Var þarna um að ræða Maríutásur sem margir dáðust að og birti fjöldi myndir af þeim á samfélagsmiðlum í kvöld.
Þessar Maríutásur náðu að heilla marga en veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við Vísi að þær eigi það til að vera undanfari rigningar. Það var einmitt tilfellið með þessar tásur í kvöld, því þær mynduðust í vestri og fylgdu skilum sem nálgast landið.

Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við Vísi að lægð úr Grænlandshafi muni færa regnsvæði til landsins í fyrramálið og mun rigna hressilega fram að kvöldi víða um land.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á morgun:
Fer að rigna í fyrramálið, en hægari og þurrt A-til fram á kvöld. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast NA-lands.
Á laugardag:
Suðvestlæg átt, víða 3-8 m/s, en norðlægari á Vestfjörðum. Víða dálítil væta, en þurrt eystra. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast A-lands.
Á sunnudag:
Norðlæg átt, 3-10 m/s, en vestlægari syðst. Væta í flestum landshlutum, en þurrt SA-til. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast á SA-landi.
Á mánudag:
Norðlæg átt og rigning eða súld á N-verðu landinu, en breytileg átt og stöku skúrir syðra. Kólnandi veður.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Austlæg eða breytileg átt, væta með köflum og hiti yfirleitt 8 til 13 stig að deginum.
Á fimmtudag:
Austlægar átt, stöku skúrir og hlýnar heldur.