Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. júlí 2018 19:00 Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. Katrín Sif Sigurgeirsdótti formaður samninganefndar ljósmæðra segir ástandið á fæðingadeildum landsins grafalvarlegt og gagnrýnir fjármálaráðherra harðlega fyrir að svara ekki beiðni um fund. „Mér finnst þetta undarlegt að menn geti verið á það háum stalli að þeir geti ekki stigið niður og átt samtal þegar staðan er orðin svona alvarleg. Hann gaf út á Alþjóðadegi ljósmæðra þann 5. maí að kröfur ljósmæðra væri algjörlega óáættanlegar, það er það eina sem ég hef séð frá honum og hann hefur beina aðkomu að þessum kjarasamnningum. Mér þykir þetta ábyrgðarleysi, undarleg vinnubrögð og hroki verð ég að segja,“ segir Katrín. Hún gagnrýnir enn fremur að Bjarni hafi þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári án athugasemda en haldi því svo fram að kröfur ljósmæðra ógni stöðuleika. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði ekki beiðni fréttastofu um viðtal í dag.Mega ekki gefa upp kröfurKatrín segist ekki geta gefið upp nákvæmlega hvað ljósmæður biðji um því ríkissáttasemjari fari fram á trúnað um efni funda. „Okkur er gert að tala ekki um neitt það sem fer fram á fundum og ef við brjótum það hefur fjölmiðlabann verið orðað við okkur,“ segir Katrín. Katrín er meðal þeirra ljósmæðra sem hefur sagt upp störfum sínum. „Ég hef sagt upp störfum mínum, og mun láta af störfum 1. september ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Katrín.Mjög slæm mönnun Alls hafa 30 ljósmæður sagt upp á Landspítalanum, tólf uppsagnir tóku gildi í gær og er fæðingardeildin nú rekin með lágmarksmönnun að sögn Lindu Kristmundsdóttur framkvæmdastjóra kvenna-og barnasviðs. „Við erum að keyra á um 60% mannskap, þannig að mönnunin er mjög slæm,“ segir Linda. Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. Katrín Sif Sigurgeirsdótti formaður samninganefndar ljósmæðra segir ástandið á fæðingadeildum landsins grafalvarlegt og gagnrýnir fjármálaráðherra harðlega fyrir að svara ekki beiðni um fund. „Mér finnst þetta undarlegt að menn geti verið á það háum stalli að þeir geti ekki stigið niður og átt samtal þegar staðan er orðin svona alvarleg. Hann gaf út á Alþjóðadegi ljósmæðra þann 5. maí að kröfur ljósmæðra væri algjörlega óáættanlegar, það er það eina sem ég hef séð frá honum og hann hefur beina aðkomu að þessum kjarasamnningum. Mér þykir þetta ábyrgðarleysi, undarleg vinnubrögð og hroki verð ég að segja,“ segir Katrín. Hún gagnrýnir enn fremur að Bjarni hafi þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári án athugasemda en haldi því svo fram að kröfur ljósmæðra ógni stöðuleika. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði ekki beiðni fréttastofu um viðtal í dag.Mega ekki gefa upp kröfurKatrín segist ekki geta gefið upp nákvæmlega hvað ljósmæður biðji um því ríkissáttasemjari fari fram á trúnað um efni funda. „Okkur er gert að tala ekki um neitt það sem fer fram á fundum og ef við brjótum það hefur fjölmiðlabann verið orðað við okkur,“ segir Katrín. Katrín er meðal þeirra ljósmæðra sem hefur sagt upp störfum sínum. „Ég hef sagt upp störfum mínum, og mun láta af störfum 1. september ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Katrín.Mjög slæm mönnun Alls hafa 30 ljósmæður sagt upp á Landspítalanum, tólf uppsagnir tóku gildi í gær og er fæðingardeildin nú rekin með lágmarksmönnun að sögn Lindu Kristmundsdóttur framkvæmdastjóra kvenna-og barnasviðs. „Við erum að keyra á um 60% mannskap, þannig að mönnunin er mjög slæm,“ segir Linda.
Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03
Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46
Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00