Axlar utanríkisráðuneytið ábyrgð? Sigurður R. Þórðarson skrifar 4. júlí 2018 07:00 Í tilefni af grein utanríkisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem birtist í Fréttablaðinu 2. júlí 2018 undir fyrirsögninni „Ísland axlar ábyrgð“ óskar undirritaður, fyrir hönd nokkurra félaga, að benda á það sem við höfum haldið fram í marga áratugi, nefnilega að við höfum verið gróflega beittir eignarréttar- og ekki síður mannréttindabrotum af óþægilega furðulegri gerð, af hálfu embættismanna utanríkisráðuneytisins og fyrirrennara Guðlaugs Þórs á ráðherrastóli með fáum undantekningum. Þetta er ástand sem er orðið allvel þekkt af umfangsmiklum og misjafnlega neikvæðum fjölmiðlaumfjöllunum, sem gengið hefur undir nafninu Heiðarfjallsmálið, allar götur síðan um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Málið hefur sömuleiðis vakið áhuga erlendra fjölmiðla. Ekki síst vegna þess að systurstöðvar radarstöðvarinnar H-2 á Heiðarfjalli í Kanada, samtals meira en 40 stöðvar, hafa allar verið hreinsaðar af eiturefnum, með ærnum tilkostnaði. Málið snýst í hnotskurn um að við höfum verið neyddir til að geyma á eignarlandi okkar tíu þúsund tonna (varlega áætlað magn) eiturefnahaug sem urðaður var á hábungu Heiðarfjalls á meðan Bandaríkjamenn ráku þar radarstöð frá árinu 1954 til 1970. Smiðshöggið á þann umhverfisglæp var framkvæmt að undirlagi Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Sölu varnarliðseigna. Í þá tæpu hálfa öld sem þessi barátta okkar hefur staðið við sérkennilega óbilgjarna hermangs „elítu“ utanríkisráðuneytisins sem talið hefur sig þess umkomna að beita okkur ýtrustu valdníðslu gegn öllum okkar umleitunum um að gengið verði til verks í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekara tjón á landi, skepnum og mönnum; hefur öllum tiltækum ráðum gegn okkur verið beitt og þegar þessa starfsmenn utanríkisráðuneytisins skorti rök, var í allmörg skipti gripið til þess ráðs að kaupa rándýr en engu að síður ótrúlega ódýr lögfræðiálit, þar sem jafnvel hæstaréttarlögmenn féllu í þá gryfju að hanga á jafn vesælum hálmstráum og að sökin væri fyrnd, eða að við hefðum á sínum tíma keypt landið og sætt okkur við ástand þess. Þetta eru að sjálfsögðu vinnubrögð sem eru langt fyrir neðan öll venjuleg siðferðileg viðmið og við vonum sannarlega að þú, Guðlaugur Þór, sért sammála okkur, eftir að hafa tekið þessa farsælu ákvörðun að láta rödd Íslands hljóma á alþjóðavettvangi við tiltektir í mölbrotnu mannréttindahafi heimsins. Þess má geta að margir menn lærðir sem leikir hafa lýst furðu sinni yfir vinnubrögðum embættismanna utanríkisráðuneytisins. Margir þeirra hafa tekið undir skoðanir okkar í þá veru að við séum og verðum beittir skýlausum mannréttindabrotum á meðan ekki verður tekið undir kröfur okkar um að ljúka þessu máli á viðunandi hátt. Einn af þeim aðilum, Árni Þór Sigurðsson, þáverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, leitaði til þáverandi utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, með spurninguna um hvort ætlunin sé að eigendur Heiðarfjalls á Langanesi verði til eilífðar beittir þvingunum til að sitja uppi með hauginn. Þessu erindi Árna Þórs var að sjálfsögðu svarað með sömu útúrsnúningum embættismanna utanríkisráðuneytisins og okkur hefur verið boðið upp á í tæpa hálfa öld.Höfundur skrifar f.h. landeigenda Heiðarfjalls Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ísland axlar ábyrgð Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. 