa til eitthvert konsept sem mig langar að sé sirka mánaðarlegt og fólk geti í raun bara gengið að því sem gefnu að mánaðarlega verði tónleikar. Þetta verður geggjuð tónleikasería enda er mikil hefð fyrir góðum tónleikum hérna á Kexi og alltaf gaman að standa fyrir slíku. Það eru vikuleg djasskvöld hérna og mig langar líka að fá eitthvað mánaðarlegt – þetta er svona grunnurinn að því,“ segir Arnar Freyr Frostason hjá Kexi. Á þessu fyrsta kvöldi verður poppið í fyrirrúmi og þá dugir ekkert minna en að kalla til rjómans í þeim geira – Herra Hnetusmjör, Bríet og Daði Freyr stíga á svið og leika dansvæna músík. Tónleikarnir munu fara fram inni á hostelinu og verður yfirbragðið svipað því þegar Úr portinu í pakkann Það myndast oft þægileg og jafnvel heimilisleg stemming á tónleikum á Kexi. Vegna framkvæmda við Kex hostel verður hin árlega KEXPort hátíð ekki á dagskrá í ár. Þess í stað verður hrundið af stað tónleikaröðinni Kexpakk sem mun fara fram innandyra og vonast aðstandendur til að um mánaðarlegt kvöld verði að ræða. tónleikar eru haldnir þarna yfir Airwaves-hátíðina til að mynda. „Þarna verðum við með stóra og smáa tónlistarmenn. Kexið er einmitt svona staður þar sem margir sem nú eru stórir tóku sín fyrstu skref. Það gæti óhjákvæmilega orðið þannig hjá okkur að hvert kvöld hafi sitt þema – þegar það er búið að bóka einn ákveðinn tónlistarmann þá mundi auðvitað liggja beint við að fá annan úr sömu stefnu.“ Tónleikar hefjast klukkan 20 á laugardagskvöldið, frítt inn og allir velkomnir. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Kex Hostel mun fara af stað með glænýja tónleikaröð núna um helgina sem nefnist Kexpakk. Venjulega fer fram tónlistarhátíðin KEXPort akkúrat þessa helgi en vegna framkvæmda í og við portið er ekki unnt að halda þá hátíð að svo stöddu. „Af því að það verður ekkert KEXPort þá fannst okkur alveg ómögulegt að vera ekki með neina tónleika í sumar, þannig að þá ákváðum við að halda þetta, búa til eitthvert konsept sem mig langar að sé sirka mánaðarlegt og fólk geti í raun bara gengið að því sem gefnu að mánaðarlega verði tónleikar. Þetta verður geggjuð tónleikasería enda er mikil hefð fyrir góðum tónleikum hérna á Kexi og alltaf gaman að standa fyrir slíku. Það eru vikuleg djasskvöld hérna og mig langar líka að fá eitthvað mánaðarlegt – þetta er svona grunnurinn að því,“ segir Arnar Freyr Frostason hjá Kexi. Á þessu fyrsta kvöldi verður poppið í fyrirrúmi og þá dugir ekkert minna en að kalla til rjómans í þeim geira – Herra Hnetusmjör, Bríet og Daði Freyr stíga á svið og leika dansvæna músík. Tónleikarnir munu fara fram inni á hostelinu og verður yfirbragðið svipað því þegar Úr portinu í pakkann Það myndast oft þægileg og jafnvel heimilisleg stemming á tónleikum á Kexi. Vegna framkvæmda við Kex hostel verður hin árlega KEXPort hátíð ekki á dagskrá í ár. Þess í stað verður hrundið af stað tónleikaröðinni Kexpakk sem mun fara fram innandyra og vonast aðstandendur til að um mánaðarlegt kvöld verði að ræða. tónleikar eru haldnir þarna yfir Airwaves-hátíðina til að mynda. „Þarna verðum við með stóra og smáa tónlistarmenn. Kexið er einmitt svona staður þar sem margir sem nú eru stórir tóku sín fyrstu skref. Það gæti óhjákvæmilega orðið þannig hjá okkur að hvert kvöld hafi sitt þema – þegar það er búið að bóka einn ákveðinn tónlistarmann þá mundi auðvitað liggja beint við að fá annan úr sömu stefnu.“ Tónleikar hefjast klukkan 20 á laugardagskvöldið, frítt inn og allir velkomnir.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira