Kjördagur í Mexíkó eftir blóðuga kosningabaráttu Sylvía Hall skrifar 1. júlí 2018 13:28 Fáni Mexíkó var á lofti á síðustu stuðningsmannasamkomu frambjóðandans Jose Antonio Meade, en hann þykir ólíklegur til sigurs í dag. Vísir/EPA Kosningar fara fram í Mexíkó í dag þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. Forsetum er aðeins leyfilegt að sitja í eitt sex ára kjörtímabil í Mexíkó og því er deginum ljósara að nýr forseti mun taka við eftir kosningarnar. Búist er við því að kosningarnar í dag verði þær stærstu í sögu landsins. Allt er þegar þrennt er Skoðanakannanir í landinu benda til þess að Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir nafninu Amlo, hafi mikið forskot á andstæðinga sína, en hann hefur lent í öðru sæti í síðustu tveimur forsetakosningum. Hann býður sig fram fyrir Morena flokkinn, en hann var einnig borgarstjóri Mexíkóborgar frá árunum 2000 til 2005. Hann hefur sterka stöðu fyrir kosningarnar og hefur haft hana í nokkurn tíma. Amlo er þjóðernissinni sem kemur af vinstri væng stjórnmálanna og hefur talað fyrir harðri andstöðu gegn Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Komi til þess að Amlo nái kjöri mun hann enda áratuga langa valdatíð tveggja stærstu flokkanna í landinu, flokkarnir PRI og PAN. PRI fór óslitið með völd í landinu frá árinu 1929 til ársins 2000, en eftir 71 árs valdatíð í landinu voru það fulltrúar PAN flokksins sem sátu í forsetaembættinu þau tvö kjörtímabil sem á eftir komu. Árið 2012 tók svo fulltrúi PRI við embættinu á nýjan leik, sitjandi forseti Enrique Peña Nieto.Forsetaframbjóðandinn Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir upphafsstöfum sínum Amlo, þykir sigurstranglegastur í kosningunum. Hann hefur lent í öðru sæti síðustu tvær kosningar.Vísir/GettyKosningabarátta í morðöldu Kosningabaráttan hefur verið sögð vera sú blóðugasta frá upphafi, en yfir 130 manns hafa verið myrtir í tengslum við pólitísk störf síðan baráttan hófst í september. Mikil alda morða og ofbeldisglæpa hefur gengið yfir Mexíkó undanfarna mánuði og voru yfir 25 þúsund manneskjur myrtar í landinu árið 2017. Sérfræðingar þar í landi segja þessi miklu ofbeldisverk vera afleiðingu þess að glæpahópar vilji halda völdum og hafa stjórn á ráðamönnum, en skipulögð glæpastarfsemi hefur verið vandamál í Mexíkó. Kjósendur eru sagðir vera langþreyttir og reiðir vegna stöðu mála og kenna sitjandi forseta um það. Því sjá margir kjósendur daginn í dag sem tækifæri til að ná fram breytingum. Ricardo Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins, er helsti keppinautur Amlo í kosningunum.Vísir/GettyAðrir frambjóðendur þykja ólíklegir til afreka Þrír aðrir frambjóðendur freista þess að ná kjöri í dag. Þrátt fyrir litla spennu í skoðanakönnunum hafa frambjóðendur verið sýnilegir og hitt stuðningsmenn síðustu daga. Frambjóðendurnir eru Ricardo Anaya frá PAN- flokknum, José Antonio Meade sem er fulltrúi PRI-flokksins sem fer með völd í landinu og að lokum er það óháði frambjóðandinn Jaime Rodríguez Calderón. Helsti keppinautur Amlo í kosningunum er Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins. Hann hefur málað Amlo upp sem popúlista sem ekki sé treystandi fyrir efnahagi landsins, en sjálfur hefur hann verið sakaður um spillingu, fasteignabrask og peningaþvætti. Allir frambjóðendurnir eiga það sameiginlegt að hafa talað opinberlega gegn Trump og hafa lofað því að taka harða afstöðu gegn aðgerðum Bandaríkjaforseta í garð Mexíkó. Frambjóðendurnir hafa einnig talað gegn spillingu og glæpum í landinu. Miðað við glæpatíðni síðasta árs er því ljóst að sigurvegari kosninganna mun eiga mikið verk fyrir höndum á komandi kjörtímabili. