Vætutíð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. júlí 2018 10:00 Veðurfar hefur sannarlega verið afbrigðilegt á Suður- og Vesturlandi. Í raun hafa alþurrir dagar aðeins verið 5 af síðustu 62 dögum í Reykjavík. Þó svo að veður hafi annars staðar á landinu verið bærilegt – jafnvel afar gott – þá er skiljanlegt að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langþreyttir á langvarandi vætutíð. Undir þessum kringumstæðum er freistandi að leita svara í þeim hnattrænu breytingum sem óneitanlega eru að eiga sér stað í veðrakerfum plánetunnar. Er loftslagsbreytingum um að kenna? Varla er það svo. Þó svo að svo væri, þá væru það vafasöm vísindi að draga víðtækar ályktanir út frá stuttu og einangruðu tímabili. Því miður er það svo að viðfangsefni loftslagsvísindanna eru hræringar og breytingar sem eiga sér stað á tímaskala sem fjarlægur er hinni sértæku mannlegu reynslu. Hins vegar, og án alls kvikindisskapar í garð íbúa á suðvesturhorninu, þá er rigningarsumarið mikla árið 2018 ágætur tímapunktur fyrir okkur til að staldra við og fara yfir það sem líkön loftslagsvísindamanna segja okkur um úrkomu komandi áratuga. Eins og kemur fram í nýlegri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar mun áframhaldandi loftslagsbreytingum fylgja aukin ákefð í úrkomu. Úrkoma eykst í heildina, þó svo að ekki sé víst að það muni rigna oftar í framtíðinni. Hafa ber í huga að mikil óvissa í er fólgin í þessum spám, sérstaklega varðandi úrkomu, en gera má ráð fyrir því að úrkoma aukist um að minnsta kosti 1,5 til 4,5 prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Bjartsýnar spár gera ráð fyrir hlýnun sem nemur að meðaltali 1,3 til 2,3 gráðum um miðbik aldarinnar. Verði losun gróðurhúsalofttegunda mikil gæti hlýnun numið 4 gráðum undir lok aldarinnar. Líklegt er að samfara hnattrænni hlýnun verði aftakaúrkoma mjög víða ákafari og tíðari. Í raun verður þetta framhald þróunar sem hefur átt sér stað undanfarin ár þar sem úrkoma á landinu hefur aukist úr 1.500 mm á ári í 1.700. Þannig er líklegt að þurrum dögum fækki ekki en um leið boða þessar breytingar meiriháttar áskorun fyrir íslenskt samfélag. Áskorun sem við erum skammt á veg komin með að kynna okkur. Með aukinni úrkomuákefð aukast líkurnar á skriðuföllum, fráveitukerfi munu ekki þola þetta aukna álag, aukin úrkoma mun hafa áhrif á burðarþol vega og endingu slitlaga, og líklegt er að þessar úrkomubreytingar muni hafa áhrif á forða og gæði vatnsbóla. Markmið þessara skrifa er ekki að draga endanlega þróttinn úr veðurþreyttum lesendum. Þvert á móti er hér að finna tilefni til bjartsýni. Sólin mun halda áfram að skína og það mun stytta upp á endanum. Og þegar það gerist verðum við vonandi minnugri um það nauðsynlega verkefni okkar að gefa komandi kynslóðum, sem sannarlega munu upplifa sína vætutíð, þau vopn sem hún þarf til að takast á við þung áhrif loftslagsbreytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Veður Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Veðurfar hefur sannarlega verið afbrigðilegt á Suður- og Vesturlandi. Í raun hafa alþurrir dagar aðeins verið 5 af síðustu 62 dögum í Reykjavík. Þó svo að veður hafi annars staðar á landinu verið bærilegt – jafnvel afar gott – þá er skiljanlegt að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langþreyttir á langvarandi vætutíð. Undir þessum kringumstæðum er freistandi að leita svara í þeim hnattrænu breytingum sem óneitanlega eru að eiga sér stað í veðrakerfum plánetunnar. Er loftslagsbreytingum um að kenna? Varla er það svo. Þó svo að svo væri, þá væru það vafasöm vísindi að draga víðtækar ályktanir út frá stuttu og einangruðu tímabili. Því miður er það svo að viðfangsefni loftslagsvísindanna eru hræringar og breytingar sem eiga sér stað á tímaskala sem fjarlægur er hinni sértæku mannlegu reynslu. Hins vegar, og án alls kvikindisskapar í garð íbúa á suðvesturhorninu, þá er rigningarsumarið mikla árið 2018 ágætur tímapunktur fyrir okkur til að staldra við og fara yfir það sem líkön loftslagsvísindamanna segja okkur um úrkomu komandi áratuga. Eins og kemur fram í nýlegri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar mun áframhaldandi loftslagsbreytingum fylgja aukin ákefð í úrkomu. Úrkoma eykst í heildina, þó svo að ekki sé víst að það muni rigna oftar í framtíðinni. Hafa ber í huga að mikil óvissa í er fólgin í þessum spám, sérstaklega varðandi úrkomu, en gera má ráð fyrir því að úrkoma aukist um að minnsta kosti 1,5 til 4,5 prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Bjartsýnar spár gera ráð fyrir hlýnun sem nemur að meðaltali 1,3 til 2,3 gráðum um miðbik aldarinnar. Verði losun gróðurhúsalofttegunda mikil gæti hlýnun numið 4 gráðum undir lok aldarinnar. Líklegt er að samfara hnattrænni hlýnun verði aftakaúrkoma mjög víða ákafari og tíðari. Í raun verður þetta framhald þróunar sem hefur átt sér stað undanfarin ár þar sem úrkoma á landinu hefur aukist úr 1.500 mm á ári í 1.700. Þannig er líklegt að þurrum dögum fækki ekki en um leið boða þessar breytingar meiriháttar áskorun fyrir íslenskt samfélag. Áskorun sem við erum skammt á veg komin með að kynna okkur. Með aukinni úrkomuákefð aukast líkurnar á skriðuföllum, fráveitukerfi munu ekki þola þetta aukna álag, aukin úrkoma mun hafa áhrif á burðarþol vega og endingu slitlaga, og líklegt er að þessar úrkomubreytingar muni hafa áhrif á forða og gæði vatnsbóla. Markmið þessara skrifa er ekki að draga endanlega þróttinn úr veðurþreyttum lesendum. Þvert á móti er hér að finna tilefni til bjartsýni. Sólin mun halda áfram að skína og það mun stytta upp á endanum. Og þegar það gerist verðum við vonandi minnugri um það nauðsynlega verkefni okkar að gefa komandi kynslóðum, sem sannarlega munu upplifa sína vætutíð, þau vopn sem hún þarf til að takast á við þung áhrif loftslagsbreytinga.
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun