Unglingarnir okkar – sjálfsmynd, stress og samfélagsmiðlar Hermundur Sigmundsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Alþjóðlegar rannsóknir sýna fram á aukið stress hjá unglingum sem kemur meðal annars fram sem eymsli í maga, höfði og baki eða almenn þreyta. Margir þættir valda ekstra vandamálum á unglingsárunum eins og skólastress (faglegar áhyggjur), sálrænt/félagslegt stress (rifrildi/átök við fullorðna og skólasystkini, vandamál með vináttu), persónulegt stress (sjálfsmynd, útlit, þyngd) og álagsstreita (einelti, skilnaður). Hér er gífurlegur kynjamismunur en stúlkur þjást mun oftar af stressi en drengir. Ein af mögulegum ástæðum er léleg sjálfsmynd. Léleg sjálfsmynd getur stafað af því að gapið milli huglægrar sjálfsmyndar, það er að segja þess sem maður óskar sér að vera, og hlutlægrar sjálfsmyndar, hvernig maður er, verður stórt. Þetta veldur vanlíðan. Vísindamenn telja að samfélagsmiðlar séu ein af höfuðástæðum fyrir slíkri þróun – huglæga sjálfsmyndin verður svo stór – gapið stækkar sem veldur meiri streitu og lélegri sjálfsmynd. Maður er sífellt að mæla sjálfan sig við ‘stjörnur’, reyna að vera vinsæll, fá mörg ‘like’, hafa flott útlit og vera með réttum vinum. Þetta á sérlega við um stúlkur sem nota samfélagslega miðla meira en drengir. Rannsóknir sýna að hjá stúlkum er sterkast samband milli almennrar sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem tengist útliti þeirra. Hjá drengjum er sterkt samband milli almennrar sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem tengist útliti, félagslegu samþykki og færni í íþróttum. Léleg sjálfsmynd getur komið fram hjá stúlkum sem þunglyndi, kvíði og átraskanir en hjá drengjum sem hegðunarvandi og áhættuhegðun. Þýski prófessorinn og geðlæknirinn Manfred Spitzer segir að ein af helstu hættunum við að nota snjallsíma/spjaldtölvur of mikið og vera stöðugt á samfélagsmiðlum sé hættan á fíkn. Fræðimenn hafa fundið út að unglingar eyða sífellt meiri tíma á netinu og verða þess vegna að minnka tímann sem þeir nota til annarra hluta sem getur valdið félagslegri einangrun. Það má segja að vöntun verði á fjölbreyttu áreiti sem er gífurlega mikilvægt fyrir þróun heilans. Sífellt minni hreyfing getur valdið því að fleiri glíma við offitu. Ef maður skoðar stúlkur í þessu samhengi þá verða þær háðar einhverju sem er ekki gott fyrir sjálfsmynd þeirra og andlega heilsu. Fleiri rannsóknir sýna greinilega fram á samband milli einmanaleika og netnotkunar. Þar að auki getur mikil netnotkun valdið svefnvandamálum. Svefnleysi gerir mann ekki bara krónískt þreyttan heldur er mikil hætta á ofþyngd og sykursýki. Mikil netnotkun getur einnig valdið þunglyndi. Það er að segja að maður noti of mikinn tíma á samfélagsmiðlum sem á hinn bóginn getur haft slæm áhrif á heilsu komandi kynslóða. Það er kominn tími til að við foreldrar, aðstandendur, kennarar og stjórnmálamenn skoðum þessi mál. Þörf er á breytingum. Höfundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík Heimildir: Spitzer, M. (2014). Digital demens. Pantagruel Forlag AS, Oslo, Norge Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Hermundur Sigmundsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar rannsóknir sýna fram á aukið stress hjá unglingum sem kemur meðal annars fram sem eymsli í maga, höfði og baki eða almenn þreyta. Margir þættir valda ekstra vandamálum á unglingsárunum eins og skólastress (faglegar áhyggjur), sálrænt/félagslegt stress (rifrildi/átök við fullorðna og skólasystkini, vandamál með vináttu), persónulegt stress (sjálfsmynd, útlit, þyngd) og álagsstreita (einelti, skilnaður). Hér er gífurlegur kynjamismunur en stúlkur þjást mun oftar af stressi en drengir. Ein af mögulegum ástæðum er léleg sjálfsmynd. Léleg sjálfsmynd getur stafað af því að gapið milli huglægrar sjálfsmyndar, það er að segja þess sem maður óskar sér að vera, og hlutlægrar sjálfsmyndar, hvernig maður er, verður stórt. Þetta veldur vanlíðan. Vísindamenn telja að samfélagsmiðlar séu ein af höfuðástæðum fyrir slíkri þróun – huglæga sjálfsmyndin verður svo stór – gapið stækkar sem veldur meiri streitu og lélegri sjálfsmynd. Maður er sífellt að mæla sjálfan sig við ‘stjörnur’, reyna að vera vinsæll, fá mörg ‘like’, hafa flott útlit og vera með réttum vinum. Þetta á sérlega við um stúlkur sem nota samfélagslega miðla meira en drengir. Rannsóknir sýna að hjá stúlkum er sterkast samband milli almennrar sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem tengist útliti þeirra. Hjá drengjum er sterkt samband milli almennrar sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem tengist útliti, félagslegu samþykki og færni í íþróttum. Léleg sjálfsmynd getur komið fram hjá stúlkum sem þunglyndi, kvíði og átraskanir en hjá drengjum sem hegðunarvandi og áhættuhegðun. Þýski prófessorinn og geðlæknirinn Manfred Spitzer segir að ein af helstu hættunum við að nota snjallsíma/spjaldtölvur of mikið og vera stöðugt á samfélagsmiðlum sé hættan á fíkn. Fræðimenn hafa fundið út að unglingar eyða sífellt meiri tíma á netinu og verða þess vegna að minnka tímann sem þeir nota til annarra hluta sem getur valdið félagslegri einangrun. Það má segja að vöntun verði á fjölbreyttu áreiti sem er gífurlega mikilvægt fyrir þróun heilans. Sífellt minni hreyfing getur valdið því að fleiri glíma við offitu. Ef maður skoðar stúlkur í þessu samhengi þá verða þær háðar einhverju sem er ekki gott fyrir sjálfsmynd þeirra og andlega heilsu. Fleiri rannsóknir sýna greinilega fram á samband milli einmanaleika og netnotkunar. Þar að auki getur mikil netnotkun valdið svefnvandamálum. Svefnleysi gerir mann ekki bara krónískt þreyttan heldur er mikil hætta á ofþyngd og sykursýki. Mikil netnotkun getur einnig valdið þunglyndi. Það er að segja að maður noti of mikinn tíma á samfélagsmiðlum sem á hinn bóginn getur haft slæm áhrif á heilsu komandi kynslóða. Það er kominn tími til að við foreldrar, aðstandendur, kennarar og stjórnmálamenn skoðum þessi mál. Þörf er á breytingum. Höfundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík Heimildir: Spitzer, M. (2014). Digital demens. Pantagruel Forlag AS, Oslo, Norge
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar