Íslandsmeistarar KR eru búnir að semja við bandarískan leikmann fyrir komandi leiktíð í Dominos deild karla en Karfan.is greinir frá þessu.
Kappinn heitir Julian Boyd og er 29 ára gamall framherja sem er rúmir tveir metrar á hæð.
Hann lék síðast í Kanada þar sem hann var að skila 12,5 stigum og 6,3 fráköstum að meðaltali í leik.
Í Kanada lék hann með liði að nafni London Lightning þar sem hann lék undir stjórn Keith Vassell. Sá gerði garðinn frægan með KR fyrir nokkrm árum en hann lék einnig fyrir ÍR og fleiri félög hér á landi og fékk íslenskan ríkisborgararétt.
Julian Boyd á sér langa meiðslasögu en hann hefur slitið krossband alls fjórum sinnum á ferlinum.