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Kosningar fara fram í Mexíkó í dag þar sem nýr forseti verður kjörinn. Sitjandi forseti, Enrique Peña Nieto, lætur af embætti eftir kosningar en hann hefur setið í embætti í sex ár. Forsetum er aðeins leyfilegt að sitja í eitt sex ára kjörtímabil í Mexíkó og því er deginum ljósara að nýr forseti mun taka við eftir kosningarnar. Búist er við því að kosningarnar í dag verði þær stærstu í sögu landsins. Allt er þegar þrennt er Skoðanakannanir í landinu benda til þess að Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir nafninu Amlo, hafi mikið forskot á andstæðinga sína, en hann hefur lent í öðru sæti í síðustu tveimur forsetakosningum. Hann býður sig fram fyrir Morena flokkinn, en hann var einnig borgarstjóri Mexíkóborgar frá árunum 2000 til 2005. Hann hefur sterka stöðu fyrir kosningarnar og hefur haft hana í nokkurn tíma. Amlo er þjóðernissinni sem kemur af vinstri væng stjórnmálanna og hefur talað fyrir harðri andstöðu gegn Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Komi til þess að Amlo nái kjöri mun hann enda áratuga langa valdatíð tveggja stærstu flokkanna í landinu, flokkarnir PRI og PAN. PRI fór óslitið með völd í landinu frá árinu 1929 til ársins 2000, en eftir 71 árs valdatíð í landinu voru það fulltrúar PAN flokksins sem sátu í forsetaembættinu þau tvö kjörtímabil sem á eftir komu. Árið 2012 tók svo fulltrúi PRI við embættinu á nýjan leik, sitjandi forseti Enrique Peña Nieto.Forsetaframbjóðandinn Andrés Manuel López Obrador, einnig þekktur undir upphafsstöfum sínum Amlo, þykir sigurstranglegastur í kosningunum. Hann hefur lent í öðru sæti síðustu tvær kosningar.Vísir/GettyKosningabarátta í morðöldu Kosningabaráttan hefur verið sögð vera sú blóðugasta frá upphafi, en yfir 130 manns hafa verið myrtir í tengslum við pólitísk störf síðan baráttan hófst í september. Mikil alda morða og ofbeldisglæpa hefur gengið yfir Mexíkó undanfarna mánuði og voru yfir 25 þúsund manneskjur myrtar í landinu árið 2017. Sérfræðingar þar í landi segja þessi miklu ofbeldisverk vera afleiðingu þess að glæpahópar vilji halda völdum og hafa stjórn á ráðamönnum, en skipulögð glæpastarfsemi hefur verið vandamál í Mexíkó. Kjósendur eru sagðir vera langþreyttir og reiðir vegna stöðu mála og kenna sitjandi forseta um það. Því sjá margir kjósendur daginn í dag sem tækifæri til að ná fram breytingum. Ricardo Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins, er helsti keppinautur Amlo í kosningunum.Vísir/GettyAðrir frambjóðendur þykja ólíklegir til afreka Þrír aðrir frambjóðendur freista þess að ná kjöri í dag. Þrátt fyrir litla spennu í skoðanakönnunum hafa frambjóðendur verið sýnilegir og hitt stuðningsmenn síðustu daga. Frambjóðendurnir eru Ricardo Anaya frá PAN- flokknum, José Antonio Meade sem er fulltrúi PRI-flokksins sem fer með völd í landinu og að lokum er það óháði frambjóðandinn Jaime Rodríguez Calderón. Helsti keppinautur Amlo í kosningunum er Anaya, frambjóðandi PAN-flokksins. Hann hefur málað Amlo upp sem popúlista sem ekki sé treystandi fyrir efnahagi landsins, en sjálfur hefur hann verið sakaður um spillingu, fasteignabrask og peningaþvætti. Allir frambjóðendurnir eiga það sameiginlegt að hafa talað opinberlega gegn Trump og hafa lofað því að taka harða afstöðu gegn aðgerðum Bandaríkjaforseta í garð Mexíkó. Frambjóðendurnir hafa einnig talað gegn spillingu og glæpum í landinu. Miðað við glæpatíðni síðasta árs er því ljóst að sigurvegari kosninganna mun eiga mikið verk fyrir höndum á komandi kjörtímabili.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila