Nýtt flugvallarhótel hefur ekki áhrif á stækkun flugvallarsvæðisins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2018 19:30 Fyrsta skóflustungan að nýju flugvallarhóteli var tekin í Keflavík í dag. Að sögn eiganda hótelsins mun byggingin ekki hafa áhrif á áform Isavia um stækkun flugvallarsvæðisins. Hann segir þörf á öðru flugvallarhóteli og gefur lítið fyrir fækkun ferðamanna. Um er að ræða 150 herbergja flugvallarhótel sem staðsett verður um tveimur mínútum frá flugvellinum. Isavia hefur umfangsmikil áform um uppbyggingu flugvallarsvæðisins og er stefnt að stækkun þess. Hótelbyggingin mun engin áhrif hafa ááform Isavia þar sem hótelið verður staðsett utan flugvallarsvæðisins. „Við eru rétt fyrir utan þeirra áhrifasvæði en vissulega fylgjumst við með þeirra áformum um skipulag framtíðarinnar,“ segir Árni Valur Sólonsson, eigandi og framkvæmdastjóri Capital Hotel.Isavia stefnir að stækkun flugvallarsvæðisins.Þá segist hann ekki óttast fækkun ferðamanna og er handviss um að þörf sé á öðru flugvallarhóteli. „Nei það er engin fækkun í spilunum. Það er fjölgun framundan,“ segir Árni.Er þörf á öðru hóteli þar sem nú er flugvallarhótel hjá Keflavíkurflugvelli?„Já það er alveg örugglega, sérstaklega hóteli sem er af erlendri keðju. Þar sem það er töluverður hluti fólks sem vill bara gista hjá vörumerki sem það þekkir,“ segir Árni. Stundvíslega klukkan 16.00 í dag var fyrsta skóflustungan tekin. Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs sagðist spenntur fyrir byggingunni en hann segir staðsetninguna sérstaklega góða. „Þessi staður er stórkostlegur að því leyti að hérna erum við að taka stórt skref fyrir Reykjanesbæ og landið allt,“ segir Ingvar. Hótelið mun opna í lok næsta árs og er vinnan þegar hafin. „Við byrjuðum í dag. Það fá allir sólarfrí í einn klukkutíma og svo hefst vinnan,“ segir Ingvar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 150 herbergja hótel rís við Keflavíkurflugvöll Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. 19. júlí 2018 09:18 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýju flugvallarhóteli var tekin í Keflavík í dag. Að sögn eiganda hótelsins mun byggingin ekki hafa áhrif á áform Isavia um stækkun flugvallarsvæðisins. Hann segir þörf á öðru flugvallarhóteli og gefur lítið fyrir fækkun ferðamanna. Um er að ræða 150 herbergja flugvallarhótel sem staðsett verður um tveimur mínútum frá flugvellinum. Isavia hefur umfangsmikil áform um uppbyggingu flugvallarsvæðisins og er stefnt að stækkun þess. Hótelbyggingin mun engin áhrif hafa ááform Isavia þar sem hótelið verður staðsett utan flugvallarsvæðisins. „Við eru rétt fyrir utan þeirra áhrifasvæði en vissulega fylgjumst við með þeirra áformum um skipulag framtíðarinnar,“ segir Árni Valur Sólonsson, eigandi og framkvæmdastjóri Capital Hotel.Isavia stefnir að stækkun flugvallarsvæðisins.Þá segist hann ekki óttast fækkun ferðamanna og er handviss um að þörf sé á öðru flugvallarhóteli. „Nei það er engin fækkun í spilunum. Það er fjölgun framundan,“ segir Árni.Er þörf á öðru hóteli þar sem nú er flugvallarhótel hjá Keflavíkurflugvelli?„Já það er alveg örugglega, sérstaklega hóteli sem er af erlendri keðju. Þar sem það er töluverður hluti fólks sem vill bara gista hjá vörumerki sem það þekkir,“ segir Árni. Stundvíslega klukkan 16.00 í dag var fyrsta skóflustungan tekin. Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs sagðist spenntur fyrir byggingunni en hann segir staðsetninguna sérstaklega góða. „Þessi staður er stórkostlegur að því leyti að hérna erum við að taka stórt skref fyrir Reykjanesbæ og landið allt,“ segir Ingvar. Hótelið mun opna í lok næsta árs og er vinnan þegar hafin. „Við byrjuðum í dag. Það fá allir sólarfrí í einn klukkutíma og svo hefst vinnan,“ segir Ingvar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 150 herbergja hótel rís við Keflavíkurflugvöll Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. 19. júlí 2018 09:18 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
150 herbergja hótel rís við Keflavíkurflugvöll Nýtt 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhótel verður opnað við Keflavíkurflugvöll á næsta ári. 19. júlí 2018 09:18