2. júlí 2018 07:00 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í tilefni af grein utanríkisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem birtist í Fréttablaðinu 2. júlí 2018 undir fyrirsögninni „Ísland axlar ábyrgð“ óskar undirritaður, fyrir hönd nokkurra félaga, að benda á það sem við höfum haldið fram í marga áratugi, nefnilega að við höfum verið gróflega beittir eignarréttar- og ekki síður mannréttindabrotum af óþægilega furðulegri gerð, af hálfu embættismanna utanríkisráðuneytisins og fyrirrennara Guðlaugs Þórs á ráðherrastóli með fáum undantekningum. Þetta er ástand sem er orðið allvel þekkt af umfangsmiklum og misjafnlega neikvæðum fjölmiðlaumfjöllunum, sem gengið hefur undir nafninu Heiðarfjallsmálið, allar götur síðan um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Málið hefur sömuleiðis vakið áhuga erlendra fjölmiðla. Ekki síst vegna þess að systurstöðvar radarstöðvarinnar H-2 á Heiðarfjalli í Kanada, samtals meira en 40 stöðvar, hafa allar verið hreinsaðar af eiturefnum, með ærnum tilkostnaði. Málið snýst í hnotskurn um að við höfum verið neyddir til að geyma á eignarlandi okkar tíu þúsund tonna (varlega áætlað magn) eiturefnahaug sem urðaður var á hábungu Heiðarfjalls á meðan Bandaríkjamenn ráku þar radarstöð frá árinu 1954 til 1970. Smiðshöggið á þann umhverfisglæp var framkvæmt að undirlagi Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Sölu varnarliðseigna. Í þá tæpu hálfa öld sem þessi barátta okkar hefur staðið við sérkennilega óbilgjarna hermangs „elítu“ utanríkisráðuneytisins sem talið hefur sig þess umkomna að beita okkur ýtrustu valdníðslu gegn öllum okkar umleitunum um að gengið verði til verks í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekara tjón á landi, skepnum og mönnum; hefur öllum tiltækum ráðum gegn okkur verið beitt og þegar þessa starfsmenn utanríkisráðuneytisins skorti rök, var í allmörg skipti gripið til þess ráðs að kaupa rándýr en engu að síður ótrúlega ódýr lögfræðiálit, þar sem jafnvel hæstaréttarlögmenn féllu í þá gryfju að hanga á jafn vesælum hálmstráum og að sökin væri fyrnd, eða að við hefðum á sínum tíma keypt landið og sætt okkur við ástand þess. Þetta eru að sjálfsögðu vinnubrögð sem eru langt fyrir neðan öll venjuleg siðferðileg viðmið og við vonum sannarlega að þú, Guðlaugur Þór, sért sammála okkur, eftir að hafa tekið þessa farsælu ákvörðun að láta rödd Íslands hljóma á alþjóðavettvangi við tiltektir í mölbrotnu mannréttindahafi heimsins. Þess má geta að margir menn lærðir sem leikir hafa lýst furðu sinni yfir vinnubrögðum embættismanna utanríkisráðuneytisins. Margir þeirra hafa tekið undir skoðanir okkar í þá veru að við séum og verðum beittir skýlausum mannréttindabrotum á meðan ekki verður tekið undir kröfur okkar um að ljúka þessu máli á viðunandi hátt. Einn af þeim aðilum, Árni Þór Sigurðsson, þáverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, leitaði til þáverandi utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, með spurninguna um hvort ætlunin sé að eigendur Heiðarfjalls á Langanesi verði til eilífðar beittir þvingunum til að sitja uppi með hauginn. Þessu erindi Árna Þórs var að sjálfsögðu svarað með sömu útúrsnúningum embættismanna utanríkisráðuneytisins og okkur hefur verið boðið upp á í tæpa hálfa öld.Höfundur skrifar f.h. landeigenda Heiðarfjalls
Ísland axlar ábyrgð Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. 2. júlí 2018 07:00
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar