Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera Air Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2018 08:54 Fjölmargir farþegar hafa orðið strandaglópar eftir seinkanir á ferðum Primera Air um helgina. Vísir „Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. Hann segir að flugfélagið harmi þau óþægindi sem farþegar félagsins hafa lent í um helgina. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjölmargir farþegar hafi varið nóttinni á flugvellinum í Alicante vegna seinkunar á vél Primera Air. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 aðfaranótt sunnudags en fór ekki á loft fyrr en á níunda tímanum í morgun. Einnig hafa verið sagðar fréttir af því að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir á flugvellinum á Mallorca um helgina. Að sama skapi var mikil seinkun á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær.Sjá einnig: Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“Í tilkynningu frá Primera Air segir að bilun í einni vél flugfélagsins „leiddi til keðjuverkandi áhrifa um helgina“ sem vonast er til að leysist í dag. Bilunin hafi komið upp í vél Primera Air í Búlgaríu sem ekki hafi tekist að gera við í tæka tíð. „Til að auka enn á vandræðin voru verulegar tafir, sem standa ennþá yfir, hjá flugumferðarstjórn almennt í Suður-Evrópu um helgina vegna anna og mikils umferðarþunga frá mörgum áfangastöðum s.s. Palma og Alicante,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið segir jafnframt að fyrrnefnd bilun hafi leitt til þess að seinkun varð á flugi til og frá Keflavík til bæði Palma og Alicante. Seinkunin gerði það að verkum að áhafnir gátu ekki haldið áfram vinnu vegna þess að lögskipuðum vaktatíma var lokið. Þar að auki segir flugfélagið að „mikið álag á flugumferðarstjórn véla til og frá Spáni“ hafi enn fremur aukið tafirnar. Búist er því við að flugvél Primera Air frá Alicante lendi um kl. 13:00 í dag og flug til Malaga verði lent kl. 18:00 í dag. Primera gerir ráð fyrir að áætlun verði komin í samt lag á morgun, þriðjudag 3. júlí. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. Hann segir að flugfélagið harmi þau óþægindi sem farþegar félagsins hafa lent í um helgina. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjölmargir farþegar hafi varið nóttinni á flugvellinum í Alicante vegna seinkunar á vél Primera Air. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 aðfaranótt sunnudags en fór ekki á loft fyrr en á níunda tímanum í morgun. Einnig hafa verið sagðar fréttir af því að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir á flugvellinum á Mallorca um helgina. Að sama skapi var mikil seinkun á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær.Sjá einnig: Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“Í tilkynningu frá Primera Air segir að bilun í einni vél flugfélagsins „leiddi til keðjuverkandi áhrifa um helgina“ sem vonast er til að leysist í dag. Bilunin hafi komið upp í vél Primera Air í Búlgaríu sem ekki hafi tekist að gera við í tæka tíð. „Til að auka enn á vandræðin voru verulegar tafir, sem standa ennþá yfir, hjá flugumferðarstjórn almennt í Suður-Evrópu um helgina vegna anna og mikils umferðarþunga frá mörgum áfangastöðum s.s. Palma og Alicante,“ segir í tilkynningunni. Flugfélagið segir jafnframt að fyrrnefnd bilun hafi leitt til þess að seinkun varð á flugi til og frá Keflavík til bæði Palma og Alicante. Seinkunin gerði það að verkum að áhafnir gátu ekki haldið áfram vinnu vegna þess að lögskipuðum vaktatíma var lokið. Þar að auki segir flugfélagið að „mikið álag á flugumferðarstjórn véla til og frá Spáni“ hafi enn fremur aukið tafirnar. Búist er því við að flugvél Primera Air frá Alicante lendi um kl. 13:00 í dag og flug til Malaga verði lent kl. 18:00 í dag. Primera gerir ráð fyrir að áætlun verði komin í samt lag á morgun, þriðjudag 3. júlí.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10